Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1980, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.08.1980, Qupperneq 7
LÆK.NABLADID 171 tilkynning um það ásamt greinargerð send stjórn L.Í. minnst tveim mánuðum fyrir pann fund. Stjórn L.í. sendir aðildarfélögum slíkt mál minnst mánuði fyrir aðalfund, sbr. 8. grein. Nú greiðir gjaldskyldur félagi ekki árgjald sitt til L.í. innan marz-byrjunar næsta ár, og skal pá svipta hann félagsréttindum, unz hann hefur greitt gjaldið, hafi hann verið aðvaraður með minnst mánaðar fyrirvara, enda njóti hann ekki undanpágu um greiðslu árgjalds (sbr. 4. grein). 11. gr. Verksvið stjórnar er að sjá um daglegar framkvæmdir, vera á verði um hag íslenzku læknastéttarinnar, félaga hennar og einstaklinga, og sjá um framkvæmdir á sampykktum aðalfundar. Hún kemur fram út á við sem fulltrúi félagsins. Hún semur árlega skýrslu um starf félagsins og leggur fyrir aðalfund ásamt reikningum félagsins endurskoðuðum af tveim mönnum, en annar peirra skal vera löggiltur endurskoðandi, er stjórnin fær til pess starfs með kjörnum endurskoðanda úr hópi félagsmanna. Hún skal gera áætlun um fjárhag og starf félagsins fyrir næsta ár og ræður fastlaunaða starfsmenn, eftir pví sem aðalfundur ákveður. Stjórnin er ábyrg gagnvart fulltrúafundi. Vantraust á stjórnina skal borið fram skriflega og undirritað af minnst >/4 kjörinna fulltrúa. Stjórninni er skylt að boða til fundar um vantraustið innan tveggja mánaða. 12 gr. Stjórn L.í. skal boða til fundar með fulltrúum, einum frá hverju svæðafélagi, a.m.k. einu sinni milli aðalfunda, en oftar ef pörf krefur. 13. gr. Læknafélag íslands semur um kaup og kjör lækna í samræmi við ákvæði laga og í umboði svæðafélaga. Til að samræma kaup og kjör lækna skal starfa kjararáð. í ráðinu eiga sæti formenn allra samninganefnda L.í. og svæðafélaga pess á hverjum tíma, svo og formaður kjaranefndar Félags ungra lækna. Ennfremur fulltrúi L.í. í launamálaráði B.H.M. og fulltrúar úr aðalstjórnum L.í. og L.R. Fulltrúi úr aðalstjórn L.í. kveður ráðið saman í fyrsta sinn. Pað kýs formann og ritara til tveggja ára í senn. Ráðið skal koma saman a.m.k. ársfjórðungslega. Skjóta má til ráðsins málum, er varða laun og kjör lækna, til umsagnar og ákvörðunar. 14. gr. Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur gefi sameiginlega út Læknablaðið. Aðalstjórnir félaganna ráði ritstjóra að blaðinu, einn eða fleiri, til tveggja ára í senn. Stjórnirnar skipa ábyrgðarmann blaðsins úr hópi ritstjóra. Stjórnirnar setja að öðru leyti reglur um rekstur blaðsins og ákveða póknun til ritstjóra og annarra starfsmanna blaðsins. 15. gr. Pessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi L.Í.: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Ákveðið tillag félagsmanna fyrir næsta ár. 4. Áætlun um framkvæmdir og fjárhag félagsins. 5. Kosin stjórn, eftir pví sem lög mæla fyrir. 6. Kosnir fulltrúar í B.H.M. og varamenn. 7. Skýrsla stjórnar Ekknasjóðs. 8. Skýrsla stjórnar Domus Medica. 9. Skýrsla stjórnar Lífeyrissjóðs lækna. 10. Kosning fastanefnda. 11. Kosnir tveir menn í gerðardóm og tveir til vara skv. Codex Ethicus. 12. Kosinn einn endurskoðandi og annar til vara. 13. Ákveðinn fundarstaður fyrir næsta aðalfund. 14. Önnur mál.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.