Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1980, Side 8

Læknablaðið - 15.08.1980, Side 8
172 LÆKNABLAÐID 16. gr. Aðalfundur L.Í. ákveður árgjald fyrir hvern gjaldskyldan félaga til L.í. Stjórn L.Í. getur ákveðið, að læknar, sem verið hafa virkir félagar í 40 ár eða hætt störfum fyrir aldurs sakir eða heilsubrests, svo og illa stæðir læknar, megi vera undanpegnir félagsgjöldum. Læknar, sem eru sjötugir eða eldri, skulu vera gjaldfríir. Stjórn L.í. getur veitt öðrum félagsmönnum sams konar undanþágur. 17. gr. Stjórnir L.í. og aðildarfélaganna skulu hafa eftirlit með pví, að félagsmenn peirra hlýði Codex Ethicus, lögum og samþykktum L.í. Verði stjórn aðildarfélags vör við stórfelldar misfellur í pessum efnum, tilkynnir hún það stjórn L.í. eða siðanefnd. 18. gr. Stjórn L. í. skal vara félagsmenn sína og viðkomandi atvinnurekundur við stöðum eða embættum, sem hún telur varhugaverð eða óaðgengileg fyrir lækna. Enginn félagsmaður má sækja um stöður eða embætti, sem varað hefur verið við. Enginn félagsmaður má sækja um stöðu eða embætti, nema þau hafi verið auglýst til umsóknar með minnst fjögurra vikna fyrirvara. 19. gr. Ef L.í. eða aðildarfélag á í deilu við sjúkrasamlag, Tryggingastofnun ríkisins, bæjarfélag, ríki eða aðra hliðstæða aðila, getur enginn félagi leyst sig undan þeim skyldum, sem deilan leggur félagsmönnum L.í. á herðar, með því að segja sig úr félaginu. 20. gr. Innan félagsins starfar siðanefnd. Hlutverk hennar er að hafa eftirlit með og stuðla að því, að siðareglur, lög og samþykktir félagsins séu hafðar í heiðri, að vera læknum til ráðuneytis um málefni, er varða samskipti lækna innbyrðis um siðareglur lækna, að kynna læknum og læknanemum siðareglur, lög og samþykktir félagsins, að fjalla um meint brot á siðareglum, lögum og samþykktum félagsins. Siðanefnd tekur til umsagnar eða úrskurðar, eftir því sem við á, erindi og umkvartanir frá: sjúklingum og aðstandendum þeirra, Iæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, stjórnum L.Í., svæðafélaga, sérgreinafélaga og heilbrigðisstofnana, eða siðanefndum þeirra, ef til eru, og heilbrigðisyfirvöldum. Nefndin fjallar einnig um fullyrðingar, sem fram kunna að koma í fjölmiðlum, um meint misferli einstakra lækna og hópa lækna. Rísi ágreiningur um verksvið nefndarinnar, skal málinu skotið til stjórnar L.í. í siðanefnd sitja tveir læknar, sem kosnir eru á aðalfundi L.í. til tveggja ára í senn. Yfirborgardómarinn í Reykjavík tilnefni þriðja mann í nefndina til jafnlangs tíma. Hann skal vera löglærður og uppfylla skilyrði til að mega starfa sem dómari. Varamenn skulu vera jafnmargir, kjörnir á sama hátt og til jafn langs tíma. Hvorki aðalmenn né varamenn mega eiga sæti í stjórn L.Í. Siðanefnd skal fjalla um hvert það mál, sem henni berst og afgreiða það með eins skjótum hætti og kostur er hverju sinni. Nefndin heldur gerðabók um ákvarðanir sínar og þær gerðir, sem hún telur nauðsynlegar. Nefndin skal senda stjórn L.í. skýrslu um störf sín einu sinni á ári, og formaður siðanefndar skal skýra stjórninni frá stöðu mála endranær, óski stjórnin eftir því. Telji siðanefndin, að tiltekin málefni falli ekki innan starfssviðs hennar, sendir nefndin málið til stjórnar L.í.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.