Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1980, Page 15

Læknablaðið - 15.08.1980, Page 15
LÆKNABLADIÐ 177 heimild til slíkra verka, svo og við starfsfólk á læknastofum og heilsugæzlustöðvum. Þó gildir petta ákvæði ekki í óvæntum og skyndilegum kringumstæðum, t.d. við slys. Lækni er óheimilt að leyfa nokkrum, sem ekki hefur tilskylda kunnáttu, að fram- kvæma eiginleg læknisverk í sinn stað, (sbr. þó lög nr. 47/1932 gr. 4). Ekki má hann heldur liðsinna neinum í því að villa heim- ildir á lækningakunnáttu sinni. 5. Lækni hlýðir ekki að eiga hlut að áskorun- um frá amenningi varðandi veitingu lækn- isembættis eða til að hafa áhrif á ákvörðun læknis um að setjast að á tilteknum stað, hvort sem um er að ræða hann sjálfan eða aðra. Verði læknir þess var, að slík áskorun sé á döfinni, skal hann, ef um hann sjálfan er að ræða, beita sér fyrir því, að slíkt verði látið niður falla. 6. Heimilt er embættislausum lækni að setjast að, hvar sem hann kýs, nema öðruvísi verði ákveðið í landslögum eða lögum Læknafé- lags íslands. 7. Lækni, sem ræður sig til læknisstarfa, ber að gæta þess, að ráðning hans sé sam- kvæmt samningi eða samþykktum, sem Læknafélag íslands viðurkennir. 8. Læknir má ekki gefa kost á sér til stöðu, ef stjórn Læknafélags íslands hefur ráðið félagsmönnum frá að sækja um hana. IV. Akvæði um Gerðardóm Codex Ethicus Gerðardómur Codex Ethicus Læknafélags ís- lands er áfrýjunardómstóll. Han tekur til meðferðar ágreiningsmál, sem rísa milli lækna og læknafélaga innbyrðis eða milli læknis/- lækna og læknafélags, þar með talið Læknafé- lag íslands, hafi slík mál gengið til siðanefndar Læknafélags íslands (sbr. 20. gr. laga L. í.) og úrskurði hennar sé síðan skotið til Gerðar- dóms. Öll erindi til Gerðardóms skal senda stjórn Læknafélags íslands, sem kemur þeim á fram- færi við formann Gerðardóms. í Gerðardómi Codex Ethicus sitja fimm menn. Þess skal óskað, að læknadeild Háskóla íslands kjósi einn mann í dóminn til 4 ára í senn, og sé hann formaður dómsins. Skorist læknadeild uridan að tilnefna mann, skal hann tilnefndur af stjórn Læknafélags íslands og vera eftir sem áður formaður dómsins. Tvo menn í dóminn kýs Læknafélag íslands á hverjum aðalfundi til 2ja ára í senn, sinn hvort árið, og skal annar þeirra vera héraðslæknir. Þessir þrír menn nefnast »fastir dómarar«. Auk þess kýs hvor málsaðili hverju sinni einn lækni í dóminn, og skulu þeir vera félagar Læknafélags íslands. Varamenn skulu kosnir jafnmargir, með sömu skilyrðum, af sömu aðilum. Fari málsaðili fram á, að einum hinna föstu dómara sé rutt úr dómnum, á hann rétt á, að það sé gert. Skal þá varamaður þess dómara, sem rutt var, taka sæti hans. Nú lætur annar málsaðili eða báðir undir höfuð leggjast að nefna mann í dóm, og skulu þá hinir föstu dómarar tilnefna dómara fyrir hans eða þeirra hönd. Úrskurðum Gerðardóms verður ekki áfrýj- að, en hann getur vísað frá sér þeim málum, sem hann álítur sér óviðkomandi eða hann telur, að vísa beri til almennra dómstóla. Málsaðilar geta óskað, að mál sé tekið uþp að nýju fyrir Gerðardómi, hafi þeir, eftir að úrskurður Gerðardóms var kveðinn upp, feng- ið upplýsingar eða heimildir, sem þeir telja, að mundu hafa breytt þeim úrskurði, ef þær hefðu legið fyrir, áður en hann var kveðinn upp. Gerðardómur úrskurðar, hvort þessar nýju upplýsingar séu þess eðlis, að þær séu grund- völlur endurupptöku málsins. Skylt er Gerðardómi að tryggja óvilhalla úrskurði, svo sem framast er unnt. Hann skal tryggja málsaðilum jafnræði til að leggja fram gögn og túlka málstað sinn, svo og til að kynna sér allt, sem varðar málavexti og málsmeðferð. Ekki mega dómarar afla sér gagna, sem máli skipta, nema þeir láti báðum aðilum í té vitneskju um þau og gefi þeim tækifæri til að tjá sig um þau, áður en dómur gengur. Gerðardómur hefur rétt til að stefna málsaðilum fyrir sig, enda geta þeir og krafizt þess. Ferðir sínar í því sambandi kosta þeir sjálfir, svo og annan málskostnað sinn, en annan kostnað við dóminn, m.a. ferðakostnað dómara, sem þurfa að takast ferð á hendur vegna starfa í dómnum, greiðir Læknafélag íslands. Starfsreglur Gerðardóms Codex Ethicus 1. Formaður kallar saman dóm og stjórnar fundum. Hann sér um, að málsaðilum séu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.