Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1980, Síða 17

Læknablaðið - 15.08.1980, Síða 17
LÆKNABLADID 179 GENFARHEIT LÆKNA OG AL PJÓÐASIÐAREGLUR LÆKNA GENFARHEIT LÆKNA SAMÞYKKT Á ALLSHERJARPINGI ALPJÓÐAFÉLAGS LÆKNA í GENF í SEPTEMBER 1948 NÚ, ER ÉG SEGIST í LÖG LÆKNA, FESTI ÉG SVOFELLT HEIT: ÉG SKULDBIND MIG hátíðlega til að helga líf mitt þjónustu við mannkynið. ÉG HEITI ÞVÍ AD AUDSÝNA kennurum mínum tilhlýðilega virðingu og verðskuld- að þakklæti. ÉG HEITI PVÍ AD STUNDA lækningar af samviskusemi og gæta læknisvirðingar minnar í hvívetna. ÉG HEITI ÞVÍ AD LÁTA mér um alla hluti fram hugað um heilsu sjúklings míns. ÉG HEITI PVÍ AD GEYMA þau leyndarmál, sem menn eiga undir trúnaði mínum. ÉG HEITI PVÍ AD GERA mér fyllsta far um að gæta heiðurs og göfugra erfða læknastéttarinnar. ÉG HEITI f>VÍ AD RÆKJA stéttarbræður mína sem bræður mína. ÉG HEITI PVÍ AD LÁTA EKKI trúarbrögð, þjóðerni, kynflokk, stjórnmálaskoðun, né þjóðfélagsstöðu hagga því, hversu ég ræki skyldur mínar við sjúkling minn. ÉG HEITI PVÍ AD VIRÐA mannslíf öllu framar, allt frá getnaði þess, enda láta ekki kúgast til að beita læknisþekkingu minni gegn hugsjónum mannúðar og mannhelgi. PETTA HEIT FESTI ÉG hátíðlega, frjáls og af fúsum vilja, og legg við mannorð mitt og drengskap. ALPJÓÐASIÐAREGLUR LÆKNA SAMÞYKKTAR Á PRIDJA ALLSHERJARPINGI ALÞJÓDAFÉLAGS LÆKNA í LUNDÚNUM í OKTÓBER 1949. Almennar skyldur lækna. LÆKNI BER ÆTÍD að rækja starf sitt af því vandlæti, sem framast verður krafist af lækni. LÆKNIR MÁ ALDREI í starfi sínu láta stjórnast af fjárvon einni saman.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.