Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1980, Síða 23

Læknablaðið - 15.08.1980, Síða 23
LÆKNABLADID 183 9. gr. Um réttindi sjóðfélaga Rétt til styrks úr sjóðnum eiga f>eir læknar, sem greitt hefur verið framlag fyrir í sjóðinn. Sjóðfélagi á hvenær sem er rétt á styrk úr sjóðnum að pví tilskildu, að hann hafi staðið skil á skýrslu til sjóðsstjórnar um fyrri styrkveitingar. Sjóðfélagi, sem ekki hefur óskað styrks úr sjóðnum í prjú ár eða meira, fyrirgerir rétti sínum til hærri styrks en sem nemur peirri upphæð, sem safnast hefur í sjóðinn á hans nafn síðustu prjú árin. Þó getur sjóðstjórn veitt undanpágu frá pessu ákvæði, ef hún telur gildar ástæður til pess liggja, að sjóðfélagi hefur ekki notað rétt sinn til styrks, t.d. ef árlegar greiðslur hans til sjóðsins eru mjög lágar, veikindí hafa hamlað eða hann sé með einhver pau áform í huga, sem krefjast verulegra útgjalda, s.s. lengri námsdvöl erlendis, kostnaðarsamt vísindastarf og svo famvegis. Önnur tilvik geta verið fyrir hendi, sem réttlæta frestun styrktöku, t.d. ef sjóðfélagi hefur verið kostaður af öðrum aðila til framhaldsmenntunar eða vísindastarfa og pví ekki purft á að halda inneign sinni í Námssjóðnum. Við lát sjóðfélaga skal allt að 90 % innborgana síðustu priggja ára falla til eftirlifandi maka eða barna innan 20 ára. Sama rétt skulu barnabörn eiga, enda hafi pau verið á framfæri sjóðfélaga. Vextir reiknast ekki. í öðrum tilvikum rennur öll inneign til óskipts höfuðstóls. 10. gr. Sameining Námsjóðs lækna og Námssjóðs sjúkrahúslækna Með sampykkt pessarar reglugerðar skulu sameinaðir: Námssjóður lækna, sem stofnaður var samkvæmt ákvæðum 16. gr. samnings Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur frá 18. apríl 1962 og Námssjóður sjúkrahúslækna, sem stofnaður var »vegna peirra lækna, sem sögðu sig úr launakerfi opinberra starfsmanna í maí 1966«, eins og segir í reglugerð pess sjóðs. Um leið falla úr gildi >tsampykktir fyrir Námssjóð lækna«, sem staðfest var með undirskrift stjórna Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur 11. marz 1964 og »reglugerð fyrir námssjóð sjúkrahúslækna«, sem staðfest var af stjórn Læknafélags Reykjavíkur 20. nóvember 1968. 11. gr. Gildistaka reglugerðar Reglugerð pessi öðlast gildi, pegar hún hefur verið sampykkt af stjórnum Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags íslands. 12. gr. Breytingar á reglugerð pessari eru pví aðeins gildar, að pær hafi verið sampykktar af stjórnum L. R. og L. í. Bráðabirgðaákvæði Læknar sem verið hafa í Námssjóði lækna og/eða Námssjóði sjúkrahúslækna í prjú ár eða lengur og ekki notið styrks á sama tímabili, skulu ekki tvö fyrstu árin eftir sameiningu sjóðanna og gildistöku pessarar reglugerðar vera háðir ákvæðum 9. gr. um takmörkun á rétti sjóðfélaga til persónubundinna innistæðna, sem staðið hafa óhreyfðar í prjú ár eða lengur. Eftir tvö ár frá gildistöku pessarar reglugerðar fellur petta bráðabirgðaákvæði niður. Fyrsta stjórn sjóðsins skal gegna störfum til 31.12.1977.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.