Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1980, Page 27

Læknablaðið - 15.08.1980, Page 27
LÆKNABLADID honum fram til 67 ára aldurs, ef um algera örorku er aö ræöa, en ella því broti pessara stiga, er svarar til örorkustigsins. Ekki skal þó slík viðbót hvert einstakt ár vera meiri en svo, aö öryrkinn fái í hæsta lagi eitt stig fyrir árið. 13. gr. Makalífeyrir Nú andast sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins undanfarandi þrjú ár og samanlagt öðlazt a.m.k. eitt stig skv. 10. gr. eða hefur á þeim tíma notið elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum, og á þá eftirlifandi maki rétt á lífeyri úr sjóðnum. Upþhæð makalífeyris er hundraðshluti af grundvallarlaunum, eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. 2. málsgr. 10. gr., og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stigafjölda, sem sjóðfélaganum er reiknaður, margfölduðum með 0.8. Hafi sjóðfélagi verið orðinn fullra 67 ára, er hann lézt, skal miðað við áunninn stigafjölda skv. 10. gr., þó með viðbót skv. síðustu málsgr. 12. gr- Nú hefur sjóðfélagi gengið í hjónaband, eftir að hann var orðinn 60 ára eða á þeim tíma, er hann naut lífeyris úr sjóðnum, eða hann var lagstur banaleguna, og úrskurðar þá stjórn sjóðsins, hvort eftirlifandi maki hans skuli njóta lífeyris úr sjóðnum eða eigi. Réttur til lífeyris skv. þessari grein fellur niður, ef hinn eftirlifaridi maki gengur í hjónaband að nýju, en kemur aftur í gildi, sé hinu síðara hjónabandi slitið, enda veiti hið síðara hjónaband eigi rétt til hærri lífeyris úr sjóðnum. Veiti hið síðara hjónaband rétt til lægri lífeyris úr sjóðnum, skal einungis greiða mismuninn. 14. gr. Barnalífeyrir Nú andast sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins undanfarandi þrjú ár og samanlagt öðlazt a.m.k. eitt stig skv. 10. gr. eða hefur á þeim tíma notið elli- og örorkulífeyris úr sjóðnum, og eiga þá börn hans og kjörbörn, er hann lætur eftir sig og yngri eru en 18 ára, rétt á lífeyri úr sjóðnum til 18 ára aldurs. Uþþhæð barnalífeyris hvers barns er hundraðshluti af grundvallarlaunum, eins og þau eru á hverjum tíma, og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stigafjölda, sem sjóðfélaga er reiknaður skv. 13. gr. margfölduðum með 0.1. Eigi barnið hvorki foreldri né kjörforeldri á lífi, skal þó margfalda stigafjöldann með 0.2. Sama rétt öðlast börn og kjörbörn þeirra sjóðfélaga, er njóta elli- og örorkulífeyris úr sjóðnum, þó svo að barnalífeyrir úr sjóðnum til barna eða kjörbarna örorkulífeyrisþega skuli vera jafnmargir hundraðshlutar af fullum barnalífeyri skv. 2. málsgr. þessarar greinar og örorkustig sjóðfélagans segir til um. Miða skal lífeyri skv. þessari málsgrein við sama stigafjölda og elli- eða örorkulífeyririnn miðast við. Fósturbörn, er sjóðfélagi hefur framfært að mestu eða öllu leyti, njóta sama réttar og börnum og kjörbörnum er veittur hér að framan. 15. gr. Endurgreiðsla iðgjalda Nú andast sjóðfélagi og lætur eftir sig maka, án þess að lífeyrisréttur stofnist skv. 13. gr., og á þá hinn eftirlifandi maki rétt á að fá endurgreidd með vöxtum iðgjöld þau, sem greidd hafa verið vegna sjóðfélagans. Sama rétt eiga börn innan 18 ára aldurs, ef lífeyrisréttur stofnast ekki skv. 14. gr. og sjóðfélagi lætur ekki eftir sig maka. Vextir skv. þessari málsgr. skulu vera jafnháir vöxtum af innstæðu á 6 mánaða sþarisjóðsbók hjá Landsbanka íslands. Hverfi bankinn frá slíkum innlánsskilmálum, ákveður, stjórn sjóðsins vextina með hliðsjón af sþarisjóðsvöxtum að öðru leyti. Nú verður sjóðfélagi öryrki eða nær 67 ára aldri án þess að eiga rétt á lífeyri úr sjóðnum, og er þá stjórn sjóðsins heimilt að endurgreiða með vöxtum iðgjöld þau, sem greidd hafa verið hans vegna. Ennfremur er stjórn sjóðsins í öðrum tilvikum heimilt að endurgreiða sjóðfélaga iðgjöld, ef sérstaklega stendur á og áunnin réttindi ná ekki einu stigi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.