Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Qupperneq 2
„Ég hvet Vilhjálm til þess að endur-
skoða afstöðu sína, því ef eitthvað er
þá er þessi breyting til hagsbóta fyr-
ir heimilin í landinu,“ segir Ingibjörg
Þórðardóttir, formaður Félags fast-
eignasala, um gagnrýni Vilhjálms
Egilssonar, framkvæmdastjóra Sam-
taka atvinnulífsins, á félagsmála-
ráðherra. En fyrir skemmstu ákvað
hann að hækka á ný lánshlutfall og
hámarkslán Íbúðalánasjóðs.
Vilhjálmur hefur gagnrýnt ráð-
herra harðlega í fréttabréfi Samtaka
atvinnulífsins og segir hann hafa leik-
ið mikinn afleik með því að hækka
hámarkslánshlutfall í níutíu prósent
og hámarkslánin úr sautján millj-
ónum króna í átján milljónir. Hann
segir þetta virka sem verðbólgufóð-
ur, koma af stað þenslu á húsnæðis-
markaðnum á höfuðborgarsvæðinu
og vega að efnahagslegum stöðug-
leika á Íslandi. „Það eru svo fáar eign-
ir sem hægt er að fá níutíu prósenta
lán frá Íbúðalánsjóði á, því lánin geta
aldrei numið hærri fjárhæð en sem
nemur brunabótamati og lóðamati
eignarinnar. Því eru mjög fáar íbúð-
ir á höfuðborgarsvæðinu sem hægt
er að fá svo hátt lán út á,“ segir Ingi-
björg. Um mitt síðasta ár breyttist
hámarkslánshlutfall Íbúðalánasjóðs
úr níutíu prósentum í áttatíu prósent
og hámarkslánsfjárhæðin var lækk-
uð úr átján í sautján milljónir króna.
Á síðasta ári voru það ekki nema um
fjörutíu eignir sem hámarkslán feng-
ust á, „ segir Ingibjörg og bætir við að
sá fjöldi sé svo lítill að það sé engin
leið að hann geti haft svona mikil og
slæm áhrif eins og Vilhjálmur og fleiri
gagnrýnendur hafa haldið fram. Hún
veltir því líka fyrir sér hvort gagnrýn-
endurnir hafi ekki bara þá stefnu að
Íbúðalánasjóður eigi að hverfa af
íbúðalánamarkaði.
Ingibjörg segir það til hagsbóta
að einhverjir geti fengið milljón til
viðbótar á hagstæðari kjörum því
það geri ekkert annað en að lækka
greiðslubyrði einhverra heimila.
„Það sjá það allir að þetta hefur ekki
áhrif á heildarviðskipti á fasteigna-
markaðnum,“ segir Ingibjörg. Hún
segir að fólk verði sér alltaf úti um
þá viðbótarfjárhæð sem vantar upp
á kaupin en eftir breytinguna fái þeir
betri kjör á síðustu milljónina, því á
svokölluðum hattalánum Sparisjóð-
anna sem margir nota til að brúa bil-
ið eru vextirnir einu prósenti hærri.
„Helst hefði ég viljað sjá að tekið
væri myndarlegar á því að aðstoða
þá, sem þurfa á láni frá Íbúðalána-
sjóði að halda, í stað þess að þrengja
sífellt að starfsemi sjóðsins,“ seg-
ir Ingibjörg. Því í rauninni er breyt-
ingin nú bara leiðrétting frá því er
lánshlutfallinu var breytt tímabund-
ið á síðasta ári. „Þeir sem eru að
kaupa sér íbúð og ná því að fá níu-
tíu prósenta lán frá sjóðnum eru að
kaupa íbúðir sem kostar um tuttugu
milljónir og það rétt nær til kaupa á
þriggja herbergja íbúð og því gefur
augaleið að lánin eru ekki notuð til
að kaupa dýrar eignir.“ En til að auð-
velda húsnæðiskaup fólks fyrir al-
vöru teldur Ingibjörg að hækka hefði
þurft hámarkslánin mun meira en
upp í átján milljónir.
fimmtudagur 8. mars 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Flogaveikur maður um tvítugt
var dæmdur til mánaðar fangelsis-
vistar fyrir að nefbrjóta tvo menn,
þar af einn heyrnarlausan. Árásirn-
ar áttu sér stað í skíðaskálanum í
Hveradölum í apríl á síðasta ári. Þar
var verið að halda árshátíð þriggja
fyrirtækja en pilturinn flogaveiki var
þar í boði vinar.
Hann mætti þangað ofurölvi
að eigin sögn. Hann segist ekkert
muna því hann hafi verið á sterk-
um flogaveikislyfjum sem ekki má
drekka ofan í. Samkvæmt dómsorði
á hann að hafa komið að matarborði
á neðri hæð skíðaskálans en þar sat
fyrra fórnalamb hans. Hann spurði
fólkið sem sat við borðið hvort hann
væri fullur en það sagði hann líta
bara ágætlega út. Þá fór hann að
pota í ennið á manni, sem stóð upp
því honum líkaði ekki áreitið. Þá
skallaði hann manninn fyrirvara-
laust í andlitið. Svo tók hann á rás
hrópandi nafnið Snorri.
Þegar hann hljóp upp stiga mætti
hann heyrnarlausa fórnarlambinu
sem var á leið niður í rólegheitum
þegar sá flogaveiki sló hann bylm-
ingshögg í nefið. Við það brotnaði
nef hans. Pilturinn æddi áfram þar
til dyraverðir komu að og hömdu
hann. Lögregla var kölluð á staðinn
og handtók hún þann flogaveika.
Fórnalömb hans leituðu sér hjálpar
á spítala.
Sjálfur segir sá flogaveiki að
hann drekki yfirleitt ekki því hann
eigi það til að fá flogaveikiskast dag-
inn eftir. Þennan dag hafi hann þó
drukkið ótæpilega með þeim afleið-
ingum að óminnishegrinn lagðist
á hann. Héraðsdómur Suðurlands
taldi árásirnar heldur ófyrirleitnar
og dæmdi hann því í hálfs árs fang-
elsi en fimm mánuðir eru skilorðs-
bundnir til þriggja ára. Að auki þarf
hann að greiða fórnalömbunum ríf-
lega hálfa milljón í skaðabætur.
valur@dv.is
Unglingamót
flutt vestur
Eins sagt var frá í DV í gær
þá hefur snjóleysi verið að hrjá
skíðafólk á höfuðborgarsvæðinu
þótt einstakar brekkur hafi verið
opnar nýverið.
Forsvarsmenn skíðasvæðanna
eru bjartsýnir og segja á heima-
síðu svæðanna „það bætir stöðugt
á snjóinn þótt honum kyngi svo
sem ekkert niður en góðir hlutir
gerast hægt eins og sagt er“. Nú er
svo komið að unglingameistara-
mót Íslands sem fara átti fram á
skíðasvæðum höfuðborgarinn-
ar verður haldið á Ísafirði dag-
ana 22.-25. mars því ekki treysta
menn á að kafsnjói til lengri tíma
sunnanmegin.
Tugir umferðar-
óhappa í blíðviðri
Þrátt fyrir að vel hafi viðr-
að á höfuðborgarsvæðinu í
gær voru þrjátíu umferðar-
óhöpp tilkynnt til lögregl-
unnar.
Í þremur tilfellum var fólk
flutt á slysadeild en meiðsli
allra voru talin minniháttar.
Má leiða að því líkum að fólk
hafi verið værukært í blíð-
unni án þess þó að vera með
glannaskap. Auk þess voru
þrír ökumenn teknir fyrir
ölvunarakstur á höfuðborgar-
svæðinu síðasta sólarhring og
í ofanálag stöðvaði lögreglan
fjóra ökumenn í gær sem allir
voru þegar sviptir ökuleyfi en
tveir þeirra mega líka búast
við sekt fyrir hraðakstur.
Skólafólk
í Bláfjöllum
Aðsókn að skíðasvæði Blá-
fjalla hefur verið að glæðast
enda hefur fjöldi skíðadaga
snaraukist síðustu daga en
lokað hefur verið meira og
minna í allan vetur.
Bláfjöll hafa verið opin
frá því á laugardag ef mánu-
dagurinn er talinn frá, þegar
loka þurfti vegna hvassviðris.
Opnað hefur verið klukkan
tvö á daginn og ekki lokað
fyrr en klukkan níu. Grunn-
skólanemar á höfuðborg-
arsvæðinu og Laugalandi í
Holtum nýttu sér gott skíða-
færi í gær en fyrir almenning
voru fjórar lyftur opnar en að
auki voru þrjár lyftur opnar
fyrir æfingar í Suðurgili.
Íslensk ferða-
þjónusta góð
Samkeppnisstaða íslenskr-
ar ferðaþjónustu er í fjórða sæti
af 124 lönd-
um samkvæmt
könnun Alþjóð-
legu efnahags-
stofnunarinnar.
Sturla Böðvars-
son segir þetta
sýna sterka
stöðu atvinnu-
greinarinnar.
Samkeppn-
isvísitalan er
mæld út frá allmörgum stoðum,
svo sem stefnumótandi reglum,
umhverfisreglugerðum, öryggi,
hreinlæti, skipulagi samgangna
og ferðamennsku, verðsam-
keppni og náttúrulegum og
menningarlegum verðmætum.
Maður dæmdur fyrir alvarlegar líkamsárásir:
Flogaveikur árshátíðardólgur nefbrýtur heyrnarlausan mann
Flogaveikur handtekinn Pilturinn sem nefbraut heyrnarlausan mann og annan var
handtekinn eftir ódæðið. myndin tengist málinu ekki.
Hámarkslán fékkst á
fjörUtÍU eignir Í fyrra
Hjördís rut sigurjónsdóttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
„Það eru svo fáar eignir
sem hægt er að fá níutíu
prósent lán frá Íbúða-
lánsjóði á, því lánin
geta aldrei numið hærri
fjárhæð en sem nem-
ur brunabótamati og
lóðamati eignarinnar.“
Formaður Félags fasteignasala segir gagnrýni á hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóð
koma frá þeim sem vilja sjóðinn af íbúðalánamarkaði. Langt sé frá því að hækkun há-
markslána í átján milljónir og hámarkslánshlutfalls í níutíu prósent skapi þenslu á fast-
eignamarkaðnum enda svo fáar eignir sem uppfylla skilyrði til hámarksláns.
Hafnarfjörður Hækkun á lánshlutfalli
Íbúðalánasjóðs var aðeins leiðrétting á
þensluaðgerðum síðasta sumar.
ingibjörg Þórðardóttir formaður
Félags fasteignasala ingibjörg hefði
viljað sjá Íbúðalánasjóð hækka
lánshlutfallið í mun meira en átján
milljónir svo það væri að nýtast fleirum
en fámennum hóp.