Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Blaðsíða 32
Sprengihætta myndaðist á Suðurlandsvegi þegar tengivagn flutningabíls valt rétt fyrir ofan Lögbergsbrekku um fjögurleyt- ið í nótt. Ökumaður flutningabíls slapp án meiðsla en tengivagn bílsins lokaði veginum að mestu og tókst ekki að fjarlægja hann fyrr en um stundarfjórðungi í klukkan átta í morgun. Þá hafði vegurinn verið nær lokaður en reynt var að hleypa bílum framhjá eftir því sem færi gafst. Sprengihætta myndaðist þeg- ar gas tók að leka úr gastönkum sem bíllinn flutti. Þegar bíllinn fór á hliðina opnaðist fyrir tank- ana og þó þeir væru næstum tóm- ir lak nokkurt gas út. Lögregla og slökkvilið höfðu því nokkurn viðbúnað vegna hættunnar sem myndaðist. „Það er alltaf nokkur sprengi- hætta þegar gas lekur út en það er búið að koma fyrir það með því að skrúfa fyrir gasið,“ sagði Sigurður Guðmundsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins, á áttunda tímanum í morg- un. Slökkviliðsmenn voru þó enn á vettvangi og stóðu öryggisvakt ef þeirra gerðist aftur þörf. Svo reynd- ist þó ekki. Bílveltan hafði talsverð áhrif á umferð um Suðurlandsveg- inn í nótt og í morgun. Lögreglu- menn stefndu að því að fjarlægja bílinn áður en fólk færi að keyra til vinnu í morgunsárið en það tókst ekki. Reynt var að hleypa bílum framhjá tengivagninum og kom- ust vegfarendur því leiðar sinn- ar þó eitthvað tefðust þeir vegna óhappsins. Fljúgandi hálka var á Suður- landsveginum rétt fyrir ofan Lög- bergsbrekku þar sem tengivagninn valt. Talið er að orsök óhappsins megi rekja til þess. brynjolfur@dv.is fimmtudagur 8. mars 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónir fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is HerefordBorðapantanir í síma 511 3350 2 fyri r 1 á drykk jum hússi ns 17 -19 Íslenska nautakjötið klikkar ekki. Notum eingöngu sérvalið íslenskt nautakjöt á Hereford steikhúsi Sjötugur steluþjófur! Þessi gamalmenni... „Það er ekki enn ákveðið hvort Aron Pálmi mun bera vitni,“ segir Einar S. Einarsson, sem er forsvarsmaður RJF- hópsins sem berst fyrir að fá Aron Pálma Ágústsson heim úr fangelsi í Texas en upp hefur komið hneyksli sem skekur unglingafangelsi í Texas. Samkvæmt fréttum ytra er talið að um tæplega sjö þúsund unglingar, sem hafa verið í unglingafangelsum í Tex- as, hafi þurft að þola ofbeldi og nauð- ganir. Þar á meðal er Aron Pálmi en samkvæmt Einari hefur Aron orðið fyrir kynferðisofbeldi í þeim fangels- um sem hann hefur dvalið í. „Það er hugsanlegt að yfirvöld láti það bitna harkalega á honum ef hann ber vitni,“ segir Einar og er þá að tala um að þau svipti hann skilorði sem hann mun vera á næstu fjögur árin. Aron Pálmi þarf að lúta fjörutíu afar ströngum reglum á meðan hann sit- ur dóminn af sér. Að sögn Einars er mögulegt, að ef yfirvöld fari í saumana á þeim, þá geti komið í ljós að hann hafi ekki uppfyllt eitthvert þeirra. Ástæðan er ekki sú að hann sé að brjóta af sér heldur sú, að það er nær ómögulegt að standa við þær allar svo ekkert beri út af. Verði hann uppvís að broti þýðir það að hann fari í fangelsi ásamt full- orðnum næstu fjögur árin. Það mun vera martröð að sögn Einars. Stutt er eftir af vistun Arons Pálma en ef allt gengur eftir þá verður hann kominn hingað til lands í ágúst. Þannig að það er ljóst að mikið er í húfi. „Ég hef hvatt hann til þess að bera vitni,“ segir Einar en hann líkir málinu við bandarískt Breiðuvíkurmál. Það versta sé þó að ofbeldið viðgangist enn þann dag í dag. Hann segir Aron Pálma búinn að standa sig ótrúlega vel og það sé hel- víti á hann lagt. „Þetta er hluti af hans hetjulegu baráttu og þeim mun meiri sem mót- byrinn verður, þeim mun hetjulegri verður baráttan,“ segir Einar, sem er í stöðugu sambandi við Aron úti í Bandaríkjunum. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til þess að senda erindreka út til hans til þess að gæta hagsmuna hans. Mikið sé í húfi og mikilvægt að hans verði gætt vel í þessu vandasama máli sem ætlar að skekja Bandaríkin öll. BreiðuvíkurSkandall Skekur Bandaríkin aron Pálmi Ágústsson þarf hugsanlega að bera vitni vegna fangelsishneykslis: Suðurlandsvegur lokaðist síðla nætur þegar tengivagn valt: Sprengihætta á Suðurlandsvegi dæmdur fyrir hraðakstur Maður var dæmdur fyrir að aka of hratt tvisvar sinnum. Í annað skiptið ók hann á 121 kílómetra hraða og hitt skiptið á 114 kílómetar hraða. Maður- inn vildi meina að radar sem lögregl- an notast við að mæla hraða bíla væri ekki að mæla hraða hans rétt. Hann fullyrti að mælirinn sinn hafði ekki sýnt meira en nítíu kíló- metra hraða á klukkustund. Aftur á móti treysti Héraðsdómur Suðurlands betur á mæla lögreglunnar heldur en framburð hans og dæmdi hann til þess að greiða 30 þúsund krónur í ríkiskassann. Auk þess er hann sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði. Stal lax og karamellum Maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela lax og karamellum auk þess að vera með fíkniefni á sér, aka undir áhrifum lyfja og fjölda annarra brota. Maðurinn braust inn í JL- húsið í maí á síðasta ári en það mál var tekið saman við lyfjaakst- urinn og fíkniefnabrotin, þar að auki sprautaði maðurinn sig með lyfinu Mogadon sem er rítalín- tengt. Hann hefur margoft komist í kast við lögregluna og því var hann dæmdur til fjögurra mán- aða fangelsisvistar af Hérðaðs- dómi Reykjavíkur. aron Pálmi Ágústsson Á góðri stundu með fjölskyldu og vinum en hann mun hugsanlega bera vitni vegna kynferðisofbeldis sem skekur bandarísk unglingafangelsi. eyjamenn hafna auðlindaákvæði „Þetta óneitanlega vekur manni ugg,“ segir Elliði Vignisson, bæjar- stjóri Vestmannaeyja, um umræð- una um að auðlindir sjávar verði skilgreindar í stjórnarskrá sem sam- eign þjóðarinnar. Bæjarstjórn Vest- mannaeyja hefur lýst andstöðu sinni við slíka stjórnarskrárbreytingu og telur það geta grafið undan sjávar- útveginum, meginstoð atvinnulífs í Vestmannaeyjum. „Þetta væri ógn við Eyjar og aðra þá sem lifa af auðlindinni,“ segir Elliði. „Hér í Vestmannaeyjum tóku útgerðarmenn okkar strax þátt í þró- uninni og tóku sér forystuhlutverk í henni,“ segir hann og vísar til kvóta- kaupa Eyjamanna. Fleiri hermenn sendir til íraks Rúmlega tvö þúsund bandarísk- ir herlögreglumenn verða sendir til Íraks til að reyna að auka öryggi í höfuðborginni. Þeir bætast við þá 24 þúsund hermenn sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði þeg- ar samþykkt að senda til Írak til að fjölga í bandaríska herliðinu þar. Robert Gates varnarmálaráð- herra tilkynnti um nýjustu fjölgun- ina þegar hann svaraði spurningum bandarískra öldungadeildarmanna í nótt að íslenskum tíma. Þetta sagðist hann gera að beiðni David Petraeus hershöfðingja, yfirmanns Banda- ríkjahers í Írak. Sjötugur staðinn að hnupli Sjötugur maður var staðinn að hnupli í matvöruverslun. Ekki er vitað hvort lágur ellilífeyrir hafi knúið hann til þessa. Annars voru allnokkrir þjófar á kreiki á höfuð- borgarsvæðinu á þriðjudaginn. Tölvuskjá var stolið úr húsi í Hafnar- firði og sams konar hlutur hvarf úr grunnskóla í sama bæjarfélagi. Kerra var tekin frá bensínstöð í Grafar- vogi, dekkjum var stolið úr geymslu í austurborginni og í miðborginni var brotist inn í bíl og úr honum teknar tvær ferðatöskur. Málin eru í rann- sókn hjá lögreglunni. DV1304080307 Á vettvangi í morgun Lögregla, slökkvilið og menn á krönum unnu við að reisa tengivagninn og tryggja öryggi þar sem tengivagninn valt. valur grettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.