Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Blaðsíða 22
„Ég elska íslenska sumarið,“ segir
Sheba Wanjiku, framkvæmdastjóri
Segafreda við Lækjartorg. Sheba,
sem er fædd og uppalin í Kenía, seg-
ir loftslagið þar og hér á landi eiga
það sameiginlegt að vera laust við
raka sem geri kulda og myrkur erf-
iðari en ella. „En auðvitað verður
aldrei eins heitt hér og í Kenía,“ seg-
ir hún hlæjandi.
„Annars var var þessi fallegi dag-
ur aðeins forsmekkurinn að því sem
koma skal. Á sumrin myndast oft röð
af fólki sem býður eftir því að fá að
setjast út í sólina með kaffibollann.
Stundum er röðin svo löng að hún
hlykkjast um allt torgið. Sólin gerir
það að verkum að það er meira að
gera hérna á kaffihúsinu og Íslend-
ingar brosa breiðar þegar þeir loks-
ins gefa sér tíma til þess að setjast
niður í rólegheitum úti í sólinni.“
Sheba viðurkennir að íslenska
sumarbirtan rugli hana svolítið í
ríminu.
„Á sumrin finnst mér ég þurfa
að fást við eitthvað langt fram eftir
nóttu þótt ég hafi ekki hugmynd um
hvað það ætti að vera. Ég fer seint
að sofa og vakna snemma og það
er eitthvað eirðarleysi í mér. Birtan
hefur ekki áhrif á dóttur mína en ég
finn mikið fyrir henni. Ég bý í íbúð
sem er á efstu hæð og birtan sem
berst inn er mjög sterk og krefjandi.
Þegar veturinn tekur völdin bæti ég
mér svefnleysið upp með því að sofa
upp í tólf tíma á dag.“
Sheba segist ekki hlakka jafn-
mikið til sumarsins nú og oft áður,
því undanfarið hafi sumrin ekki ver-
ið mjög góð.
„En ég er svo heppin að geta
ráðið því sjálf hvort ég tek mér frí
frá vinnu á veturna eða sumrin og
því þarf ég ekki að treysta á íslenskt
sumarveður.“ thorunn@dv.is
fimmtudagur 8. mars 200722 Lífsstíll DV
LífsstíLL
Njótum lífsiNs
Notaðu hverja stund sem þú hefur aflögu til að njóta birtunnar og
sólarinnar. farðu snemma á fætur og njóttu morgunsólarinnar. Á
morgnana stafar húðinni minnst hætta af útfjólubláum geislum. Komdu
þér upp vissum venjum, til dæmis íhugun eða hreyfingu utandyra í að
minnsta kosti 20 mínútur á hverjum morgni. snúðu andlitinu að sólu og
ímyndaðu þér að þú andir að þér sólarljósinu í hvert sinn sem þú dregur
að þér andann og hvernig líkaminn dragi til sín ljósið.
Sheba frá Kenía hefur búið á Íslandi í fimm ár:
sumarbirtaN sterk og krefjaNdi
Sheba er fædd og uppalin í Kenía
„Íslendingar brosa breiðar í sólinni.“
„Við breytumst í félagsverur um leið
og sólin fer að skína. Við gerum meira
af því að hitta fólk og það hefur mikil
bætandi áhrif á sálarlífið,“ segir Guð-
rún Árnadóttir sálfræðingur. „Um leið
og birtir úti birtir í sálinni. Ef veðrið er
vont er okkur eðlislægt að leita í skjól.
Skammdegisþunglyndi eykst eftir
því sem norðar dregur en samt sýna
íslenskar rannsóknir að það er ekki
eins algengt hér og í öðrum löndum
á sömu breiddargráðu. Kannski er
ein skýringin sú að við höfum góðan
aðgang að rafmagnsljósinu og þurf-
um ekki að spara eins mikið við okkur
og margar aðrar þjóðir. Annars bend-
ir margt til þess að þetta sé arfgengur
sjúkdómur og sennilegt að boðefn-
ið serótín eigi hlut að máli. Auðvitað
þurfum við á meira sólarljósi að halda
og það kemur í ljós að ljósameðferð er
virk og ber árangur ef hún er stunduð
reglulega í dimmasta skammdeginu.“
Guðrún útskýrir að það sé ótal
margt sem geti haft áhrif á sálarlíf
okkar, sumar sem vetur.
„Við skríðum inn í híðið okkar í
myrkrinu og við það bætist að það er
oft kalt úti. Það er ljóst að dagsljósið
hefur áhrif á líðanina og það styrkir
bæði líkamlegt og andlegt kerfi líkam-
ans. Annars er mjög misjafnt hversu
mikil áhrif myrkur og skammdegi
hafa á okkur. Ef við erum undir miklu
álagi eða göngum í gegnum erfiða
tíma þá verða áhrifin meiri en ef við
erum að sinna skemmtilegum verk-
efnum um miðjan vetur.“
Guðrún segir að hægt sé að grípa
til ýmissa ráða til þess að létta lundina
yfir veturinn.
„Ef við upplifum skammdegið sem
ógn þá er það ógn. En okkur þarf ekki
að líða illa. Sumir bregða á það ráð að
nota lampa sem líkir eftir dagsljósi,
byrja gjarnan daginn á því að setjast
við þannig lampa við morgunverðar-
borðið til þess að fá birtu í sálina. Það
er líka mikilvægt að reyna að gæta
þess að láta ekki myrkur og kulda ráða
ferðinni og koma í veg fyrir hreyfingu.
Þegar við hreyfum okkur endurnýjast
frumur í ákveðnum hluta heilans sem
auka vellíðan. Þannig er lífið, keðju-
verkun sem við stjórnum ekki að fullu
leyti sjálf.“ thorunn@dv.is
Dagsljósið hefur jákvæð áhrif
Guðrún Árnadóttir sálfræðingur
„auðvitað þurfum við á meira sólarljósi
að halda.“
Í þungum
þönkum
Hugsanirnar
verða léttari
þegar sólin skín.
allra meiNa bót
margir sem hreyfa sig að staðaldri
mega einhverra hluta vegna ekki
hlaupa eða nenna því hreinlega ekki.
sund er því tilvalin íþrótt, bæði til
þess að koma sér í form og ekki síður
skemmtileg tómstundaiðja. sundið er
að mörgu leyti ákjósanlegri þjálfun-
araðferð en hlaup. Vatnið gerir mann
léttari og álag á liði og vöðva verður
því minna en á þurru landi. sund er til-
valin þjálfurnaðferð. Það styrkir hjarta
og æðakerfi, lungun og vöðvakerfi
líkamans.
Íþrótta og tómstundaráð reykjavík-
ur rekur sjö almenningssundlaugar í
reykjavík. Þær eru sundhöllin, grafar-
vogslaug, Klébergslaug, Vesturbæjar-
laug, Breiðholtslaug, Laugardalslaug
og Árbæjarlaug. Yfir vetrartímann eru
laugarnar opnar virka daga frá klukkan
6:30 til 22:30 og um helgar frá klukkan
8:00 til 20:30. grunnþjónusta lauganna
er sundlaug sem hentar jafnt almenn-
ingi til líkamsræktar, leikja og slökunar
og til kennslu. Heitir pottar, eimbað
og/eða gufubað er við allar laugarnar.
Einnig eru sérstök leiksvæði fyrir börn
í sumum lauganna með rennibraut-
um og vaðlaugum. Þá eru ákjósanleg
hlaupasvæði fyrir þá sem það kjósa, í
nágrenni flestra lauganna.
kraftgaNga
Kraftganga er mjög árangursrík að-
ferð til þess að komast í form. Þessi
þjálfunaraðferð býður upp á mikla
fitubrennslu og hentar því sérstaklega
vel þeim sem hafa það að markmiði að
létta sig. Kraftganga er þjálfunarform
sem allir geta stundað. ganga bætir
þol, styrkir vöðva, brennir fitu og eykur
orku, auk þess sem æfingaðstaða utan-
dyra kostar ekki neitt. skór skipta miklu
máli til að draga úr álagi á liði. tónlist
er gott hjálpartæki og öll tónlist virkar.
reglubundin hreyfing er fjárfesting til
heilsu. sýnt hefur verið fram á að það
er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig.
stuttur þráður
skammdegið fer misvel í okkur. margir
kunna vel við sig í rökkrinu, kveikja
á kertaljósum og hafa það notalegt,
meðan aðrir sakna birtunna og eiga
erfitt með að aðlagast lækkandi sól. Öll
finnum við fyrir breytingum á andlegri
líðan af einum eða öðrum toga eftir
árstíðum. Þær geta verið kraftleysi,
mislyndi, svefntruflanir, aukin matar-
lyst og minnkuð löngun til samskipta
við annað fólk. svo langt gengur hjá
sumum að þeir hafa allt á hornum sér,
geðillskan hefst um leið og augun eru
opnuð og það hefur áhrif á líðanina
það sem eftir lifir dags. Árstíðabundnar
sveiflur sem þessar ættu senn að fara
að dvína þar sem daginn lengir ört.
dagsbirtu nýtur í tæpar ellefu klukku-
stundir í dag. sólarupprás var klukkan
8:12 í reykjavík í morgun og sólsetur
er klukkan 19:06. að viku liðinni hafa
bæst við 45 mínútur og enn aðrar
fjörutíu og fimm mínútur 22. mars.