Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Page 6
fimmtudagur 8. mars 20076 Fréttir DV Verðum að finna fólkið Sveinn Magnús- son, framkvæmda- stjóri Geðhjálp- ar, hefur gagnrýnt stjórnvöld og heil- brigðiskerfi fyr- ir þá aðstoð sem fyrrum vistmönn- um á Breiðuvík og úr Byrginu hef- ur verið boðin. Hann segir vilja ráðamanna vera innistæðulausan og fullyrðir að fórnar- lömbunum hafi verið úthýst af Landspítalan- um. Stjórn Geðhjálpar hefur lýst því yfir að heil- brigðis- og félagsmálayf- irvöld skorti samhæfingu til þess að veita þá þjón- ustu sem fólkið þarf á að halda. Til þess að svara þess- ari gagnrýni sendi geðsvið Landsspítalans frá sér yfir- lýsingu til þess að árétta að tekið hafi verið á móti öll- um sem leitað hafi aðstoð- ar. Sveinn segir að ganga verði mun lengra með því að fara á vettvang. Í skjóli persónuverndar Sveinn segir að yfirvöld forðist það í lengstu lög að taka ábyrgð á þessum mál- um og meðal annars skýli stofn- anirnar sér á bak við lög um per- sónuvernd. „Ég segi að við verðum að hafa upp á þessum einstakling- um. Þá er ég bara spurður hvort að ég ætli mér að brjóta persónuréttindi þessa fólks,“ segir Sveinn. Hann segir að um sé að ræða fólk sem sé veikt og geti ekki endilega sinnt sínum brýnustu þörfum. „Það er vitað í öllum tilfellum hvaða einstaklingar þetta eru. Ef við eigum að horfa fram hjá þeim þá væri það eins og að ganga aðgerðar- laus fram hjá með- vitundarlausum manni. Ég er ansi hrædd- ur um að flestir myndu hjálpa þeim manni, burtséð frá lögum um persónuvernd,“ segir Sveinn. Beita ósannindum Sveinn telur að í þessum viðbrögðum ráðu- neyta og stofnana felist að menn séu að skjóta sér undan ábyrgð. „Hvað ætli valdi þessari tregðu? Félagsmálaráðuneytið segist ekki bera neina ábyrgð á þessu. Bíddu, þetta fólk er heimilislaust. Þetta heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Land- læknir segir að ekkert hafi verið kvartað við sig. Það eru ósannindi. Við vitum að aðstandendur hafa leitað til þeirra. Við sem veitum þjónustuna þurfum að fara út á vettvanginn, en ekki að bíða eftir því að vettvangurinn komi til okkar.“ Hann segir að þetta fólk hafa einfaldlega ekki getu til þess að leita sér aðstoðar. „Okkur ber skylda til þess að sækja þá heim. Það er ekki þar með sagt að við ætlum að fara að brjóta á þeim.“ Fordómarnir „Ég hef oftar en einu sinni heyrt það sagt í ákveðnum tilfellum að málið leysist ekki fyrr en viðkomandi er dauður,“ segir Sveinn. Hann segir þetta viðhorf vera sprottið upp úr því úr- ræðaleysi sem fólk sé orðið vant. Oft á tíðum sé litið á þetta fólk sem ræfla og dópista. „Það eru mörg dæmi um einstaklinga sem eru lagðir inn á geðdeild Landspítalans. Þeir eru síðan útskrif- aðir jafnvel þó að það sé vitað að þetta fólk eigi í engin hús að venda. Þetta er náttúrulega hand- ónýtt.“ Sveinn fagnar því að komið hafi verið á þver- faglegu teymi til þess að sinna fórnarlömbum úr Byrginu og frá Breiðuvík. Hans gagnrýni beinist að framkvæmdinni. „Þetta er aðeins lítið brot af því sem þessir einstaklingar þurfa á að halda. Og annað. Það þýðir ekkert að auglýsa þessa þjón- ustu eins og hvern annan gosdrykk.“ Að loka Byrginu Sveinn telur að það hafi verið afleit mistök að loka Byrginu þegar í óefni var komið. „Þetta fólk fór beint aftur á götuna. Það þýðir ekkert að segja að þetta fólk séu ekki geðsjúklingar, aðeins fíkniefnaneytendur. Það breytir akkúrat engu.“ Þessu til stuðnings bendir Sveinn á að helming- ur fíkniefnaneytenda endi alvarlega geðveikir. Þarna skipti ekki máli hvort sé hæna og hvort sé egg. „Á Alþingi hafa menn reytt hár sitt í leit að sökudólgum. Þetta snýst ekki um það hjá okk- ur. Við horfum bara á staðreyndir sem eru öllum Geðhjálp hefur gagnrýnt aðferðir yfirvalda til þess að koma til móts við fórnarlömb frá Breiðu- vík og úr Byrginu. Sveinn Magnússon segir frá því hvernig stofnanir samfélagsins þora ekki að axla ábyrgð með þeim afleiðingum að fórnarlömbin eru engu bættari. „Það er bara álíka fáránlegt að láta trúfélögin sjá um þetta fólk eins og að láta þau sjá um krabba- meinssjúklinga og hjartveika.“ Sigtryggur Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is FrAMkvæMdAStjóri geðhjálpAr sveinn magnússon segir valdhafana beita öllum brögðum til þess að skjóta sér hjá ábyrgð á fórnarlömbum Breiðavíkur og Byrgisins. Hann segir að ráðuneytin bendi hvert á annað og frekar sé hugsað um hagfræði en hjálp við einstaklinginn. ása hjálmarsdóttir lýsir því þegar tíu ára sonur hennar var tekinn frá henni og vistaður á Breiðuvík fyrir búðahnupl. Hún segir þá vera glæpamenn sem taka barn af móður í 18 mánuði og skili því vannærðu og skemmdu á sálinni. Glæpamenn svari fyrir gjörðir sínar „Glæpamennirnir í þessu máli eru þeir sem taka saklaust barn frá móður sinni og skila ekki aftur fyrr en 18 mánuðum síðar, grindhoruðu og skemmdu á sálinni,“ segir Ása Hjálmarsdóttir, 82 ára, móðir drengs sem vistaður var á Breiðuvík árið 1968. Ása spyr hvers vegna menn þurfi ekki að svara fyrir gjörðir sínar í þessu máli. Hún ritar bréf sem sent var fjölmiðlum og birtist í Morgun- blaðinu í gær. dæmdur vestur Í bréfinu lýsir Ása því hvern- ig fulltrúi barnaverndaryfirvalda í Hafnarfirði stóð einn daginn inni á stofugólfi hjá henni og tilkynnti að ákveðið hefi verið að tíu ára gamall sonur hennar skyldi sendur vestur á Breiðuvík. Hann skyldi á upptöku- heimili fyrir erfiða drengi og ætti að dvelja þar í eitt ár. Séra Tómas Guðmundsson, fyrr- um stjórnarmaður Breiðuvíkur- heimilisins, lýsti því í DV um miðjan febrúar að vist drengjanna hafi ver- ið hugsuð sem refsivist fyrir afbrot. Dómsmálaráðuneytið hafi í raun kveðið upp dóminn yfir drengjun- um. refsingin framlengd Sonur Ásu var tekinn frá henni þrátt fyrir mótmæli hennar. All- ar mótbárur reyndust árangurs- lausar og drengurinn var rifinn úr faðmi hennar. Ástæðan var að sonur hennar hafði verið viðriðinn búða- hnupl. Ásu var sagt að sonurinn ætti að dvelja á Breiðuvík í eitt ár. Raun- in varð þó önnur því vistin var fram- lengd í tvö ár. „Á þessum tíma vissi ég ekki hví- líkt helvíti beið drengsins míns, en móðurhjartað skynjaði að honum leið illa,“ segir Ása í bréfinu. Ásu tókst að fá soninn aftur að átján mánuð- um liðnum, með aðstoð Árna Ein- arssonar kennara. ofbeldi og ritskoðun „Öll mannréttindi voru af hon- um tekin þennan tíma. Hann gékk um svangur, hann var beittur and- legu og kynferðislegu ofbeldi, skóla- ganga var til málamynda og það sem var kannski verst, hann hafði engan möguleika á að tala um líðan sína við fólkið sitt. Öll bréf voru ritskoðuð og ég fékk einungis 2 bréf frá honum, hann skrifaði miklu fleiri,“ segir Ása í bréfinu. Fjölskyldan fékk einu sinni að heimsækja drenginn á þessu eina og hálfa ári. Við það tækifæri fengu þau aldrei að vera í einrúmi. Þetta þykir Ásu í hæsta máta undarlegt. reiði og vanmáttur Sonur Ásu segist ekki hafa grun- að hversu þung og varanleg áhrif málið allt hafi haft á móður sína. Hún hafi borið málið innra með sér í nærri fjörtíu ár, og nú hafi fjöl- miðlaumfjöllunin komið minning- unum af stað. Hann segist alltaf hafa vitað að það hafi ekki verið hennar sök að hann var sendur vestur. Hann „Öll mannréttindi voru af honum tekin þennan tíma. Hann gékk um svangur, hann var beittur andlegu og kynferðislegu ofbeldi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.