Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Page 12
fimmtudagur 8. mars 200712 Umræða DV Íbúar í Reykjavík og nærliggjandi byggðum ættu ekki að þurfa að bíða lengur. Bæta verður úr samgöngum hér í marg- menninu. Gatnakerfi og vegir við byggðirnar bera alls ekki þá miklu umferð sem hér er. Sá mikli tími sem fer í að komast milli áfangastaða er óviðunandi og hlýtur að vera samfélaginu afar dýr. Þar fyrir utan eykst slysahættan og mengunin. Það er sjálfsögð krafa okkar íbúanna að helstu stofnbrautir verði settar í stokka og gatnamót stórbætt. Þegar íbúar í þétt- býlinu ná þeirri stöðu í landsstjórninni að gert verði átak í þessum málum mun margt breytast. Íbúðahverfi sem liggja næst umferðarþyngstu götunum munu stórbreytast. Hávaði og mengun munu minnka og slysahætta sömuleiðis. Hvers virði ætli það sé? Á móti kæmi frábært land til uppbygging- ar og hverfi eins og Hlíðahverfi fengi þá möguleika að verða vænsti kostur, laust við umferðarþunga með hávaða og meng- un sem sker hverfið í sundur. Verð- mæti byggingasvæða sem myndast við að setja umferðina í stokk hlýt- ur stóraukast og gefa stórkostlega möguleika til framkvæmda. Ekki er lengur hægt að bjóða fólki upp á að sitja fast í löngum bíla- lestum dag hvern. Það er ekki eðli- legt að í jafn lítilli borg og Reykja- vík taki allt upp í þrjátíu til fjörutíu mínútur að komast á milli hverfa. Verið er að huga að jarðgöngum og verulega bættum samgöngum víða um land til að spara tíma, þar sem langtum færri fara um og þar sem slysahætta er minni en í Reykjavík. Eflaust er þörfin á bætt- um samgöngum mikil víða hérlendis, en nú er bara komið að okkur í þéttbýlinu. Hljóðmengun af umferðinni er til dæmis mikil og miklu hefur verið tilkostað við að laga þau hús og íbúðir sem næst umferðarþunganum eru. Það hefur ekki dugað, ef til vill lag- að ástandið örlítið en ekki meira en það. Mengun er mikil og það þekkjum við frá síðustu dögum þar sem sumir íbúanna hafa hreinlega ekki komist út úr húsi. Meðan rætt er um að nagladekkin séu helsta orsök mengunarinnar kemur fram að mun færri slys verða af völdum bíla á nagladekkjum en þeirra sem ekki eru á nagladekkjum. Þar takast á tvö veigamikil at- riði, mengunin og slysahættan. Þessi er vandi okkar sem hér búum og þessi er um leið vandi þjóðarinnar. Það er komið að okkur. Bolvíkingar búa til dæmis við fáránlegar samgöngur þar sem stórslysahætta er á veginum undir Óshlíð. Allir lands- menn skilja áhyggjur þeirra og vilja að bætt verði úr. Það er annarsstaðar sem verið er að undirbúa og eða framkvæma vegbætur fyrir háar fjárhæðir sem við lítum öfundaraugum. Flestir eiga gott skilið. En neyðin er sennilega orðin hvað mest hér í þéttbýlinu. Árekstrar eru alltof margir og eignatjón mik- ið, hljóðmengunin er meiðandi, loftmengun yfirþyrmandi og tímatapið er hreint út sagt óþolandi. Það er komið að okkur. Sigurjón M. Egilsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Komið að okkur Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framKVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fréttaStjóri: Þröstur Emilsson ritStjórnarfulltrÚi: janus Sigurjónsson Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is Árekstrar eru marg- ir, eignatjón er mik- ið, hljóðmengun er meiðandi, loftmeng- un yfirþyrmandi og tímatapið er hreint út sagt afleitt og kemur ekki til greina lengur. Það er komið að okkur. Innan við þriðjungur landsmanna ber traust til Al- þingis. Mjög hallar á ógæfuhliðina frá könnun sem gerð var í fyrra og hefur hlutfall þeirra sem traust bera til þingsins aldrei verið lægra frá upphafi mælinga árið 1993. „Þessar niðurstöður eru mikið áhyggjuefni fyrir þing- ið,“ sagði Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis. Hún taldi einboðið að breyta þyrfti vinnubrögðum þings- ins og draga yrði úr málþófi. Þessi niðurstaða Sólveigar er órökstudd eða þarfnast að minnsta kosti nánari útskýringa. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, sagði um sama efni í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag, að almennt dvíni traust manna á Vesturlöndum til þings og dómstóla. Lífsstílsbreytingar og gagnrýnin hugs- un fái fólk oft til að efast um valdið. Stefanía er sennilega á réttu spori og skal nú gerð til- raun til að útfæra þanka hennar nánar. Íslenskir valdsmenn, einkum þeir íhaldssömu, hafa ekki enn áttað sig á þýðingu útrásarinnar, hnatt- væðingarinnar og gagngerra breytinga viðskipta- lífsins á lýðræði og stjórnmál. Hvaða þýðingu hefur það til dæmis að nú starfa um 200 þúsund manns hjá íslenskum fyrirtækjum í Bretlandi og á megin- landi Evrópu? Er hugsanlegt að hagstjórnin afbakist eitthvað við það að Bretar hafa á nokkrum mánuð- um lagt inn 200 til 300 milljarða króna (í sterlings- pundum) á reikninga hjá Landsbankanum til ávöxt- unar? Vita þeir hversu gríðarleg umsvif íslenskra flutningafyrirtækja er í Rotterdam? Hver verða áhrif þess ef 10% vinnumarkaðarins verður á skömmum tíma mannaður útlendingum? Svona mætti áfram telja. Kreppa lýðræðisins Fyrir hartnær tveimur áratugum flutti finnski fræði- maðurinn Georg Henrik von Wright fyrirlestur í heimalandi sínu sem hann nefndi Framfaragoðsögn- ina. Samnefnd bók eftir von Wright kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 2003, sama ár og hann lést. Wright kallar stórfyrirtæki og alþjóðlegt samspil þeirra „tækniveldið“ og segir sem svo: „Ríkisstjórnum og þjóðþingum er stillt upp gagnvart veruleika sem þau hafa átt lítinn eða engan þátt í því að skapa en neyðast þó til þess að aðlaga framtíðar- ákvarðanir sínar eftir afleiðingum hans og kröfum. Hið pólitíska kerfi er þannig milli steins og sleggju. Annars vegar er fólkið eða kjósendurnir sem það hef- ur þegið umboð sitt frá og hins vegar er þrýstingur ákveðinna afla sem ríkisstjórnir þjóðríkjanna hafa engin yfirráð yfir. Þetta skapar trúnaðarbrest milli fólksins og þjóðkjörinna fulltrúa þess. Eitt af sjúk- dómseinkennum þess er það sem í daglegu tali kall- ast leiði á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Al- varlegra er að kjósendur hætti að treysta því að hinar lýðræðislegu stjórnarstofnanir séu þeirra leið til að taka þátt í ákvörðun þess sem gera skal. Upp kemur ástand sem ekki er ofmælt að kalla kreppu lýðræð- isins.“ Þekkja menn einkennin? Þetta er athyglisverð hugsun, en hún vísar með ákveðnum hætti til þess að viðskiptalífið, útrásar- fyrirtækin, alþjóðavæðingin - eða tækniveldið – hafi stungið stjórnmálin af. Vettvangur þeirra er veröld- in og engu að treysta um hollustu þeirra við þjóðrík- ið svo það eitt sé nefnt. Stjórnmálamenn eiga fullt í fangi með að fylgja eftir umfangsmiklum breytingum, breyta áherslum sínum og sýn á veruleikann, hemja nýja valdið og efla lýðræðið, jöfnuðinn og velferðina. Þjóðleg samkennd og þjóðarhyggja í anda framsókn- arformannsins víkur fyrir nýjum hneigðum. Vitund- in um að tilheyra samfélagi eða þjóðlegri menningu með hefðum sínum og gildum, víkur. Enda sagði von Wright um þetta í öðrum fyrirlestri sem hann hélt yfir samlöndum sínum úr verkfræðingastétt fyrir nærri 20 árum: „Veiking þjóðlegrar samkenndar þarf ekki að vera neitt böl ef til lengri tíma er litið. En skammtímaáhrif hennar eru þau að einstaklingum finnst þeir missa fótanna í tilverunni. Það kemst rót á gildismat þeirra og afleiðingin verður siðferðileg upplausn og skortur á mannlegri samstöðu og samhjálp (þekkir einhver einkennin?). Einstaklingurinn verður meira út af fyr- ir sig, sjálfhverfari. Það kemur reyndar ekki á óvart að þessi sjálfhverfa birtist einnig í mynd nýrrar þjóðern- ishyggju, sem réttu nafni nefnist útlendingahatur. Sá sem er óöruggur um sína eigin ímynd lítur gjarnan á allt framandlegt sem hótun. Í hinu pólitíska lífi birt- ist þetta í formi vaxandi fastheldni og ótta við breyt- ingar, sem íhaldssemi. Ein hlið á sambandinu milli tækniveldisins og hins pólitíska kerfis þjóðríkjanna er einmitt sú að um leið og hið fyrrnefnda verður sí- fellt breytilegra staðnar hið síðarnefnda.“ Skiljist niðurlag þessara fleygu orða Georgs Henriks von Wright ekki nægilega vel mætti reyna að orða þau svona: Ein hliðin á sambandinu milli íslensku útrásarfyrirtækjanna og íslenskra stjórnmála, sem halda í gamla þjóðríkisímynd, er einmitt sú, að um leið og útrásarfyrirtækin á frjása markaðnum taka hraðfara breytingum og verða sífellt sveigjanlegri, staðna stjórnmálin. Með aðstoð G.H. von Wright hefur hér verið reynt að sýna fram á að málþóf þingmanna nægir ekki til að skýra þverrandi traust manna til Alþingis. stöðnuð stjórnmál Kjallari Alræmdur Nú er ljóst að ríkissaksóknari höfðar ekki mál gegn Jóni Bald- vin Hanni- balssyni fyrir að kalla Sigur- jón Sigurðs- son heitinn, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, al- ræmdan. Þess höfðu börn hans þó krafist. Jón virtist þó ekki hafa miklar áhyggjur af þessu þegar hann skrifaði minningar- grein um Magnús Magnússon sjónvarpsmann sem hann kallaði alræmdan og Sigurjón annálað- an. Sýndi þar að skilningurinn gæti verið með öllum hætti. Völdu sig sjálf Nokkur óánægja er með störf uppstillingarnefndar Frjálslynda flokksins í kraganum. Þegar nefnd- in lagði fram tillögu sína voru fjórir af fimm nefnd- armönnum á lista, í 3., 4., 5. og 7. sæti. Auk þess var deilt á val Kolbrúnar Stefánsdóttur ritara í fyrsta sætið á félagsfundi í fyrrakvöld. Tillögur komu fram um að breyta því vali og var stungið upp á að Valdimar Leó Friðriksson þingmaður yrði færður upp úr öðru sætinu í það fyrsta. Hann hafnaði hins veg- ar áskoruninni og voru því ekki greidd atkvæði um tillöguna. Leikstjórinn Steingrímur Höfundurinn að fléttu stjórn- arandstöðunnar um að taka Framsóknarflokkinn á orðinu og þrýsta á um stjórnarskrárákvæði um auðlindir sjávar sem sam- eign þjóð- arinnar er Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. Hann mun hafa séð hvernig hægt væri annað hvort að ná stjórnarskrárákvæð- inu í gegn eða að stilla Framsókn- arflokknum upp við vegg þannig að þeir grænleitu gætu ekki hoss- að sér á máli sem þeir hefðu enga áherslu lagt á til þessa. Áhugaleysi Sjálfstæðismanna Auðlindamálin verða í brenni- depli á þingi fram að þinglok- um. Sjálfstæðismenn hafa lítinn áhuga sýnt á að stjórnarskrár- binda sameign þjóðarinnar á auð- lindum sjáv- ar, bæði með þeim orðum að slíkt ákvæði sé marklaust og eins með því að þeir vilja ekki grafa undan fiskveiðistjórn- arkerfinu. Þetta síðarnefnda bera til að mynda orð Geirs Haarde forsætisráðherra á fundi með blaðamönnum vitni um. Því er spurning hver verður niðurstaðan í stjórnarskrárákvæð- ismálinu mikla. Kristinn H. Gunnarsson, frjálslyndi framsóknarallaballinn, virðist ekki í nokkrum vafa um hvernig ríkis- stjórnarflokk- arnir vilji ljúka málum. Hann telur útgerðar- valdið í báðum flokkum hafa náð að drepa auðlinda- ákvæði stjórn- arsáttmálans. Nú á hann von á að stjórnarflokkarnir reyni að finna lausn þar sem stjórnarskrár- ákvæðið hefur lítið vægi og verði jafnvel til þess fallið að þrengja möguleika ríkisstjórna framtíð- arinnar um að breyta fiskveiði- stjórnarkerfinu. SandKorn JóHAnn HAuKSSon útvarpsmaður skrifar „Veiking þjóðlegrar samkenndar þarf ekki að vera neitt böl ef til lengri tíma er litið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.