Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Page 15
DV Sport fimmtudagur 8. mars 2007 15
Sport
Fimmtudagur 8. mars 2007
sport@dv.is
allt um leikina í meistaradeildinni á síðum 16 og 17.
Fram vann Val í DHL-deild kvenna
Danska deildin hefst um helgina. Íslend-
ingaliðið Silkeborg, þar sem þeir Bjarni,
Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnars-
son spila, leikur við Horsens í miklum fall-
baráttuslag. Silkeborg er neðst í deildinni
en Horsens í því þriðja neðsta. „Þeir eru
átta stigum á undan okkur og ef þeir vinna
okkur þá er munurinn kominn í ellefu stig
og þá er þetta eiginlega búið. En ef við
vinnum þá er munurinn bara fimm stig og
þá getur allt gerst.“
Silkeborg styrkti sig mikið í vetrarglugganum
en alls komu 5 nýjir leikmenn til félagsins. Meðal
þeirra er Stefan Schmidt sem kom frá Bröndby en
hann er mikill baráttu jaxl að sögn Bjarna. „Hann
er snar- klikkaður og fer í allar tæklingar og
er í raun alveg stórhættulegur. Svona Roy
Keane týpa. Svo er Finni sem er mjög góður
og einn reynslujaxl frá Lyn.
Við íslendingarnir höfum allir verið að
spila mikið í þessum æfingarleikjum sem
við spiluðum. Þjálfarinn er mjög grimmur
og hikar ekki við að kippa mönnum út ef
þeir slaka á.“
Preben Lundbye tók við liði Silkeborg
af Ebbe Sand og Peter Knudsen sem sögðu
upp. Bjarna líkar vel við þjálfarann og er sáttur við
áherslurnar hjá honum.
„Mér finnst hugmyndarfræðin hjá honum góð
og hann er með góðar æfingar þannig ég hef ekkert
út á hann að setja. Það er mikil keppni á æfingum
þó að þetta sé lítið félag því keppnin um stöður í lið-
inu er mikil.“
Bjarni er á sínu öðru ári með Silkeborgarliðinu.
Hann segist ekki ætla að vera hjá félaginu falli lið-
ið í vor. „Ég mun væntanlega reyna að losna frá fé-
laginu ef allt fer á versta veg. Ef eitthvað kæmi upp
hér á Norðurlöndunum þá skoðar maður það af
fullri alvöru en annars ætla ég að koma heim. Ég er
reyndar bara að einbeita mér að bjarga mínu liði og
er ekkert farinn að velta þessu fyrir mér,“ segir þessi
stóri vinstri bakvörður að lokum en ljóst er að sleg-
ist verður um hann á leikmannamarkaðinum hér
heima ákveði hann að koma aftur til Íslands.
benni@dv.is
Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Silkeborg mun skoða sín mál ef liðið fellur um deild:
Skoðar Sín mál eftir tímabilið
Vonbrigði
á EmiratEs
átta lið eru kominn áfram í meistaradeild evrópu í
knattspyrnu. arsenal þarf enn að bíða eftir glæstum
evrópusigrum undir stjórn arsene Wenger.
Allt um leiki næturinnar í NBA
NBA