Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2007, Síða 26
Chris Gardner er sölumaður nær
óseljanlegra læknatækja sem hann
hefur eytt öllum sínum peningum
í. Konan hans tekur tvöfaldar vakt-
ir til að sjá fyrir þeim og ungum
syni þeirra á meðan Chris reynir að
verða ríkur. Hún yfirgefur hann sök-
um þessa og saman ganga feðgarn-
ir gegnum heimilisleysi, fangelsi,
aðgerðir skattayfirvalda og ferlið við
að komast að sem verðbréfamiðlari.
Hollywood hefur boðið upp á „evr-
ópskari“ myndir upp á síðkastið og
þessi mynd er hluti af þeirri bylgju.
Leikstjórinn Gabriele Muccino er
Ítali og er þekktur fyrir hversdags-
myndir sínar. Þær njóta vinsælda
en hann hefur jafnframt verið gagn-
rýndur fyrir að einblína á yfirborðs-
kennd og auðleysanleg vandamál
millistéttarfólks. Þessi mynd virð-
ist í fyrstu vera mynd um fólk dæmt
í fátækt af ósanngjarnri þjóðfélags-
skipan. Árið er 1981, Stevie Wonder-
lög hljóma og Reagan talar til lands-
manna um nauðsyn niðurskurðar í
hinu opinbera meðan peningum er
dælt í herinn. Sama hvað Chris er
duglegur þá á hann aldrei neitt og
vonleysi og peningaleysi ganga hönd
í hönd. Sérstaklega sýnir seinni hlut-
inn vel lífið á götunni og í fátæklegri
fátækrahjálp. Samhjálp er tæplega
til staðar og feðgarnir eru í frjálsu
falli. Óheppnin eltir Chris á röndum,
hann týnir hlutum, lendir í slysum
og óhöppin verða fyrirsjáanleg. Mað-
ur verður þreyttur á honum og finnst
Bíó DV
háskólabíó
/ akureyri
/ kringlunni
/ keflavík
/ álfabakka
Music & Lyrics kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð
Music & Lyrics VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð
Smokin' Aces kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.16
breaking and entering kl. 8 - 10:20 B.i.12
Hannibal rising kl. 8 - 10:20 B.i.16
alpha dog kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.16
foreldrar kl. 6 Leyfð
the bridge to... kl. 3:40 - 5:50 Leyfð
vefurinn he.. m/ísl. tali kl. 3:40 Leyfð
fráir fætur m/ísl. tali kl. 3:40 Leyfð
skolað í .. m/ísl. tali kl. 3:40 Leyfð
Music & Lyrics kl. 8 - 10 Leyfð
ghost rider kl. 8 - 10:20 B.i. 12
Music & Lyrics kl. 6 - 8 - 10 Leyfð
breaking and... kl. 8 B.i. 12
the bridge to... kl. 6 Leyfð
alpha dog kl. 10:10 B.i. 16
Music & Lyrics kl. 6 - 8 - 8:30-10-10:30 LEYFÐ
bloog diamond kl. 8 - 10:40 B.i. 16
the bridge to ter... kl. 6 LEYFÐ
Vefurinn he... m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
breaking and e.... kl. 10:40 B.i. 12
Letters fr.. kl. 5:30-8-10:40 B.i. 16
perfume kl. 8 B.i. 12
dreamgirls kl. 8 Leyfð
Foreldrar kl. 6 Leyfð
Babel kl. 5:30 - 10:40 B.i. 16
Paris, je t’aime kl 17:45 – 20:00-22:20
gazon maudit kl.17:45
garde a vue kl.20:00
coup de foudre kl.22:15
LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA
kl. 5.30, 8 og 10.35
NOTES ON A SCANDAL B.I. 14 ÁRA
kl. 6, 8 og 10 (Síðustu sýningar)
PAN´S LABYRINTH B.I. 14 ÁRA
kl. 5.45, 8 og 10.15 (Síðustu sýningar)
LITTLE MISS SUNSHINE B.I. 7 ÁRA
kl. 8 og 10.10 (Síðustu sýningar)
KÖLD SLÓÐ B.I. 12 ÁRA
kl. 5.45 (Síðustu sýningar)
SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA
kl. 6, 8 og 10.10
THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA
kl. 8, og 10
GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA
kl. 6
THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA
kl. 5.45, 8 og 10.15
LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA
kl. 5.20, 8 og 10.35
LAST KING OF SCOTLAND Í LÚXUS
kl. 5.20, 8 og 10.35
GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA
kl. 8 og 10.30
PURSUIT OF HAPPYNESS
kl. 8 og 10.30 (Síðustu sýningar)
ANNA OG SKAPSVEIFLUNAR M/ÍSL TALI
kl. 4 og 4.45 700 kr fullorðnir og 500 kr börn
VEFUR KARLOTTU
kl. 3.40 ÍSLENSKT TAL
NIGHT AT THE MUSEUM
kl. 5.40
SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA
kl. 5.45, 8 og 10.15
THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA
kl. 6, 8 og 10.15
GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA
kl. 10.15
KIRIKOU OG VILLIDÝRIN
kl. 6 ÍSLENSKT TAL
3 T I L N E F N I N G A R
BESTA STUTTMYNDIN
IÐNAÐAR- OG
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
450 kr. í bíó!
Gildir á allar
sýningar
merktar með
rauðu!
n Dúettinn Hljómur spilar á
efri hæð Sólon. Fremstir á sínu
sviði í dag.
Hvað er að gerast? XXXX
n Dj Playmobile leikur fyrir
dansi á Prikinu.
n Dj Suzy og Elvis spila á
Óliver.
n Don Balli Funk útvarpar
Fönkþættinum beint frá
Barnum.
Bíódómur
The PursuiT of haPPyness
Myndin Pursuit of Happyness
er partur af evrópsku bylgj-
unni í Hollywood. Hún sýnir
frá leit manns að ameríska
draumnum en ekki á jafn yfir-
borðskenndan og væmin hátt
og tíðkast hefur. Will Smith hefur ekki verið
betri síðan í myndinni Ali. Sonur Smiths,
sem leikur son hans í myndinni, er mjög
sannfærandi.
Sýnd í Smárabíó HHHHH
Ameríski drAumurinn
Alvöru feðgar
Smith og sonur hans eru
sannfærandi í myndinni.
á evrópskum nótum
að gæinn ætti að fá sér alvöru vinnu
eins og konan hans. Fljótlega skynj-
ar maður einhvern kraft sem stendur
með Chris þótt hann efist við og við.
Hann vitnar reglulega í sjálfstæðisyf-
irlýsingu BNA og Thomas Jefferson,
texta um að allir eigi að hafa rétt að
finna sína hamingju. Þetta er tenging
við „ameríska drauminn“ og sam-
kvæmt honum leggurðu allt undir og
verður ríkur. Við tilvitnanirnar bæt-
ast síðan hvatningaræður í sama dúr
um að elta drauma. Þarna fer mann
að gruna undirlagið í myndinni. Hér
er á ferð mjög bandarísk mynd án
þess að það sé sýnt með hinni dæmi-
gerðu þjóðernisrembu og blaktandi
fánum. Chris er sjálfstæði einyrkinn
sem Thomas Jefferson áleit horn-
stein Bandaríkjanna. Will Smith hef-
ur ekki verið betri síðan í Ali og hér
vinnur hann mjög vel með raunveru-
legum syni sínum sem er verulega
sannfærandi í hlutverki sonar Chris.
Fín mynd en mann langar óneitan-
lega meira að sjá sögu hinna sem
sjást bíða í röð við gistiskýlið í mynd-
inni.
Erpur Þ. Eyvindarson
The Pursuit of Happyness
Will Smith hefur ekki verið betri síðan í Ali.
Ættingjar
ósáttir
Ættingjar fólks sem var drep-
ið eða pyntað af írsku mafíunni
í Boston á sínum tíma er allt
annað en sátt við myndina The
Departed. Myndin sem hlaut fern
óskarsverðlaun og þar á meðal
fékk Martin Scorsese styttu fyrir
leikstjórn. Persóna Jacks Nichol-
son er byggð á glæpaforingjan-
um James „Whitey“ Bulger. „Það
er verið að gera þessa ófreskju að
hetju,“segir Christopher McIntyre
bróðir eins fórnarlamba Bulgers.
Nýtir sér
Óskarinn
Óskarsverðlaunaleikkonan
Jennifer Hudson hefur nýtt sér
athyglina sem fylgt hefur verð-
laununum til þess að reyna að
ná sér í annað draumahlutverk. Í
viðtölum sem fylgt hafa í kjölfar
óskarsverðlaunanna, hefur Hud-
son verið dugleg við að láta vita
að hún vilji ólm leika í mynd sem
Robert Redford mun leikstýra,
sem fjallar um Jackie Robinson
sem var fyrsti svertinginn sem sló
í gegn í hafnarbolta.
Hinn 31 árs gamli Tobey Magu-
ire hefur sagt að þriðja myndin um
Köngullóarmanninn verði sú síð-
asta. Maguire lék kappann í fyrri
myndunum en Spider-Man 3 kem-
ur út í sumar.
„Mér finnst þetta vera eðlilegur
endapunktur á myndaröðinni. Það
hefur mikið gerst í lífi aðalpersón-
anna í fyrri tveimur myndunum
og það skýrist nánast allt í þriðju
myndinni,“ segir Tobey um málið.
„Svo líður mér líka eins og þetta sé
þríleikur og að þetta sé endirinn,“
en Kirsten Dunst meðleikkona hans
í myndinni hefur áður tekið í sama
streng. Sam Raimi leikstjóri mynd-
anna er þó ekki á sama máli og væri
gjarnan til í að gera fjórðu mynd-
ina. „Ég elska Spider-Man og elska
að vinna með leikurunum. Ég er til í
að gera aðra mynd svo lengi sem ég
er ennþá heillaður af karakternum
og það er ég,“ segir Raimi en hann
tekur þó fyrir möguleikann að gera
aðra mynd ætli Tobey ekki að leika
í henni. „Ég gæti ekki ímyndað mér
myndina án hans.“
Tobey Maguire segist ekki ætla að leika í fleiri myndum um Köngullóarmanninn:
Ekki fleiri Spider-Man myndir
Síðasta Spider-Man myndin
Þriðja og jafnframt síðasta myndin
verður frumsýnd í sumar.