Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Blaðsíða 3
Það er margt á meginlandi Evrópu sem kemur á skemmtilega á óvart. Hvort sem þú vilt njóta landslags sem fær þig til að bresta í söng, skella þér í stórborgarhasar eða fara ódýrt út, gagngert til að fara eitthvað lengra, þá skaltu drífa þig inn á www.icelandexpress.is og bóka ódýrt flug. Þú finnur nánari upplýsingar um áfangastaðina og sumaráætlun á icelandexpress.is/afangastadir www.icelandexpress.is/afangastadir Weinfest, dulúðarfullar magadansmeyjar, Zeppelin- safnið, Sauerkraut, Nefertiti, Brandenborgarhliðið, skíða- brekkur, K’damm, Riesling, 20.000 rósir, Mósel og Rín, tindrandi gimsteinar, reið- hjólabrautir, Oranienburger Straße, Münster dómkirkjan, sítt að aftan, Bach, tifandi gauksklukkur, vatnaskíði, fersk jarðarber... BASEL S v i s s Hefurðu komið til Sviss? Það verða nefnilega allir að fara einhvern tímann til Sviss. Og þeir sem fara til Sviss geta ekki sleppt því að fara til Basel, svo mikið er víst. Basel, Basel, Basel. Grossbasel, Kleinbasel - og allt þar á milli. Svissneskir ostar, svissneskar klukkur, svissneskir hnífar. Í Basel er allt mjög svissneskt. Verslaðu, slakaðu á, keyrðu um, borðaðu, horfðu á talsetta mynd í sjónvarpinu. Svo verður þú að sjá Münster dómkirkjuna. Það er ekki á allra vörum, en stærsti dýragarður Sviss er einmitt í Basel. Svo er maður ekki nema örskotsstund að skreppa yfir í einn kaldan í Þýskalandi, nú eða eitt rautt í Frakklandi. Láttu ekki ljúga að þér. Sviss er allt annað en hlutlaust. FRIEDRICHSHAFEN OG FRANKFURT HAHN Þ ý s k a l a n d Frankfurt Hahn Fegurð svæðisins í grennd fær mann til að bresta í söng. Tilvalið að leigja bíl og láta ímyndunaraflið ráða för. Hinir fögru dalir Mósel, Rínar og Nahe skammt undan. Vínrækt, kastalar, Eifel-park, fornar minjar og heilsulindir. Ekki langt til Lúxemborgar, Belgíu, Frakklands og Hollands. Friedrichshafen Lítil og hugguleg borg í Suður-Þýskalandi. Stendur við Bodensee, stærsta stöðuvatn meginlandsins. Stutt til Sviss, Austurríkis og Ítalíu. Blómaeyjan Mainau er undursamlegt og þar finnurðu páfugla ráfandi um í blómabreiðunum. Friedrichshafen hefur slegið í gegn sem áfangastaður fyrir skíðafólk. EINDHOVEN Falleg og fjölskylduvæn borg í hjarta Evrópu. Evoluon ráðstefnumiðstöðin fær fólk til að tjá sig og hina til að hlusta. Nýlistasafnið Van Abbemuseum og menningarsafn borgarinnar, Museum Kempenland. Stationplein og Wilhelminaplein-torgin og Dommelstraat iða af mannlífi. Stutt til annarra spennandi borga, aðeins 107 km til Amsterdam. Genneper Parks: Sundlaugar, inni- og útivellir til íþróttaiðkunar, spa, o.fl. Hið sögufræga De Bergen-listamannahverfi. Aðgengileg borg og flest í göngufjarlægð. Paradís hjólreiðamannsins, hellingur af reiðhjólabrautum. Golfvellir og skemmtigarðar fyrir alla fjölskylduna. H o l l a n d BERLÍN Ein af mest spennandi borgum heims. Ku'damm, Friedrichstrasse og KaDeWe fyrir þá sem vilja versla. Jiddískt kabarett-pönk, kjarnorkuknúin danstónlist og bæheimskur polki fyrir dansfíflin. Þýska sögusafnið, Pergamon-safnið, Checkpoint Charlie, Altes Museum, Gemäldegalerie og 165 önnur söfn. Arkitektúr sem fær þig til að horfa upp, niður, til hægri og vinstri. Eða öfugt. Plasmaskjár og nudd? Eða bara þægilegt rúm í hreinu herbergi? Hótel við allra hæfi. Mikil gróska í nýsköpun í myndlist, bókmenntum og tónlist. Borg þar sem gamlir tímar og nýir mætast. Og auðvitað austrið og vestrið. Þ ý s k a l a n d 13ÁFANGASTAÐIR NÝR ÁFA NGA STAÐ UR! NÝR ÁFANGASTAÐU R!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.