Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós þriðjudagur 27. mars 2007 25 Hvor er flottari Í tískuheimi stjarnanna er keppst um að vera í ferskasta og flottasta tískufatnaðnum. Oft kemur það fyrir að stjörnurnar velja sömu flíkina. Spurningin er bara, hvor er flottari í henni? Feimin og vandræðaleg Leikkonan Carmen Electra segir að í æsku hafi hún yfirleitt ráðist á stráka sem henni þótti sætir. Car- men sem lærði bæði karate og jiu jitsu á sínum yngri árum segir að hún hafi verið svo feimin og vand- ræðaleg í kringum stráka, að hún hafi brugðið á það ráð að ráðast á þá. „Ég bara vissi ekki hvernig ég ætti að koma fram við þá, þetta er yfirleitt þannig að strákarnir ráð- ast á stelpurnar, en þeir gátu bara ekki ráðið við mig,“ segir Carmen, sem er einhleyp þessa daganna, en nýlega skildi hún við eigin- mann sinn Dave Navarro. Leikstjórinn, handritshöfundur- inn og leikarinn Quentin Tarantino segir að sér finnist stundum eins og hann hafi verið Shakespeare í fyrra lífi. Quentin segir að hann hafi verið fæddur til þess að skrifa og finni fyrir ritþörfinni djúpt í sál sinni. „Auðvit- að er ég ekkert handviss um að hafa verið Shakespeare, mér er eiginlega alveg sama um hann, hef aldrei ver- ið mikið fyrir verk hans. En hinsveg- ar er fólk sífellt að líkja mér við hann. Það segir að í verkum mínum megi finna aðstæður, harmleiki og þemu sem eigi sér hliðstæðu í verkum hans,“ segir leikstjórinn. Sérstaklega man hann þó eftir því þegar hann hitti leikarahóp kvikmyndarinnar Reservoir Dogs í fyrsta skipti. „Þetta var atriðið þar sem Tim Roth er kennt að vera leynilögga. Þegar leik- ararnir voru búnir að lesa handritið sagði Harvey Keitel við mig að þetta væri næstum orðrétt uppúr Hamlet og að ég hafi einungis útfært textann á mannamáli. Ég kannaðist auðvit- að ekkert við það,“ segir Tarantino, en finnst auðvitað hálf aulalegt að vera líkja sér við breska leikskáldið. Shakespeare er þó ekki sá eini sem Tarantino telur sig hafa verið í fyrra lífi, en honum þykir ekki ólíklegt að hafa verið bæði svartur þræll í Amer- íku og japanskur herramaður. Dó úr of stór- um skammti Eftir miklar vangaveltur, bollaleggingar og samsæris- kenningar er ljóst að fyrrver- andi fyrirsætan Anna Nicole Smith lést úr of stórum skammti fíkni- efna. Krufn- ingsskýrsla Önnu Nicole var gerð kunn í gær og er því endanleg dán- arorsök ljós. Þetta staðfesti Charlie Tig- er, yfirmaður lögreglunnar í Seminole. „Við erum alveg vissir um að ekkert annað glæpsamlegt átti sér stað þarna,“ segir lögreglu- fulltrúinn og bætir við að eng- in ólögleg fíkniefni hafi fundist á staðnum. Lindsay eða Cameron Cameron diaz skartaði þessum stutta og glæsilega Chanel kjól þegar hún var að kynna myndina Holiday fyrir nokkrum mánuðum en Lindsay Lohan sást í honum á djamminu í new york fyrir stuttu. Leikkonan reese Witherspoon hefur tekið útlitið í gegn eftir að hún skildi við Íslandsvininn ryan Phillippe. Reese ákvað að hreinsa út úr fataskápnum því að nýtt útlit hentar nýju lífi. Þessar stórglæsilegu myndir voru teknar af henni fyrir stuttu þegar hún var í viðtali við Bazaar-tímaritið. Reese hefur aldrei litið betur út og er klárlega ein heitasta einhleypa leikkonan í Hollywood í dag. CHristina eða Fergie Fergie var fyrri til og skartaði þessum dolce & gabbana-kjól á tónlistarhátíð í Frakklandi en Christina aquilera klæddist honum í Las Vegas ekki alls fyrir löngu. sVetLana eða naomi Leikkonan svetlana metkina var í þessum glæsilega silvraða kjól frá Versace á golden globe-verðlaun- um en naomi Campbell klæddist honum vikum seinna á Walk of style-verðlaunahátíðinni. Joss eða miCHeLLe söngkonan Joss stone skartaði þessum silfraða Catherine malandrino-kjól á tónleikum en fyrrum Buffy the Vampire slayer- stjarnan michelle trachtenberg mætti í sínum í partí í miami. Með brotna tönn Söngkonan Britney Spears þurfti að fara með hraði til tannlækn- is í gær, en í henni hafði brotn- að tönn. Eins og þekkt er kom Britney úr meðferð fyrir helg- ina og kvartaði hún víst sáran vegna þess að geta ekki fengið sér verkjalyf, en tannbrotið var víst afar sársaukafullt. Ekki er enn ljóst hvað kom fyrir, en Britney brosti breitt til þeirra ljósmynd- ara sem biðu eftir henni fyrir utan tannlæknastofuna. Quentin tarantino segir að í verkum sínum megi finna skáldskap sem á sér hliðstæður í shakespeare, alveg óvart. Shakespear endurfæddur? Quentin tarantino gæti hafa verið shakespeare í fyrralífi: góð vinkona reese vakti mikla lukku í vinahópnum þegar hún gaf alla skóna sína nýtt útlit, nýtt líf reese hreinsaði nýverið út úr fataskápnum sínum gullfalleg reese hefur aldrei litið betur út olivier theyskens sér um tískuna reese leitaði til Olivier til að gefa sér tískuráð og vinnur ekki með neinum öðrum hönnuði í staðinn „Þetta er alls ekki ég. Hvað var ég að hugsa“ sagði reese þegar hún leit yfir gömlu fötin sín og sér ekki eftir neinu Nýtt útlit fyrir nýtt líf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.