Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir miðvikudagur 28. mars 2007 11 StórSkaðar heyrnina að tengja hávaða á leikskólum beint við ýmis hegðunarvandamál barna. Hann segir mikilvægt að gera nauð- synlegar úrbætur á aðbúnaði leik- skóla hið allra fyrsta. „Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á samband há- vaða og hegðunarvandamála. Nem- endum sem líður illa, þeir eru ekki að læra mikið. Við lítum of oft á börnin sem vandamál og gefum þeim rital- in og geðlyf í meira magni en þekkist á byggðu bóli, í stað þess að byrja á því að bæta allsendis ófullnægjandi kennsluumhverfi,“ segir Ólafur. Ingibjörg segir mikilvægt að dreg- ið sé sem mest úr hávaða í kring- um börn því hann geti skapað ýmis vandamál. „Hávaði hefur áhrif á hegðun og athygli barna. Hann get- ur valdið streitu- og einbeitingarörð- ugleikum og losun á streituvaldandi hormónum hjá börnum. Einnig get- ur hávaði valdið svefntruflunum og jafnvel vaxtarseinkun barna,“ segir Ingibjörg. Mögulegar afleiðingar hávaða: n Hátíðniheyrnartap n Erfitt að greina samhljóða í tali n Suð fyrir eyrum n Svefntruflanir n Vaxtarseinkun n Hegðunarvandamál n Námsörðugleikar n Streita n Einbeitingaleysi n Aukinn hjartsláttur n Æðasamdráttur n Útvíkkun augasteina n Höfuðverkur n Vöðvarsamdráttur n Myndun adrenalins 500 búnir að kjóSa um álver Mikil aðsókn hefur verið í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í Hafnarfirði vegna kosninganna um stækkun álversins. Útlit er fyrir að kjörsóknin utan kjörfundar verði litlu minni en fyrir bæj- arstjórnarkosningar í fyrra. „Það hafa um fimm hundruð manns nú þegar kosið utan kjörfundar í Hafnarfirði,“ sagði Auður Þorkels- dóttir, ritari bæjarstjóra Hafnar- fjarðarbæjar, í samtali við DV í gær. Að sögn Auðar er búist við að um þúsund manns muni nýta sér utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu. Kosið er á bæjarskrifstofunni við Strand- götu og er hún opin frá níu til fjög- ur í dag miðvikudag og föstudag, auk þess sem opið verður frá níu til sjö á fimmtudag. Á annað þúsund manns greiddu atkvæði utan kjörfundar fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í Hafnarfirði á síðasta ári. Því er útlit fyrir að aðsókn í atkvæðagreiðsluna utan kjörfundar nú verði litlu minni en þá. Nær 17 þúsund á kjörskrá Almenn kosning hefst á laugar- daginn kemur og mun standa frá klukkan tíu til sjö. Kosning fer fram á þremur kjörstöðum, Víðistaða- skóla, Áslandsskóla og íþróttahúsinu við Strandgötu. Kosið verður með venjulegum atkvæðaseðlum þar sem kjósandi velur á milli þess að vera fylgjandi eða andvígur stækk- unar álversins í Straumsvík. Þeir sem vilja ganga úr skugga um hvort þeir séu á kjörskrá geta farið á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnar- fjordur.is, og slegið þar inn kennitölu sinni og séð hvort hún sé á kjörskrá. Í almennu kosningunni mun kjör- skráin verða rafræn sem gerir það að verkum að Hafnfirðingum býðst að kjósa á þeim kjörstað sem þeim hentar óháð búsetu. Að sögn Rutar eru 16.648 manns á kjörskrá og vildi hún nota tækifærið og benda fólki á að taka með sér skilríki á kjörstað. Töluverð spenna Töluverðrar spennu gætir í Hafn- arfirði fyrir komandi kosningar og hafa skoðanakannanir sýnt að bærinn er meira og minna klofinn í afstöðu sinni hvort leyfa skuli stækkun álvers- ins. DV fór á stúfana í miðbænum og spurði fólk með kosningarétt á öll- um aldri um afstöðu sína. Niðurstöð- urnar styðja fyrri kannanir. Tíu voru spurðir, fjórir voru fylgjandi stækkun, fjórir á móti og tveir voru óákveðnir. Mikil harka er í kosningabaráttunni. Þannig mátti lesa í DV í gær lýsing- ar Inga B. Rútssonar, formanns Hags Hafnarfjarðar, á því hvernig and- stæðingar stækkunar hefðu veist að sjálfboðaliðum sem hvetja fólk til að greiða atkvæði með stækkun. Þá hafa fánaborgir sem Hagur Hafnarfjarð- ar settu upp verið kærðar til lögreglu. Ástæðan er sú að ekki fékkst leyfi frá bæjaryfirvöldum áður en fánaborg- irnar voru settar upp. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlASoN Utankjörfundar- kosning á bæjar- skrifstofunni 16.648 Hafnfirðingar eru á kjörskrá Hvað kýst þú á laugardaginn? „Ég mun kjósa gegn álveri, alveg á hreinu“. Björn Benedikt Guðnason, þroskaþjálfi. „Ég hef enn ekki ákveðið mig.“ Berglind Guðjónsdóttir, nemi. „Ég vill álverið, það er ekki um annað að ræða.“ Guðmundur Árnason, fyrrverandi bankamaður. „algerlega á móti álveri.“ íris Huld Christersdóttir, háskólanemi. „Ég styð álver“. kristján Ólafsson, leigubílstjóri. „Ég verð að kjósa með álveri. maður- inn minn vinnur hjá fyrirtæki sem vinn- ur fyrir álverið.“ Eva Strizowa, píanókennari. „Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa.“ Jóhann Harðarson, smiður. „Ég er á móti stækkun.“ Guðrún ragnarsdóttir, bókhaldari. „Töluverðrar spennu gætir í Hafnarfirði fyrir komandi kosn- ingar og hafa skoð- anakannanir sýnt að bærinn er meira og minna klofinn í afstöðu sinni hvort leyfa skuli stækkun álversins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.