Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Side 17
DV Sport miðvikudagur 28. mars 2007 17 ÍÞRÓTTAMOLAR Neville frá í sex vikur gary Neville, leikmaður manchester united, verður frá vegna meiðsla næstu sex vikurnar. Neville meiddist á ökkla í leik manchester united og Bolton fyrr í þessum mánuði og í fyrstu var talið að hann yrði frá í þrjár vikur. Búist er við að Neville missi af næstu níu leikjum með united í það minnsta en hann hefur sett sér það markmið að vera klár í leikinn gegn Chelsea 9. maí. Neville er síðasti leikmaðurinn sem bætist á sjúkralista manchester united liðsins en fyrir eru michael silvestre, Louis saha og Ole gunnar solskjaer. locatelli illa slasaður Ítalski mótorhjólakappinn roberto Locatelli lenti í slæmu slysi á æfingu fyrir motogP keppnina á spáni um síðustu helgi. Hann missti stjórn á hjóli sínu og ók á öryggisvegg. atvikið átti sér stað á laugardaginn. Locatelli var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið með höfuð-, andlits og axlaráverka auk þess sem hann ökklabrotnaði illa. Hann gekkst undir aðgerð á mánudaginn þar sem í ljós kom að hann hlaut taugaskaða í slysinu og var honum haldið sofandi. Í gær var Locatelli tekinn úr dái og fluttur á sjúkrahús í Bologna á Ítalíu þar sem gert verður að sárum í andliti kappans. JuveNtus höfðar til míN gilberto silva, leikmaður arsenal, segir að ítalska liðið Juventus sé félag sem höfði til sín. gilberto hefur verið orðaður við sölu til Juventus í sumar, en félagið er á góðri leið með að tryggja sér sæti í efstu deildinni á Ítalíu að nýju. „Juventus er frábær klúbbur sem höfðar til mín og vill komast á sigurbraut að nýju. Ég er með samning til 2009 og arsenal mun ákveða framhaldið,“ sagði gilberto í ítalska blað- inu Corriere dello sport. íBv í efstu deild karlalið ÍBv í handbolta tryggði sér sæti í efstu deild á nýjan leik þegar liðið lagði FH að velli á mánudaginn. Lokatölur urðu 29- 24. ÍBv er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, fimm stigum meira en FH, sem á tvo leiki eftir. Áður hafði afturelding tryggt sér sæti í efstu deild á næsta tímabili en mosfellingar eru lang efstir í deildinni með 35 stig. BikarúrslitiN aftur á WemBley knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að úrslitaleikur enska bikarsins mun fara fram á Wembley í maí. undanfarin ár hafa úrslitaleikir ensku bikarkeppninnar og deildarbikarsins verið háðir á Þúsaldarvellinum í Cardiff vegna endurbyggingar á Wembley. Opnunarleikur hins nýja Wembley fór fram um síðustu helgi þegar enska ungmennalandsliðið gerði jafntefli við það ítalska, 3-3. Eftir þann leik fékk enska knattspyrnusambandið grænt ljós frá ráðgjafarfyrirtæki varðandi öryggismál vallarins um að leika mætti á vellinum á nýjan leik. Í kvöld klukkan 20.00 verður flautað til leiks í viðureign spánar og íslands í F riðli und- ankeppni EM. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum, síðast á Laugardalsvelli þar sem Íslendingar náðu 0-0 jafntefli. VeRðuM Að eigA TOppLeik Blikur eru á lofti fyrir leikinn í kvöld. Spánverjar eru flestir ósáttir við spilamennsku sinna manna eftir leikinn á móti Dönum. Íslendingar hafa ekki spilað landsleik í langan tíma og lykilleikmenn vantar. Her- mann Hreiðarsson, Heiðar Helgu- son, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Jóhannes Karl Guðjónsson eru allir fjarverandi. Luis Aragones lands- liðsþjálfari sagði á blaðamanna- fundi í gær að hann ætlaði ekki að gera neina róttækar breytingar frá því í leiknum á móti Dönum. Hins vegar sagði hann að það væri öruggt að Sergio Ramos og Carlos Puyol yrðu í byrjunarliðinu. Aragones er umdeildur maður á Spáni og hann var mjög ósáttur við umfjöllun fjölmiðla þar í landi og gekk svo langt að kalla þá lyg- ara. Fjölmiðlar ytra hafa efast um sjálfstraust leikmanna og heillindi þeirra. LíkLegt byrjunarLið: árni Gautur arason vålerenga, 56 leikir indriði sigurðsson Lyn, 36 leikir (1 mark) Hópur íslenskra stuðningsmanna er á leið til Spánar til að fylgjast með leik í kvöld: Allir reikna með öruggum spænskum sigri Hópur íslenskra stuðnings- manna er á leið á leik Spánar og Ís- lands sem fram fer í kvöld á Mall- orka, nánar tiltekið á Ono Estadi vellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem landsleikur hjá spænska landslið- inu fer fram á þessum velli en hann rúmar aðeins um 23 þúsund áhorf- endur. Það er hinsvegar mjög lítið mál að skapa stemningu á þessum velli og er það talinn vera stór þátt- ur í því að leikurinn mun fara fram á honum. Völlurinn var fullklárað- ur árið 1999 og síðan þá hefur hann verið heimavöllur hjá knattspyrnu- liðinu RCD Mallorca. Þeir íslensku stuðningsmenn sem eru á leið á leikinn eru ekki bjartsýnir á að okkar menn fái stig út úr honum eins og reyndar flestir raunsæir knattspyrnuáhugamenn. Talsverð forföll hafa verið hjá liði Ís- lands og munar svo sannarlega um minna gegn Spánverjum sem eru með eitt sterkasta landslið heims. Spánverjar hafa þó alls ekki verið að sýna sínar bestu hliðar í undan- keppni Evrópumótsins og má líkja þeim við eldfjall sem bíður þess að gjósa. Það er einmitt í þessum leik sem innfæddir á Spáni vonast til að eldfjallið gjósi og boltinn fari að rúlla af alvöru hjá þeirra mönnum. Sá hópur stuðningsmanna Ís- lands sem hélt í ferð á þennan leik í hópferð Sýnar og Iceland Express eyddu gærdeginum í London þar sem þeir fóru m.a. í heimsókn á Up- ton Park, heimavöll West Ham. Í morgun var síðan flogið til Spánar þar sem vonir standa til að íslenska liðið nái að velgja heimamönnum undir uggum. Sú von er þó afspyrnu veik. Þegar reynt er að breyta um- ræðuefni hjá breskum almenningi yfir í umræður um viðureign Ís- lands og Spánar gengur það lítið. Bretar hafa almennt bara áhuga á sínum mönnum í enska landslið- inu og þar virðist skoðun fólks vera einhliða: Steve McClaren er á al- gjörum villigötum. Þeir Íslendingar sem eru á leið á leikinn eru hinsveg- ar algjörlega á því að hafa bara gam- an að þessari upplifun. Sjá íslenska landsliðið leika gegn Spánverjum á útivelli. Nánast engar líkur eru á óvæntum úrslitum, en ef þau koma verða þau virkilega sæt og rúmlega það. elvargeir@dv.is helsta vonin Eiður smári guðjohnsen þarf að eiga góðan leik í kvöld ef ekki á illa að fara. ívar ingimarsson reading, 22 leikir Ólafur örn Brann, 25 leikir kristján örn Brann, 19 leikir (2 mörk) Brynjar Björn reading, 58 leikir (3 m) stefán Gíslason Lyn, 15 leikir emil hallfreðsson Tottenham, 4 leikir Grétar rafn aZ, 16 leikir (3 mörk) eiður smári Barcel., 44 leikir (17 m) veigar Páll stabæk, 15 leikir (2m) LíkLegt byrjunarLið: íker casillas real madrid, 67 leikir sergio ramos real m. 21 leikir (2 m) carles Puyol Barcel. , 54 leikir (1 m) david albelda valencia, 42 leikir Javi Navarro sevilla, 3 leikir Joan capdevila deportivo, 9 leikir cesc fàbregas arsenal, 15 leikir miguel angulo valencia, 5 leikir xavi Barcel., 45leikir (4 m) david villa valencia, 20 leikir (10 m) fernando morientes valencia, 46 leikir (27 m)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.