Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1984, Qupperneq 4

Læknablaðið - 15.06.1984, Qupperneq 4
156 1984;70:156-9 LÆKNABLADID Guðmundur Björnsson, Guðmundur Viggósson, Jón Grétar Ingvason Gláka á íslandi 2. grein: SAMANBURÐUR Á ALGENGIGLÁKU Á ÍSLANDIOG í GRANNLÖNDUM INNGANGUR í þessari grein er borið saman algengi hægfara gláku hér á landi og í nágrannlöndum. Hafa ber í huga að mismunandi rannsóknarað- ferðum er beitt og einnig að skilmerki grein- ingar eru nokkuð á reiki eins og vænta má vegna eðlis sjúkdómsins en m.a. er erfitt að greina hann með vissu á byrjunarstigum. Prátt fyrir þessa annmarka gefa algengiskannanir með mismunandi aðferðum ýmsar mikilvægar upplýsingar um faraldsfræði hægfara gláku. A. Samanburður á algengi hægfara gláku samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu Framingham-augnkönnunin er aðalheimild um algengi blinduvaldandi sjúkdóma í Bandaríkj- unum þ.á. m. hægfara gláku (1,2). Könnunin fór fram á tímabilinu 1973-1975. Rannsakaðir voru 2477 einstaklingar á aldrinum 52-85 ára. Heildaralgengi hægfara gláku í þessum um- rædda aldursflokki var 33 af þúsundi (karl 41, konur 27). Algengið eykst með aldri (p< 0.01) úr 14 af þús. 52-64 ára í 52 af þúsundi 65-74 ára og 72 af þúsundi í 75-85 ára aldursflokknum. A 1. mynd er borið saman algengi hægfara gláku í aldursflokkum hér á landi og í um- ræddri bandarískri könnun. Algengið er svip- að í báðum yngri aldurshópunum, en heldur meira í elsta aldursflokknum hér á landi. í greinargerð með Framinghamkönnuninni seg- ir að tiltölulega fæstir hafi verið skoðaðir í elsta aldursflokknum og fáir þeirra, sem vist- aðir voru á dvalarheimili aldraðra. Telja höf- undar að það hafi haft áhrif á algengistöluna þar eð augnsjúkdómar séu tíðari hjá fólki, sem vistað er á elliheimilum, enda er það »líf- eðlisfræðilega« eldra en jafnaldrar þess utan dvalarheimila (1). Á 2. mynd er borið saman algengi gláku meðal karla og kvenna í sömu könnunum. Frá augndeild St. Jósefsspítala, Landakoti. Barst ritstjórn 15/02/1984. Samþykkt til birtingar 13/04/1984 og sent í prentsmiðju. Sjúkdómurinn er algengari hjá körlum í öllum aldursflokkum og er munurinn marktækur í báðum könnunum (p < 0.05). Glákukönnun í Gautaborg. Árið 1976 fór fram könnun á sjúklingum með hægfara gláku 52-64 65-74 75-84 Age groups ---Iceland -----Framingham Fig. 1. Prevalence of open-angle glaucoma in Ice- land in 1982 and in Framingham, USA 1973-75, both sexes. Rates per 1000 population. CTQ 0Q OQ I—52-64—| |---65-74—| |---75-84—| QMales ^Females Fig. 2. Prevalence of open-angle galucoma in Iceland in 1982 and in Framingham, USA 1973-75 by age and sex. Rates per 1000 population.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.