Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1984, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.06.1984, Qupperneq 30
168 LÆKNABLADID 4. & 10. Tillögurnar voru sameinaðar þannig í starfshópi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.-20. sept. 1983, skorar á heilbrigðismálaráð- herra að láta gera áætlun um læknapörf á íslandi til aldamóta. í henni komi fram heildarfjöldi læknislærðra, fjöldi starfandi lækna á landinu og skipting peirra eftir sérgreinum. Ennfremur skorar fundurinn á stjórn L.í. að ljúka við pá könnun um atvinnuhorfur íslenskra lækna, sem pegar er í gangi á vegum L.Í. og beita sér fyrir ráðstefnu um pau mál. Var tillagan sampykkt með 25 sam- hljóða atkvæðum. 11. Þessi tillaga kom lítillega breytt frá starfs- hópi og hlaut enn smávægilega umsmíði og orðalagsbreytingar. Lúðvík Ólafsson bar fram tillögu um, að læknadeild H.í. yrði sleppt úr. Sú tillaga var felld með 12 atkvæðum gegn 5. Endanlega smíðin var loks sampykkt með 20 samhljóða at- kvæðum; svohljóðandi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19,- 20. sept. 1983, felur stjórn L.í. að beita sér fyrir ráðstefnu um skipulag og samræm- ingu sérfræðináms íslenzkra lækna heima og erlendis með pátttöku læknadeildar Háskóla íslands, menntamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, sjúkrahúsa og ann- arra heilbrigðisstofnana. 12. Breytingartillaga starfshóps var sampykkt með 20 samhljóða atkvæðum; svohljóð- andi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.- 20. sept. 1983, felur stjórn L.í. að beita sér fyrir stofnun starfshóps til undirbúnings samræmingar á sérfræðinámi íslenzkra lækna með tilliti til sameiginlegs vinnu- markaðar á Norðurlöndum og fyrirhug- aðra breytinga á reglugerð um sérfræði- leyfi. 5. Breytingartillaga starfshóps var sampykkt með 17 samhljóða atkvæðum; svohljóð- andi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.- 20. sept. 1983, vill enn vekja athygli á, að ekki er til miðbókasafn í læknisfræði í landinu. Beinir fundurinn pví til stjórnar L.Í., að hún hlutist til um, að slíkt bókasafn fái aðstöðu í Þjóðarbókhlöðunni, sem nú er í byggingu. Hafi hún um pað samráð við pá aðila, sem nú pegar veita pjónustu á pessu sviði. 6. Þessi tillaga er að uppruna til frá Læknafé- lagi Vesturlands, en starfshópur bætti í hana atriðum úr svipaðri tillögu Atla Árnasonar og Katrínar Davíðsdóttur. Urðu nokkrar umræður og komu fram tillögur um ýmsar orðalagsbreytingar, sem allar voru sampykktar. í sinni endanlegu gerð var tillagan sampykkt með 21 sam- hljóða atkvæði, og fylgir hún pannig hér: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19- 20. sept. 1983, lýsir pví yfir, að hinn stöðugi kjarnorkuvopnavígbúnaður pjóða heims sé ógn við mannkynið og auki hættuna á gjöreyðingu nútíma menningar og mann- legs lífs. Læknum er skylt að vinna gegn sífelldri hættu á notkun kjarnorkuvopna, par sem kjarnorkuhernaður stríðir gegn öllum peim viðhorfum, er marka starf peirra. Læknafélag íslands telur rétt að auka fræðslu heilbrigðisstétta og almennings um læknisfræðilegar afleiðingar kjarn- orkustríðs, enda getur heilbrigðispjónust- an alls ekki veitt pá hjálp, sem að gagni kæmi í kjarnorkustríði. Læknastéttin bendir á, að eina raunhæfa leiðin til árangursríkra almannavarna á pessu sviði er að vinna að stöðvun kjarn- orkuvígbúnaðar og síðan að eyðileggingu allra kjarnorkuvopna. Skorar Læknafélag íslands á íslenzka ríkið að vinna eftir pessari meginreglu á alpjóðavettvangi. Jafnframt fagnar fundurinn stofnun Samtaka íslenzkra lækna gegn kjarnorku- vá. 17. Starfshópur lagði til að tillögu pessari yrði vísað til stjórnar L.Í. og var pað sampykkt samhljóða. Tillagan var svohljóðandi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.- 20. sept. 1983, felur stjórn L.Í. að stuðla að fjölgun menntaðra hjúkrunarfræðinga og vinna gegn pví, að Hjúkrunarskóli íslands verði lagður niður, meðan svo mikill skort- ur er á hjúkrunarfræðingum til starfa, sem raun ber vitni. Fundurinn ályktar einnig, að L.Í. beri að veita samtökum hjúkrunarfræðinga fullan stuðning í launabaráttu peirra.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.