Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1984, Page 34

Læknablaðið - 15.06.1984, Page 34
170 LÆKNABLADID (til 2ja ára). Meðstjórnendur, sbr. áður sampykkta lagabreytingu: Finnbogi Jakobs- son, Haukur Pórðarson og Ólafur Z. Ólafsson, (allir til 1 árs). Samúel Samúelsson kvaddi sér hljóðs og bauð til aðalfundar næsta ár á ísafirði f.h. Læknafélags Vestfjarða. Önnur mál: 1. Formaður bar fram tillögu stjórnar um kjör tveggja heiðursfélaga L.Í.: a) Jón Steffensen, fyrir framlag hans til rann- sókna á sögu læknisfræðinnar á íslandi, svo og til endurbyggingar Nesstofu. b) Þóroddur Jónasson, fyrir margvísleg trún- aðarstörf fyrir læknasamtökin og fyrir að hafa ávallt borið merki læknastéttarinnar hátt. Rakti formaður starfs- og æviferil beggja. Tillagan var síðan samþykkt sam- hljóða. 2. Eggert Brekkan bar fram tillögu frá Lækna- félagi Austurlands. Henni var vísað til stjórnar par sem hún barst of seint til að hljóta formlega afgreiðslu. Tillagan var svohljóð- andi: Aðalfundur Læknafélags íslands 1983 skor- ar á stjórn félagsins að taka upp viðræður við vinnuveitendur um sérstakar líf- og slysatrygg- ingar lækna á ferðum í starfi. Tryggingar pessar skuli gilda fyrir vitjanir, sjúkraflutninga og þátttöku í björgunaraðgerðum. 3. Grímur Sæmundsen kvaðst undrandi á hve lágan sess kjaramál lækna hefðu skipað á fundinum. Taldi hann gæta vaxandi tilhneig- ingar meðal lækna til að vinna kauplaust og beindi þeim tilmælum til stjórnar L.Í., að hún væri vel vakandi í kjaramálum. 4. Finnbogi Jakobsson vakti máls á lélegum aðbúnaði fyrir afleysingalækna í mörgum hér- uðum landsins. Kristján Baldvinsson taldi rétt, að L.í. hugaði að staðli fyrir að búnað afleys- ara. 5. Sigurbjörn Sveinsson gerði athugasemd við málflutning Björns önundarsonar fyrr um morguninn, taldi hann dylgja um vinnubröð lækna og skoraði á hann að finna orðum sínum stað. Að lokum steig Þorvaldur Veigar í pontu. Hann þakkaði auðsýnt traust, samstarfsmönn- um í stjórn L.Í. góð störf, sömuleiðis stjórn L.R. svo og starfsliði skrifstofunnar. f>á þakk- aði hann Læknafélagi Vestfjarða gott boð, fundarmönnum öllum góð störf og sleit síðan fundi kl. 13.00.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.