Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 42

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 42
174 LÆKNABLADIÐ blóðrás. Við slíkar aðstæður er æðaflöturinn, sem skuggagjafinn fer um, mun stærri, auk þess sem rennslið um slíkt æðakerfi er mun hægara og þar af leiðandi verður ertingin á æðaveggina langvinnari en ella. Þessi áverki á æðaveggi skapast einnig, pegar skuggaefni með háan flæðiþrýsting er dælt í stóra bláæða- stofna, t.a.m. við bláæðarannsóknir á ganglim- um. Hárri tíðni blóðsegamyndunar í djúpu blá- æðastofnunum í ganglimunum hefir verið lýst eftir myndatökur með skuggaefnum (phlebo- grafiu) (12). Vegna peirrar staðreyndar, að rennslisverkun skuggagjafa í blóði sýnist í beinu hlutfalli við flæðiprýsting peirra, hafa framleiðendur skuggaefna stefnt að pví, að próa skuggaefni með lágan flæðiprýsting og með færri aukaverkanir í samanburði við jónuð sambönd. Meðai peirra skuggagjafa, sem hafa fundist við þessa leit ber að geta Hexabrix frá Guerbert (Frakklandi), Iopami- dol frá Bracco (ítaliu), Amipaque og Omnipa- que frá Nyegaard (Noregi) (4, 5, 13, 14). Af öllum peim klínísku rannsóknum á pess- um efnum, sem gerðar hafa verið til pessa, virðist ljóst, að Amipaque og Omnipaque komast næst pví að vera kjörin skuggaefni. Bæði skuggaefnin sameina mjög lágan flæði- prýsting og lága tíðni aukaverkana. Áður en Amipaque náði almennri útbreiðslu hafði ýmis- legt verið gert til að lina ópægindi pau, sem æðaskoðunum með nútíma jónuðum skugga- efnum var samfara. Meðal margra aðferða virtist notkun lidocaíns, sem deyfingarlyfs í æð við slíkar skoðanir, árangursríkust og er lýst lægri tíðni aukaverkana en þegar skuggaefni hefur verið notað sér (8, 9, 10). Samanburðar- rannsóknir á ópægindum við útlimaskoðanir við notkun Amipaque annars og skuggagjafa með hærri flæðiprýsting (Angiografin), sem lidocaíni hefur verið blandað í hins vegar, hafa ekki sýnt marktækan mun á tíðni aukaverkana (11, 15). Sama er uppi á teningnum pegar samanburður er gerður á einkennum samfara innspýtingu iohexol og Angiografin með lido- caíni, eins og pessi könnun ber með sér. Lítið er vitað um verkunarmáta lidocaíns, en talið er að efnið deyfi taugaendana í innan- pekju æðaveggjanna og hækki par með »sárs- aukapröskuld« peirra við ertingu skuggagjafa. Verkunin á sér stað á augabragði. Hins vegar dregur lidocaín ekki úr blóðrennslisverkun skuggaefnisins og verndar ekki innanpekju gegn áhrifum pess. Vegna pessa standast jónuð sambönd ekki samanburð við ekki- jónuð skuggaefni á borð við Amipaque og iohexol, pó að í fyrrnefndu sé blandað deyf- ingarlyfi. Nýlegar rannsóknir á músum, á breytingum LD50 eftir inndælingu skuggaefna (Isopaque, Nyegaard) með og án lidocaíns, hafa sýnt aukin eituráhrif með lækkun á LD50, pegar skuggaefni og lidocaín eru gefin saman (16). Orsakir pessa eru ekki enn kunnar. Þó að slíkt hafi ekki verið sannprófað á fólki, ber að hafa pennan áhættupátt í huga. Varðandi notkun á lidocaíni, ber hér að geta pess, að deyfandi verkun pess er jafngóð, hvort heldur pví er sprautað uppleystu í skuggaefninu eða nokkrum sekúndum á undan pví. Það er athyglisvert að síðan byrjað var að blanda lidocaíni í Angiografin við skoðun á lenda- og útlimaæðum við röntgendeild Land- spítalans 1978, hefur ekki sést eitt einasta tilfelli af ofnæmissvörun. Tíðni ofnæmissvara í formi útbrota, andpyngsla, auk ógleði, vanlíð- unar og uppkasta við notkun jónaðs skugga- gjafa við slíkar skoðanir eru á bilinu 0-10%. Gæti pessi árangur tengst pví, að lidocaín hefði letjandi áhrif á ofnæmiskerfi líkamans? Því verðurekkisvarað hér, en væri áhuga- vert rannsóknarefni útaf fyrir sig. LOKAORÐ Klínískar prófanir með ekki-jónuð skuggaefni, sem ætluð eru til inndælingar í æð, á borð við Amipaque og iohexol hafa sýnt, svo ekki verður um villst, yfirburði pessara efnasam- banda gagnvart jónuðum skuggaefnum, bæði vegna minni blóðrennslisáhrifa peirra og vegna pess, hversu ópægindalítil þau hafa reynst sjúklingum. Amipaque hefur verið not- að í klínískum prófunum um nokkurra ára skeið á mörgum stórum röntgendeildum bæði vestan hafs og austan og hefur löngu sannað ágæti sitt. Vegna lægra verðs og meiri hagkvæmni í notkun mun iohexol án efa leysa Amipaque af hólmi og ryðja jónuðum skuggaefnum með hærri flæðiþrýsting alveg úr vegi áður en langt um líður, par sem því verður við komið. Iohexol er talsvert dýrara en öll jónuð skuggaefnasambönd, sem nú eru notuð og mun pessi verðmunur geta hamlað á moti almennri notkun pess, sem aðalskuggaefnis við útlimaskoðanir á stofnunum, þar sem fjármunir eru af skornum skammti. Með vel- ferð sjúklinga í huga er samt varla forsvaran- legt að setja pessari þróun skorður, ef við ætlum að tryggja sjúklingum pá bestu, áhættu-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.