Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1984, Qupperneq 50

Læknablaðið - 15.06.1984, Qupperneq 50
178 LÆKNABLADID Number of cigarettes smoked each day ■ : with symptoms Antibody • : without symptoms t'ter Fig. Correlation between number of cigarettes smoked each day and antibody titer in 12 subjects exposed to humidification system. reykingavenjur og einkenni hjá viðmiðunar- hópnum. Fimm einstaklingar í viðmiðunar- hópnum höfðu titergildi tveir fyrir rakatækja- antigenum, sem er yfir skekkjumörkunum. Pegar borin eru saman titergildin í rann- sóknarhópnum og viðmiðunarhópnum sést, að hærri gildi eru áberandi fleiri í rannsókn- arhópnum. Munurinn milli rannsóknarhóps og viðmiðunarhóps er marktækur á 2 % stigi. UMRÆÐA Nokkuð skiptar skoðanir eru um eðli raka- tækjasóttar. Að flestu leyti eru einkenni hin sömu og við lungnasótt. Pó eru röntgen- breytingar á lungum sjaldgæfari við rakatækja- sótt. Mánudagsveikin er einkenni á bómullar- sótt (byssinosis) og líkist rakatækjasóttin henni að pví leyti. Flestir, sem skrifað hafa um rakatækjasótt, hafa talið hana stafa af týpu III ofnæmi, en einnig hefur komið fram sú skoðun að endotoxín frá Gramneikvæðum sýklum væri orsökin (6). Fyrri rannsóknir hafa komist að sömu niðurstöðum og við varðandi neikvætt sam- band milli reykinga og mótefnamagns í blóði (1). Rætt er um tvær hugsanlegar skýringar á pessu. Annars vegar að starfsemi átfruma í lungnablöðrunum sé veikluð vegna reykinga, en þær eru nauðsynlegar fyrir eðlilegar ó- næmissvaranir í lungunum. Hins vegar er bent á, að reykingamenn safni innönduðum ögnum á aðra staði í lungun en þeir sem ekki reykja, en þetta gæti einmitt leitt til annars konar ó- næmisviðbragða hjá reykingamönnum (1). Niðurstöður rannsóknarinnar hafa sýnt að mótefnamyndun er algeng gegn antigenum úr menguðum rakatækjum. Samband mótefna- magnsins og einkenna er þó óljóst þar sem aðeins einn úr rannsóknarhópnum fékk veru- leg einkenni. Fyllsta ástæða er til þess að fylgja nákvæmlega leiðbeiningum framleið- enda rakatækjanna um viðhald og þrif. Lík- lega þarf að þrífa rakatækin vikulega eða oft- ar til að fyrirbyggja slím og överuvöxt í þeim. Ástæða er til að íhuga hvort hættan af notkun vegur upp á móti nytsemi þeirra. Einnig þarf að muna, að sama hætta getur stafað af upphitun húsa með stokkakerfum og af rakagjöfum. SUMMARY A case report is given on 46 year old female with humidifier fever. She worked in a public office which was equipped with two humidifiers where slime was growing in the water. The patient and several of her asymptomatic co-workers had strongly positive precipitin tests to extracts of the slime. There was a negative correlation between smoking and the precipitin tests. In a control group of office-workers, who were intermittently exposed to humidification system, some subjects had weak positive precipitin tests but the difference between their antibody levels and those found for the study group was statistically significant. HEIMILDIR 1) Belin L.: Prevalence of symptoms and immunore- sponse in relation to exposure to infected humidifiers. Europ. J. Respir. Dis. Suppl. 107, 1980,61, 155-62. 2) Gíslason D.: Atvinnusjúkdómar vegna ofnæmis og ertings í öndunarfærum. Læknablaðið, 1981; 3: 77-89. 3) H. M. Chief Inspector of Factories. Annual Report, 1969. 4) Muittari A, Kuusisto P, Sovijarvi A.: An epidemic of bath water fever — endotoxin alveolitis? Europ J Respir Dis Suppl 123, 1982, 63, 108-16. 5) Pickering CAC. Humidifier fever. Europ J Respir Dis Suppl 123, 1982, 63, 104-7. 6) Rylander R, Haglind P, Lundholm M, Mattsby I, Stenquist K.: Humidifier fever and endotoxin exposure. Clinical Allergy, 1978; 8: 511-6. 7) Siegel S.: Nonparametric statistics for the beha- vioral sciences, pp. 116-27. McGraw-Hill Koga- kusha, Ltd Tokyo 1956.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.