Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 171 ættum eða nein önnur alvarleg heilsufarsleg vandkvæðihjáC. Henni sóttist vel nám. Lauk gagnfræðaprófi og tveim árum í framhalds- skóla. Hóf síðar listnám, en gekk ekki nógu vel að eigin mati og hætti. Sama ár fór hún til dvalar erlendis, en líkaði ekki og hvarf heim. Varð fyrir vonbrigðum með þessa »ósigra« sína. Síðla þetta ár léttist hún á skömmum tíma um 15 kg sem er rúmlega 25% af likamsþyngd. Hún hafði þá ekki haft tíðir í hálft ár. Hún leitaði læknis vegna slappleika og hann lagði hana inn á lyflækningadeild. Skoðun: C var 172 cm á hæð og 41 kg að þungd. Hafði lést úr 56 kg. Líkhár voru áberandi og púls 40-50 á mín. í viðtali skýr og greinargóð, en lét lítið uppi, féllst í orði kveðnu á að hún mætti þyngjast. Þyngdist þó ekki við mánaðardvöl á þessari deild. Meðferð: C var síðan útskrifuð af lyf- lækningadeild og innlögð á geðdeild. Hafin var atferlismeðferð og þyngdist C um 11 kg á 3 Vi mánuði. Hún var svo viðloðandi göngu- deild í rúmlega tvö ár, en um það leyti féll þyngd hennar aftur og nú um 16 kg frá því sem hún hafði verið hæst að aflokinni áðurnefndri atferlismeðferð og vó hún þá aðeins 36 kg. Hún hafnaði endurinnlagningu á geðdeild, en var lögð inn á lyflækningadeild. Fór þar í atferlismeðferð á ný, stjórnað frá geðdeild og þyngdist um 10 kg á fjórum mánuðum. Skömmu síðar rauf hún göngudeildarsam- band og er ekki vitað til þess að hún hafi verið til frekari meðferðar vegna anorexia nervosa og ekki liggja fyrir öruggar heimildir um heilsufar hennar og klínískt ástand núna. Talið er þó að hún muni hafa haldið þyngd nokkurn veginn. Fjórða sjúkrasaga (D) Ferill: D var 15 ára við fyrstu innlögn. Hún er eina barn foreldra sinna, en þau skildu er hún var í frumbernsku. Ólst síðan upp hjá móður og síðar hjá afa og ömmu við gott atlæti, en kannski nokkra undanlátssemi að sögn. Það eru einhver geðræn vandkvæði í ætt móður, og hún er sögð hafa verið í tíðum megrunum, án árangurs. D var eðlilegt barn og gekk vel í skóla en var nokkuð ein á báti, átti fáa félaga og fá áhugamál. Var þó þrjá vetur í dansskóla. Nokkru fyrir innlögn fannst henni hún of feit, fór í sína fyrstu megrun og léttist um 17 kg. Hún var þá mjög upptekin af að halda sér grannri, »svekkt yfir að þyngjast«, mikið á hreyfingu. Tíðaleysi hafði staðið í nokkra mánuði. Hún var svo innlögð á lyflækningadeild vegna slens, yfir- liðakenndar og megrunar. Skoðun: D sem var 172.5 cm á hæð var aðeins 46.8 kg að þyngd. Hafði áður verið 63 kg. Hjartsláttur var 64/mín., og líkhár voru áberandi. Líkamsímynd var brengluð og D afneitaði sjúkdómi sínum og ófullnægjandi mataræði. Meðferð: Meðhöndluð í fyrstu með aðhaldsmeðferð, en þyngdist sama og ekkert. Endurinnlögð þrem mánuðum síðar, þá 45.7 kg. Hafin var atferlismeðferð undir Ieiðsögn frá geðdeild og náði D 52 kg þyngd. Tæpu ári síðar endurinnlögð á sömu deild, aðeins 40 kg. Fór skömmu síðar á geðeild og þyngdist við atferlismeðferð um 6.7 kg á 47 dögum. Skjótt sótti í sama horfið og var D þá endurinnlögð á sömu deild og reynt að veita henni stuðning og þyngja hana á ný. Var hún dagsjúklingur á köflum næstu mánuðina. Bati var hægur, en fimm mánuðum síðar hafði hún náð 50 kg. Liðan þó áfram ófullnægjandi og nánu sambandi haldið. Tæpum þrem árum eftir fyrstu komu gerði hún tilraun til skólagöngu með stuðningi geðdeildar, en þyngd minnkaði óðum og var hún þá endurinnlögð og hafin atferlismeðferð á ný og viðbrögð hafa verið jákvæð, bæði hvað neyslu snertir og hugarfar. Innsýn í sjúk- dóminn hefur aukist, svo og samstarfsvilji og löngun til að standa sig og ná heilsu. Staðan þó enn óljós. Fimmta sjúkrasaga (E) Ferill: E var rétt innan við tvítugt við fyrstu komu. Hún ólst upp hjá foreldrum, önnur í röð þriggja systkina. Fósturskeið, fæðing og bernska eðlileg nema hvað hún fékk háls- bólgu og hitakrampa fimm ára og var þá inn- lögð á sjúkrahús. Sögð viðkvæm og háð móður. Faðir var samviskusamur og átti vanda til geðlægðar. Móðirin var heilsugóð. Fjölskyldulíf var rólegt. E var talin greind og sóttist nám vel. Hætti þó í skóla 17 ára vegna kvíða og þunglyndishneigðar, en tók það nærri sér, langaði til að læra meira. Fékk geðlægðarlyf, án verkunar þá. Lýst var tilgangsleysiskennd, einbeitingarerfiðleikum, ennfremur spennu og ofvirkni »eins og hún mætti ekki slaka á«. Fyrir innlagninguna hafði þyngd minnkað um 19 kg. E hafði þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.