Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 187-8 187 1 1 "1"' I HAUSKÚPA EGILS SKALLA - r* GRÍMSSONAR OG HJARTA RI rDOMU [\ ÞORMÓÐS KOLBRUNARSKALDS I. Þórður Harðarson, prófessor í lyflæknis- fræði, skrifar grein i síðasta tölublað Skírnis um sjúkdóm Egils Skallagrímssonar. Þar telur Þórður upp nokkur ellimörk Egils, sem margir læknar, sem og leikir, telja eðlileg, þegar tekið er tillit til aldurs Egils. En prófessorinn er á öðru máli. Virðist hann ekki una þeirri hneisu, að hetjan hafi orðið ellidauð eða dáið nánast úr engu. Án þess þó að nefna banamein Egils, telur hann ellimörkin teikn um merkilegan beinasjúk- dóm, sem kenndur er við Paget, en segir síðan orðrétt: »En hausinn tekur af flest tvímæli«. í Eglu er sagt frá beinafundi að Hrísbrú í Mosfellssveit: »... var haussinn undarlega mikill, en hitt þótti þó meir frá líkendum, hve þungr var; haussinn var allr báróttr utan, svá sem hörpuskel.« Skafti prestur Þórarinsson að Mosfelli rannsakaði síðan hausinn: »... tók hann þá handöxi vel mikla og reiddi annarri hendi, sem harðast og laust hamrinum á hausinn ok vildi brjóta, en þar sem á kom hvítnaði hann, en ekki dalaði né sprakk«. Telur Þórður, sem sagt, þessi teikn taka af allan vafa um sjúkdóm Pagets. Það hefur verið dæmigert fyrir Pagets- sjúklinga, að þeir þurfi að skifta um höfuðfat, er kúpubein þeirra þykkna. Hvergi er þess þó getið í Eglu, að Egill hafi þurft stærri hött eða hjálm með árunum. Ekki er þess heldur getið, að Egill hafi barist hjálmlaus. Undarlegt væri, að höfundur Eglu gleymdi slíkri dáð, er hann lýsir hetju sinni. Hafi Egill barist hjálmlaus, þegar sjúkdóm- urinn var á þyrjunarstigi og þeinin enn mjúk, hefðu barsmíðar, jafnvel smámenna með hrífuskaft, getað dældað heilabú Egils og gert bárótt. Þetta er frekar ósennilegt, enda var Egill hávaxinn mjög. Hugsanlegt er, að hárlos Egils hafi vegið upp á móti þykknun höfuðskelja hans og hafi hann því ekki þurft stærri hjálm. Það er líka ósennilegt, þar sem Egill varð snemma sköll- óttur, þ.e. þunnhærður löngu áður en hausinn hefði þykknað af völdum meints Pagets sjúkdóms. Hins vegar er önnur skýring líklegri, raunar alveg augljós. í Eglu er lýst kröftugum látbragðsleik Egils í höllu Aðalsteins konungs, er Egill vildi fá bróður sinn, Þórólf, bættan: ».. . þá hleypti hann annarri brúninni ofan á kinnina, annarri upp í hárrætur«. Þessi andlitsíþrótt er stórkostleg, þegar haft er í huga, að hárræturnar voru komnar langleiðina aftur í hnakka. Slíkt hlýtur að hafa kostað þrotlausar æfingar frá blautu barnsbeini. Þegar Egill var óharðnaður unglingur, hefur hann sennilega oft dregið brúnirnar upp af slíku afli, að beinhimnur hauskúpunnar hafi lagst í felling- ar. Smám saman hafa höfuðskeljarnar orðið báróttar og þykkar vegna þessarar vöðva- spennu. Þess konar bein eru kölluð viðbrigðin og eru alls ólík beinum Pagets sjúklinga. Það er sennilegt, að aldrei hafi augabrún- irnar velkst jafnmikið á hvirfli Egils og þegar hann hefur verið í sálarháska. Hefur öldurót hugans vafalítið stuðlað að báróttu yfirborði skallans. Vitað er, að Egill hafði sterka kjálkavöðva, enda beit hann menn auðveldlega á barkann. Til marks um þetta segir svo í Eglu: »Egill var mikilleitur, ennisbreiöur, brúna- mikill, nefið ekki langt, en ákaflega digurt, granstæðið vítt og langt, hakan breið furðu- liga og svá allt um kjálkana<.<.. Hér er verið að lýsa kröftugum festum tyggingarvöðvanna, sem að hluta festast í höfuðleðrið, er síðan festist í augabrúnirnar. Hefur spenna tyggingarvöðvanna vafalítið haft mikil áhrif á styrk og þykkt hauskúp- unnar. Lýsingin hér að ofan er harla ólík andlitsfalli því, sem oft sést hjá Pagets
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.