Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 185 þessu svæði og var það allt mjög mengað gæsaskít. Reyndar höfðu tveir fyrstu sjúk- lingarnir, sem veiktust í byrjun júní, báðir haft umtalsverð tengsl við gæsir í eldisstöð og væntanlega sýkst af þeim. Að öðru leyti höfðu sjúklingarnir ekki nein tengsl við gæsir um- fram aðra bæjarbúa. l.MRÆÐA Lítill vafi leikur á, að Campylobacter jejuni olli umræddum faraldri. Bakterían ræktaðist frá gæsum, sem aðgang höfðu að vatnsbólinu og frá læk, sem þær höfðu einnig mengað. Einkenni sjúklinganna voru mjög dæmigerð fyrir þann sjúkdóm, sem hún veldur og Campylobacter ræktaðist úr hægðasýnum frá fjórum þeirra sex sjúklinga, sem rann- sakaðir voru. Það er athyglisvert hve fá sýni voru send til ræktunar, því miður virðast íslenskir læknar ekki leggja mikla áherslu á saurræktanir við greiningu á niðurgangi. Á þetta bæði við um lækna í þéttbýli, en ekki síst úti á landi þaðan sem sendingar saursýna eru erfiðari viðfangs og kosta meira umstang. Starfsfólk á heilsu- gæslustöðinni á Stöðvarfirði tók einnig eftir mjög eindreginni andstöðu sjúklinga gegn því, að skila saursýnum. Virðist þurfa að upplýsa fólk betur um mikilvægi saurræktana við greiningu iðrasýkinga. Campylobacter jejuni finnst í mörgum dýrategundum og mörg dýranna geta gengið með bakteríuna langtímum saman án nokk- urra sj úkdómsteikna (4). Þau dýr, sem sérstak- lega hafa verið nefnd í þessu sambandi, eru hænsni, endur, gæsir og sauðfé. Sjaldnar finnst bakterían í nautgripum, hundum og geitum (5). Víðast hefur C. jejuni reynst vera sýnu algengari í dýrum, en t.d. Salmonella. Því er brýnt, að allir geri sér grein fyrir þessum dýrategundum og þá einkum gæsum, öndum og sjúklingum. Líklegt verður að telja að alifuglar séu oft mengaðir C. jejuni þegar kemur á neytendamarkað. Ólíklegt er, að Campylobacter lifi af matreiðslu, en vegna mengunarhættu er nauðsynlegt að auka al- menningsfræðslu um matareitranir, sem af slíkri mengun geta hlotist. Sýkingar af völdum afurða af þessu tagi eru þó líklega ekki algengar og oftast staðbundn- ar. Öðru máli gegnir ef vatnsból mengast af bakteríum, eins og Campylobacter, sem allt bendir til að gerst hafi á Stöðvarfirði. Far- aldrar, sem af slíku hljótast geta orðið mjög stórir og komið snögglega (6). Sem betur fór hlaust ekki umtalsverður skaði af umræddum faraldri, þótt vinnutap hafi orðið nokkuð og margir hafi orðið fyrir umtalsverðum óþæg- indum. Verr hefði getað farið ef ekki hefði verið brugðið fljótt og skynsamlega við. Undirstrikar þetta nauðsyn þess að umgang- ast vatnsból af mikilli var kárni til þess að slys af þessu tagi endurtaki sig ekki. Reikna verður með að aligæsir beri að staðaldri C. jejuni og ef til vill fleiri bakteríur, sem geta valdið iðrasýkingum og geta þessar bakteríur lifað í gæsaskít í nokkurn tíma. Mest er hættan, að sjálfsögðu, ef yfirborðsvatn er notað til neyslu. Reikna má með að margir staðir á landinu búi við slík skilyrði, að þessi hætta sé fyrir hendi og gera þurfi ráðstafanir til að verja vatnsból fyrir ágangi, ekki einungis sauðfjár, heldur einnig fugla. Ef neysluvatns- ból er óyfirbyggt, er hættan að sjálfsögðu margföld af völdum fugla og þá sér í lagi máva, sem vitað er að borið geta hættulegar bakteríur (7). Campylobacteriosis er algengasta orsök iðrasýkinga af völdum baktería í flestum nágrannalöndum okkar, þó svo virðist ekki vera á íslandi (8). Hér á landi greinast mun fleiri Salmonella- en Campylobactertilfelli. Á- stæður þessa eru óljósar, en vera kann að um áhrif loftslags sé að ræða, engu að síður er það staðreynd, að C. jejuni virðist vera útbreidd á íslandi og full þörf virðist vera á að menn geri sér grein fyrir þeim hættum, sem fylgja mengun af hennar hálfu. Áður hefur verið lýst tíðni Campylobacteriosis á íslandi og einkenn- um sjúkdómsins (8). Einkenni sjúklinganna á Stöðvarfirði koma vel heim við sjúkdóminn, þótt flestar sýkingarnar hafi verið tiltölulega vægar. Campylobacteriosis gengur oft yfir án meðferðar á nokkrum dögum, en margir mæla með eryþrómýsín-meðferð í nokkra daga til þess að stilla veikindin og til þess að minnka líkur á smitun til annarra. Ekki er algengt, að smit berist beint frá manni til manns, en í hverjum faraldri eru einhver slík tilfelli og einkum eru bleyjubörn líkleg til að smita út frá sér. Eins og áður sagði, greindust engin ný sjúkdómstilfelli, eftir að hætt var að veita Sellæk inn á neysluvatnskerfi bæjarbúa og aligæsir höfðu verið reknar af vatnsbóls-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.