Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 14
168 1985;71:168-74 LÆKNABLAÐIÐ Magnús Skúlason, Eirikur Örn Arnarson, Ingvar Kristjásson ANOREXIA NERVOSA: LYSTARSTOL AF GEÐRÆNUM TOGA Sex sjúkratilfelli INNGANGUR í annarri grein framar í þessu hefti hefur verið fjallað almennt um lystarstol af geðrænum toga, einkenni sjúkdómsins, greiningu, kenn- ingar um orsakir og grundvallaratriði meðferðar. Eins og áður segir bendir ýmislegt til þess að tíðnin hafi aukist á síðari árum. Ekki er þó unnt að byggja þá umsögn á innlendum rannsóknum. En með bættri aðstöðu á geðeildum hérlendis hafa sjúkling- ar með þennan sjúkdóm komið þangað oftar til meðferðar en áður. Tilefni þessarar greinar eru sex sjúklingar, sem hafa verið í meðferð á geðdeildum Landspítalans eða í tengslum við hana árið 1980 til 1984. Af þeim komu fimm á geðdeildina sjálfa, en einn á barnadeild Landspítalans. Hér verður greint nánar frá þessum sjúklingum, meðferð þeirra og árang- rinum af henni. Meðferðarstefnum sem fylgt var er lýst í hnotskurn, birtir útdrættir úr heilsufars- og sjúkrasögum og stuttlega greint frá meðferðinni og núverandi horfi í ein- stökum tilfellum. Athugunin leiddi í ljós að atferlismeðferð reyndist vel til að ná út þyngd og styrkja sjúklingana almennt — og i öðru lagi mikla þörf á stuðningi um lengri tíma. AÐFERÐIR OG SJÚKLINGAR í meðferðinni var lögð áhersla á atferlis- meðferð (1,2, 3, 4) auk viðtala og lyfjagjafar þar sem hún var talin nauðsynleg. Meðferðin fór því fram í tveim meginþrepum: 1. Atferlismeðferð. Meðan á henni stóð var nauðsynlegt að sjúklingarnir væru inn- lagðir. 2. Framhaldsmeðferð að loknu framan- greindu byrjunarþrepi fór fram á göngu- deild í formi viðtala og stuðnings. í þrem tilfellum var og hafin meðferð með þung- lyndislyfjum samhliða, sem e.t.v. mætti kalla þriðja þrepið. í tveim tilfellum var sú lyfjameðferð hafin samhliða atferlis- Frá geðdeild Landspítalans. Barst ritstjórn 20/02/1985. Samþykkt og send í prentsmiðju 07/03/1983. meðferð í síðari innlögnum, en annars var forðast að blanda þessu tvennu saman. Byrjað var á atferlismeðferð á deildinni strax að lokinni ítarlegri athugun (baseline observa- tion) á atferli sjúklinganna. Samdar voru í hverju tilfelli nákvæmar meðferðaráætlanir og skýrar og afdráttarlausar leiðbeiningar til hjúkrunarfólks. Þar var kveðið á um öll meginatriði meðferðarinnar, en þau eru í stórum dráttum þessi: — Meðferðin er útskýrð fyrir sjúklingnum og samþykki hans fengið. — Gerður er ítarlegur meðferðarsamningur. Að náðu samkomulagi er skrifleg meðferðaráætlun undirrituð. — Sjúklingurinn er gerður ábyrgur fyrir mataræði sínu. — Sjúklingurinn er einnig gerður ábyrgur fyrir þyngdaraukningu. — Ákjósanleg umbun valin. — Starfslið umbunar aðeins þyngdaraukn- ingu. — Þegar sjúklingurinn hefur þyngst um 125 grömm í viðbót við hæstu þyngd eftir innlagningu er honum umbunað með einhverju sem hann sækist eftir. — Lögð er áhersla á samstarf við hjúkrunar- lið og ættingja. — Meðferðaráætlun skal fylgja vel eftir, og athugasemdir af hálfu hjúkrunarliðs eða ættingja skal ræða við meðferðaraðila en ekki við sjúklinginn. — Forðast ber umræðuefni sem kunna að vekja kvíða (t.d. útlit og holdafar). — Starfsfólk fyrirbyggi skyndilega ofneyslu matar hjá sjúklingum með slíkar tilhneig- ingar samanber lista Feighners og félaga (5). — Hafa ber í huga að sjúkdómur þessi getur verið lífshættulegur og fylgjast ber með sjúklingum í samræmi við það. — Á þessu skeiði meðferðar varðar öllu að fá sjúklinginn til að nærast, ekki að grafast fyrir um orsakir. Frumáhersla er því lögð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.