Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1985, Síða 14

Læknablaðið - 15.06.1985, Síða 14
168 1985;71:168-74 LÆKNABLAÐIÐ Magnús Skúlason, Eirikur Örn Arnarson, Ingvar Kristjásson ANOREXIA NERVOSA: LYSTARSTOL AF GEÐRÆNUM TOGA Sex sjúkratilfelli INNGANGUR í annarri grein framar í þessu hefti hefur verið fjallað almennt um lystarstol af geðrænum toga, einkenni sjúkdómsins, greiningu, kenn- ingar um orsakir og grundvallaratriði meðferðar. Eins og áður segir bendir ýmislegt til þess að tíðnin hafi aukist á síðari árum. Ekki er þó unnt að byggja þá umsögn á innlendum rannsóknum. En með bættri aðstöðu á geðeildum hérlendis hafa sjúkling- ar með þennan sjúkdóm komið þangað oftar til meðferðar en áður. Tilefni þessarar greinar eru sex sjúklingar, sem hafa verið í meðferð á geðdeildum Landspítalans eða í tengslum við hana árið 1980 til 1984. Af þeim komu fimm á geðdeildina sjálfa, en einn á barnadeild Landspítalans. Hér verður greint nánar frá þessum sjúklingum, meðferð þeirra og árang- rinum af henni. Meðferðarstefnum sem fylgt var er lýst í hnotskurn, birtir útdrættir úr heilsufars- og sjúkrasögum og stuttlega greint frá meðferðinni og núverandi horfi í ein- stökum tilfellum. Athugunin leiddi í ljós að atferlismeðferð reyndist vel til að ná út þyngd og styrkja sjúklingana almennt — og i öðru lagi mikla þörf á stuðningi um lengri tíma. AÐFERÐIR OG SJÚKLINGAR í meðferðinni var lögð áhersla á atferlis- meðferð (1,2, 3, 4) auk viðtala og lyfjagjafar þar sem hún var talin nauðsynleg. Meðferðin fór því fram í tveim meginþrepum: 1. Atferlismeðferð. Meðan á henni stóð var nauðsynlegt að sjúklingarnir væru inn- lagðir. 2. Framhaldsmeðferð að loknu framan- greindu byrjunarþrepi fór fram á göngu- deild í formi viðtala og stuðnings. í þrem tilfellum var og hafin meðferð með þung- lyndislyfjum samhliða, sem e.t.v. mætti kalla þriðja þrepið. í tveim tilfellum var sú lyfjameðferð hafin samhliða atferlis- Frá geðdeild Landspítalans. Barst ritstjórn 20/02/1985. Samþykkt og send í prentsmiðju 07/03/1983. meðferð í síðari innlögnum, en annars var forðast að blanda þessu tvennu saman. Byrjað var á atferlismeðferð á deildinni strax að lokinni ítarlegri athugun (baseline observa- tion) á atferli sjúklinganna. Samdar voru í hverju tilfelli nákvæmar meðferðaráætlanir og skýrar og afdráttarlausar leiðbeiningar til hjúkrunarfólks. Þar var kveðið á um öll meginatriði meðferðarinnar, en þau eru í stórum dráttum þessi: — Meðferðin er útskýrð fyrir sjúklingnum og samþykki hans fengið. — Gerður er ítarlegur meðferðarsamningur. Að náðu samkomulagi er skrifleg meðferðaráætlun undirrituð. — Sjúklingurinn er gerður ábyrgur fyrir mataræði sínu. — Sjúklingurinn er einnig gerður ábyrgur fyrir þyngdaraukningu. — Ákjósanleg umbun valin. — Starfslið umbunar aðeins þyngdaraukn- ingu. — Þegar sjúklingurinn hefur þyngst um 125 grömm í viðbót við hæstu þyngd eftir innlagningu er honum umbunað með einhverju sem hann sækist eftir. — Lögð er áhersla á samstarf við hjúkrunar- lið og ættingja. — Meðferðaráætlun skal fylgja vel eftir, og athugasemdir af hálfu hjúkrunarliðs eða ættingja skal ræða við meðferðaraðila en ekki við sjúklinginn. — Forðast ber umræðuefni sem kunna að vekja kvíða (t.d. útlit og holdafar). — Starfsfólk fyrirbyggi skyndilega ofneyslu matar hjá sjúklingum með slíkar tilhneig- ingar samanber lista Feighners og félaga (5). — Hafa ber í huga að sjúkdómur þessi getur verið lífshættulegur og fylgjast ber með sjúklingum í samræmi við það. — Á þessu skeiði meðferðar varðar öllu að fá sjúklinginn til að nærast, ekki að grafast fyrir um orsakir. Frumáhersla er því lögð

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.