Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:175-7 175 J. Matthías Kjeld, Þórarinn Ólafsson, Jón Eldon KALSÍUM, MAGNESÍUM OG FOSFÓR í ÞVAGI INNGANGUR Engar tölur hafa verið birtar um þvagútskiln- að á kalsíum (Ca), magnesíum (Mg) og ólífrænum fosfór (P^) í íslendingum. Frásog og útskilnaður þessara efna stjórnast m.a. af fæðu, sól og öðrum venju- og umhverfis- bundnum þáttum, t.d. hreyfingu (1) og líkamsþyngd (2, 3). Hugsanlega kynnu erfðir að hafa einhver áhrif. Ákveðið var að kanna þvagútskilnað framangreindra efna hérlendis með því að mæla þau hjá 31 einstaklingi og fá þannig fram grófan samanþurð við aðrar þjóðir. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Tveir hópar fengust til þátttöku. 1) Þrettán sjálfboðaliðar meðal starfsfólks Landspítalans og utan hans á aldrinum 28- 46 ára. 2) Átjánsjúklingaráaldrinum 16-74ára, sem vistaðir voru á lýtalækninga- eða bækl- unardeild Landspítalans og ekki voru haldnir neinum kerfissjúkdómum, höfðu fulla fótavist og voru án lyfja. Sjúklingar þessir höfðu verið kallaðir inn til ein- faldra, valdra aðgerða. Þvagsöfnun fór fram í mars og apríl ýmist fyrir aðgerð eða 2-3 vikum eftir aðgerð og voru sjúklingarnir þá á venjulegu fæði. Þvaginu var safnað í plastbrúsa, sem í höfðu verið settir 50 ml af 2N saltsýru. Þvagmagn var mælt eftir söfnun, en 20 ml geymdir við — 20° C, uns mæling fór fram. En þá voru sýnin hituð við 60-70° C í a. m.k. 40 mínútur og hrist af og til áður en mæling hófst. Mg og Pi söltin reyndust torleystari en Ca söltin. Ca og Mg voru mæld með eindargleypnis- mæli (atomic absorption spectrometer), Per- kin-elmer, model 305B. Staðlar voru frá Merck, Darmstadt (Titrisol, VM). »Sero- Frá Rannsóknadeild Landspítalans, SvæFingadeild Landspítal- ans og Tilraunastöð Háskólans að Keldum. Barst ritstjóm 10/02/1984. Samþykkt til birtingar 12/04/1985. norm« (gæðastýringarsýni frá Nygaars A/S, Oslo) var notað til viðmiðunar og bar mæl- ingum okkar vel saman við uppgefin »Sero- norm«-gildi (Ca uppgefið 2.75, mælt 2.62 mmol/1, Mg uppgefið 0.96, mælt 0.95 mmol/1). Ómarkvísi (imprecision = coeffici- ent of variation (CV) endurtekinna mælinga á sama sýni) aðferðanna mældist 5.18% fyrir Ca og 1.37% fyrir Mg. Ólífrænn fosfór (Pj) var mældur með aðferð Daly og Ertingshausen (4) á Multistat III, centrifugal analyzer frá Instrumentation Laboratories. Staðallausnir voru heimatil- búnar. Til gæðastýringar var notað »Preci- path U« (Boehringer Mannheim), uppgefin gildi 1.43, mæld gildi 1,53 mmol/1. Ómarkvísi (imprecision) aðferðarinnar var 3.4% þegar sama sýni var mælt 12 sinnum í jafnmörgum lotum. Kreatínín var mælt á autoanalyzer (Techni- con) með Jaffe-aðferð (alkaline picrate). Staðallausnir af kreatíníni voru heimatil- búnar og ómarkvísi mælingarinnar 5.1%. NIÐURSTÖÐUR I Töflu I eru sýndar niðurstöður Ca, Mg, P, og kreatinin-mælinganna hjá körlum og konum. Að jafnaði skilja karlar meira út í þvagi af þessum efnum heldur en konur, en sá munur hverfur, þegar miðað er við kreatínínútskiln- að. Tafla II sýnir samanburð á útskilnaði Ca Table I. Twenty four hours urinary excretion (mmois x± ISD) ofcalcium, magnesium andinorganicPhospho- rus in Icelandic men (15) and women (16). Men N= 15 Women N= 16 Calcium 4.6 ±1.6 3.4±2.2 Magnesium 5.6± 1.8 4.9±2.0 Phosphorus inorg 32.0±8.7 23.3±8.4 Creatinine 15.3 ±2.6 10.7 ±1.6 Ca/Creatinine 0.31 ±0.14 0.31 ±0.18 Mg/Creatinine 0.45 ±0.27 0.42 ±0.21 P/Creatine 2.15±0.76 2.10±0.73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.