Kópavogur - 12.04.2013, Qupperneq 6

Kópavogur - 12.04.2013, Qupperneq 6
6 12. apríl 2013 Lýður Árnason, Lýðræðisvaktinni Já, við teljum það óumflúið. Lýð-ræðisvaktin vill rétta hlut heimil- anna með því að færa niður höfuðstól almennt á verðtryggðum og gengis- tryggðum húsnæðislánum. Ennfremur tryggja að skipan húsnæðislána taki mið af ríkjandi reglum um neytenda- vernd sem Ísland hefur lögleitt gegnum EES. Allra fyrst vill Lýðræðisvaktin þó kortleggja raunverulega stöðu þjóðar- búsins og fá til þess óháða erlendra sér- fræðinga. Inni í því er staða bankanna, ríkissjóðs, sveitarfélaga, heimila og fyr- irtækja. Þegar sú úttekt liggur fyrir er betra að sjá hvernig framhaldinu skal háttað. Fréttaskot Áskrift Er nokkuðsvona heimahjá þér... Bara fagmennska! Láttu Ráðtak ástandsskoða íbúðina, fyrirtækið, sumar­ bústaðinn, farartækið, skipið, húsbílinn áður en þú kaupir, leigir eða selur. Árni Páll Árnason, Samfylkingunni Já, bætt staða heimilanna og lífskjör verður áfram forgangsverkefni. Markvissar aðgerðir á borð við 110% leiðina og endurútreikning erlendra lána, hafa lækkað skuldir heimilanna um rúmlega 200 milljarða og sem hlut- fall af landsframleiðslu eru þær í sömu stöðu og 2006. En rannsóknir sýna að ákveðnir hópar eru enn í erfiðri stöðu og þeirra þörfum þarf að mæta. Þetta eru þeir sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þau heimili sem þurftu lánsveð til íbúðarkaupa. Auk þess hafa þeir sem eru með lán hjá Íbúðarlánasjóði ekki fengið jafn miklar niðurfærslur og aðrir, þar þarf að tryggja sambærilegar úrbætur. Til að mæta greiðsluvanda heimil- anna hafa að auki 100 milljarðar runnið til fjölskyldna í barna- og vaxtabætur á kjörtímabilinu. Þar viljum við enn bæta í. Til framtíðar er besta umhverfið fólgið í stöðugu gengi og vörn gegn verðbólgu, kjararýrnun og eignaupptöku. Því boðum við ábyrga hagstjórn sem miðar að stöðugleika og möguleika á inngöngu í myntsamstarf ESB. Í Evrópu býr fólk við mun lægri vexti og verðbólgu og það væri ábyrgðarleysi að loka dyrunum að slíkum kjörum fyrir íslensk heimili. Vésteinn Valgarðsson, Alþýðufylkingunni: Það er brýnt að leiðrétta forsendu-brestinn og stökkbreytinguna sem varð á flestöllum húsnæðislánum þegar kreppan skall á og eiginlega galið að það hafi ekki verið gert fyrir löngu. Sér- tækar lausnir hafa hvergi nærri reynst nógu vel og drjúgur hluti heimilanna í landinu rambar á barmi gjaldþrots. Stökkbreyttar skuldir annarra, sem geta þó staðið í skilum, eru jafnranglátar og því jafnrétt að skera þær niður. Við mundum því beita okkur fyrir almennum aðgerðum sem mundu gagnast svo að segja öllum lánþegum, til dæmis að setja afturvirkt þak á verð- trygginguna og láta bankana borga leiðréttinguna. Brýnast af öllu er þó að félagsvæða fjármálakerfið allt, að fjármálaþjónusta í landinu verði félags- lega rekin, opinber þjónusta og fólk geti fengið þá fjármálaþjónustu sem það þarf án þess að borga af því okurvexti. Það er okkar höfuðmál: að félagslega reknu fjármálakerfi verði komið á laggirnar svo fólk geti t.d. komið sér upp hóflegu heimili á því sem næst kostnaðarverði, hvort heldur það er til eignar eða leigu. Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki: Já, Framsóknarmenn hafa lagt til almenna skuldaleiðréttingu á höf- uðstól verðtryggðra húsnæðislána. Fyrstu tillögur okkar um almenna skuldaleiðréttingu komu fram árið 2009, þar sem við vildum að afsláttur- inn á lánasöfnum bankanna yrði látinn ganga áfram til þeirra sem skulduðu. Það tækifæri var ekki nýtt. Síðan þá hafa bankarnir bókfært hagnað sem nemur samanlagt hátt á þriðja hundrað milljörðum frá hruni, fyrst og fremst vegna uppfærslu á lánasöfnum. Allar götur síðan höfum við leitað leiða til að koma til móts við skuldsett heimili. Sú leið sem okkur hugnast best til þess er að samhliða uppgjöri föllnu bankanna og afnámi gjaldeyris- haftanna verði svigrúmi sem þá skapast nýtt til handa heimilunum. Alþingiskosningar 2013 Bæjarblaðið Kópavogur sendi nokkar spurningar til allra þeirra 14 framboða sem tilkynnt hafa um framboð til Alþingis 27. apríl næstkomandi. Svör bárust frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum, Flokki heimilanna, Hægri grænum, Húmanistum og Regnboganum. X2013 Fyrsta spurningin til flokkanna er: Er það forgangsmál í þínum flokki að taka á skulda- vanda heimilanna? Ef svo er, hvaða leið ætlið þið að fara að því marki og hverjir eiga að njóta aðgerðanna? Garðar H. Guðjónsson skrifar: Fleiri valkosti á húsnæðismarkaði Við Vinstri græn teljum að endur-skoða þurfi húsnæðiskerfið með það fyrir augum að auka fjölbreytni og bjóða upp á fleiri raunhæfa bú- setukosti. Við tökum þannig undir með til að mynda Alþýðusambandinu sem hefur lagt fram athyglisverðar hugmyndir um aukna fjölbreytni á húsnæðismarkaði og að byggja hér að nýju upp félagslegt húsnæðiskerfi. Kannski getum við lært af frændum vorum á Norðurlöndum í þessu sam- bandi. Þetta þýðir alls ekki að okkur sé uppsigað við að fólk eignist sitt eigið húsnæði. Þvert á móti, við viljum einmitt leita raunhæfra leiða til að gera fólkinu í landinu kleift að eignast þak yfir höfuðið og búa þar síðan við öryggi og stöðugleika. En séreignarstefnan hentar ekki öllum. Valkostirnir þurfa því að vera fleiri, meðal annars til þess að ungt fólk og barnafjölskyldur geti með sæmilega góðu móti fengið þak yfir höfuðið. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Sam- fylkingarinnar hefur gripið til fjöl- margra ráðstafana til að koma fólki í skuldavanda til hjálpar. Komið var á fót embætti umboðsmanns skuldara, þak var sett á dráttarvexti og síðast en ekki síst hafa vaxtabætur verið hækkaðar stórlega. Það hefur lækkað vaxtakostnað heimilanna um 10-45 prósent, mest hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Þannig hefur skattkerf- inu verið beitt með réttlátum hætti til að jafna lífskjör. Betur má þó ef duga skal í mörgum tilvikum og við verðum að halda áfram að leita lausna á vanda þeirra sem eru í mesta greiðsluvandanum, jafnt þeirra sem eiga og þeirra sem leigja. Það er ekki endilega töfralausn að afnema verðtryggingu en hún stenst ekki í óbreyttri mynd. Henni verður að setja skorður til að verja fólk fyrir áföllum og kollsteypum. Að sama skapi gengur ekki að fólk leggi í fjárhagslegar óvissuferðir til áratuga þótt lánin séu óverðtryggð. Öryggi og stöðugleiki eru lykilorðin í þessu sambandi. Húsnæðismál og endurskoðun húsnæðislána verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda á næstu árum. Þar horfum við í VG til framtíðar um leið og við leitum raunhæfra lausna á þeim fortíðarvanda sem blasir við okkur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri- grænna í Suðvesturkjördæmi Sjá fleiri svör á blaðsíðu 10 Garðar H. Guðjónsson.

x

Kópavogur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.