Kópavogur - 12.04.2013, Qupperneq 9
912. apríl 2013
Willum Þór Þórsson skrifar:
Óréttlætið felst í að heimilin sitji
ein og óstudd uppi með afleiðingar hrunsins
Heimilin eru grundvallarein-ing hagkerfisins, undirstaða þess og drifkraftur. Þung
skuldastaða og erfið greiðslubyrði lána
samhliða skattahækkunum, auknum
opinberum álögum og hækkandi verð-
lagi hafa skert ráðstöfunatekjur heimila
enda liggur sú staðreynd fyrir að um
það bil helmingur heimila á Íslandi á
erfitt með að ná endum saman. Stjórn-
málaumræðan hverfist því æ meir um
þessa erfiðu stöðu heimilanna. Við
í Framsóknarflokknum höfum talað
skýrt og afgerandi um það hvað við
viljum gera og sett það í forgang að
leysa þennan vanda. Forgangsmálin
eru skuldaleiðrétting, afnám verð-
tryggingar og efling atvinnlífs.
Við höfum sagt að ekkert réttlæti
það að heimilin sitji ein og óstudd uppi
með þessar afleiðingar efnahagshruns-
ins og því þarf að leiðrétta stökkbreytt
húsnæðislán. Ekki er lengur deilt um
að svigrúm er til staðar í formi afskrifta
eða skattlagningar á eignir erlendra
kröfuhafa bankanna. Þetta svigrúm
viljum við nýta til handa heimilunum.
Við viljum afnema verðtryggingu
á neytendalánum og tryggja lántak-
endum um leið möguleika á að breyta
yfir í óverðtryggð lán. Þar verður að
útfæra nýtt húsnæðislánakerfi þar sem
kostnaður er viðráðanlegur og þekktur
og áhættunni jafnað á milli lántaka og
lánveitanda.
Hagkerfið er hringrás verðmæta-
sköpunar, hringrás framleiðslu og pen-
inga. Fyrirtækin eru hin grunnefna-
hagseiningin, stoð atvinnulífsins. Því
viljum við Framsóknarmenn efla at-
vinnulifið og gera það með einföldun
regluverks og lækkun skatta og auka
þannig framleiðni og hvata til nýsköp-
unar og mannaráðninga.
Þannig eykst ráðstöfunargeta heimil-
anna og fjárfestingargeta fyrirtækjanna.
Þannig virkar efnahagshringrásin sem
forsenda vaxtar og velferðar.
Þannig virkar Framsókn fyrir heim-
ilin og atvinnulífið.
Willum Þór Þórsson,
fjölskyldufaðir og hagfræðingur
skipar 2. sætið á lista Framsóknar-
flokksins í suðvesturkjördæmi.
-Hvernig er bæjarbragurinn að mati
bæjarstjórans?
„Það kom mér mjög á óvart, þegar ég
flutti hingað frá Reykjavík, hve ég upp-
lifði sterkan bæjarbrag, ef svo má að
orði komast. Kópavogsbúar eru mjög
meðvitaðir um bæinn sinn og gera
miklar kröfur til þeirra sem stjórna
honum. Ég hafði ímyndað mér að það
skipti ekki öllu máli hvort maður byggi
í Kópavogi eða Reykjavík en því er allt
öðruvísi farið. Þessi sterka upplifun
varð til þess, meira en kannski nokkuð
annað, að ég ákvað að skella mér í bæj-
arpólitíkina.“
-Hvernig er hinn dæmigerði Kópa-
vogsbúi í huga bæjarstjórans?
„Hinn dæmigerði Kópavogsbúi lítur
ekki yfir lækinn heldur lítur sér nær
því hann veit að Kópavogur hefur upp
á allt að bjóða. Hinn dæmigerði Kópa-
vogsbúi tekur virkan þátt í félags- og
íþróttalífi bæjarins, sækir sundlaugar
og söfn, og kaupir sínar vörur og þjón-
ustu innan bæjarmarkanna.
Hinn dæmigerði Kópavogsbúi lætur
sig bæinn miklu varða og hefur sterkar
skoðanir á því hvernig best sé að haga
málum.“
-Kópavogur hýsir margar verslanir,
er rétt að kalla hann verslunarbæ?
„Já, það er augljóst. Hér er til dæmis
stærsta verslunarmiðstöð landsins,
Smáralind, en við erum einnig með öfl-
uga verslunarkjarna, svo sem á Smára-
torgi, í Lindum og í Breiddinni þar sem
Byko hefur m.a. verið í áratugi.“
-Hvernig er fjárhagsstaðan?
„Fjárhagsstaða Kópavogs er í raun
mjög sterk þrátt fyrir áföllin sem dundu
yfir á haustmánuðum 2008. Í kjölfarið
urðu til dæmis mikil lóðaskil sem
þýddi að peningar streymdu úr bæjar-
sjóði. Að undanförnu hefur hins vegar
orðið mikill viðsnúningur og lóðir hafa
gengið mjög hratt út. Skuldahlutfallið,
þ.e.a.s. skuldir á móti tekjum, hefur
líka verið að batna hratt og stefnum
við að því að ná því niður fyrir 150%
innan fárra ára.
Aðalatriðið er að reksturinn er
sterkur, rekstrarafgangur fyrir fjár-
magnsliði og lífeyrisskuldbindingar,
hefur verið góður og veltufé frá rekstri
er orðið hátt í þrír milljarðar króna.
Þetta sýnir sterkan tekjugrunn enda
er eftirsóknarvert að búa í Kópavogi.“
-Kemur sameining við önnur sveitar-
félög til greina að þínu mati?
„Ég held að slíkar viðræður séu
alls ekki tímabærar vegna þess að
sveitarfélögin eru enn að jafna sig
eftir bankahrunið. Þar fyrir utan eru
ýmsar rannsóknir sem sýna fram á að
heppileg stærð á sveitarfélögum geti
verið á bilinu þrjátíu til fimmtíu þús-
und íbúar. Því getur með öðrum orðum
fylgt mikill kostnaður að hafa sveitar-
félag of stórt; stjórnsýslan verður þá
flóknari og dreifðari, auk þess sem ná-
lægð bæjarbúa við stjórnkerfið verður
ekki eins mikil.
Ég er ekki viss um að það sé það sem
bæjarbúar vilja. Maður getur líka spurt
sig af hverju við ættum að vera breyta
því sem vel gengur.
-Hver er framtíðarsýnin?
„Ef rétt er haldið á spilunum sé ég
fyrir mér að Kópavogur verði í náinni
framtíð draumasveitarfélagið; fjárhags-
lega sterkt sveitarfélag með lága skatta
og fyrsta flokks þjónustu.“
-HÞ
Hraustir krakkar í Lindaskóla
Um fjárhagsstöðu
bæjarsjóðs:
„Skuldahlutfallið, þ.e.a.s.
skuldir á móti tekjum,
hefur líka verið að batna
hratt og stefnum við að
því að ná því niður fyrir
150% innan fárra ára...“
Allir reikningar frá Kópavogsbæ
nú aðgengilegir í íbúagáttinni
Allir reikningar Kópavogsbæjar svo sem vegna leikskólagjalda, fasteignagjalda og annarra
gjalda birtast nú í íbúagáttinni sem
nálgast má á vef Kópavogsbæjar, www.
kopavogur.is. Þar með er ekki talin þörf
á því lengur að birta reikninga bæj-
arins í heimabanka viðkomandi aðila.
Kópavogsbúar eru hvattir til að skrá
sig í íbúagáttina en þar geta þeir séð
reikninga og yfirlit yfir samskipti sín
við bæinn.
Tilgangur íbúagáttarinnar er að veita
Kópavogsbúum betri rafræna þjónustu.
Í gáttinni er til dæmis hægt að sækja um
margvíslega þjónustu, senda formleg
erindi til bæjaryfirvalda, skoða reikn-
inga og yfirlit og fylgjast með framgangi
sinna mála hjá bænum.
Íbúagáttin var tekin í notkun fyrir
rúmu ári og sífellt fleiri bæjarbúar nýta
sér hana. Efst til hægri á vef bæjarins
er hægt að komast inn í gáttina og skrá
sig.
Lendi einhver í vandræðum er hægt að
hafa samband við þjónustuver bæjarins
í síma: 570 1500 eða með því að senda
tölvupóst á kopavogur@kopavogur.is
lið lindaskóla í Skólahreysti tryggði sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer
í laugardalshöllinni þann 2. maí. Þessir duglegu krakkar eru:Valdimar Friðrik
Jónatansson, Einar Karelsson, Valdís Björk Guðmundsdóttir, Ingibjörg petrea
Ágústsdóttir, Inga aðalheiður pétursdóttir og Hrannar Jónsson
Willum Þór Þórsson.
Ólympíumeistara og Kópavogsbúa, Jóni Margeiri Sverrissyni, fagnað við heimkomu að loknum Ólympíuleikunum 2012.