Kópavogur - 24.05.2013, Page 4

Kópavogur - 24.05.2013, Page 4
4 24. maí 2013 Smáralind í Kópavogi – stöðugt vaxandi straumur viðskiptavina eftir hrun: Um 600 í manns í vinnu á hverjum tíma -áætlanir gera ráð fyrir að á fimmtu milljón heimsókna á þessu ári Þegar verslunarmiðstöðin Smára-lind í Kópavogi var í byggingu spurðu margir sig að því hvort þörf væri á öllu þessu verslunarrými á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar við það sem fyrir var. Kringlan var þá risin, opnaði 13. ágúst 1987 og var tæplega 50. 000 fermetar og var fyrsta verslunarmiðstöð sinnar tegundar á Íslandi. Síðar sameinaðist hún Borg- arkringlunni og telur Kringlan því samtals í dag um 53 þúsund fermetra með um 170 verslanir. Smáralind, sem opnaði með eftir- minnilegum hætti 10:10 10. 10. ́ 01, er enn stærri eða um 63. 000 fermetrar og hugmyndafræðin er e. t. v. ekki alveg sú sama. Kringlan keyrir á smærri og fleiri verslunum, Smáralindin á stærri en heldur færri verslunum en auk þess er rými fyrir allskyns uppákomur. Bæjarblaðið KÓPAVOGUR ræddi á dögunum við Sturla Gunnar Eðvarðs- son framkvæmdastjóra Smáralindar um stöðu verslunar í dag, eftir allt það sem á undan er gengið. Það er að segja efnahagshrun, skuldavanda heim- ila, lágt gengi krónunnar, samdrátt í einkaneyslu og fleira í þessum dúr. Það er engan bilbug á Sturlu að finna. Talning gesta á hverjum degi „Auðvitað fundum við fyrir hruninu eins og aðrir en hér hefur ekki verið afskrifuð ein króna af þessari verslun- armiðstöð eins og svo víða hefur verið gert“ segir hann ákveðinn og vill meina að nú sé klárlega viðsnúningur að verða í versluninni og hann sé jafnvel þegar orðinn. „Það er talið inn í Smáralind daglega og í þeim talningum kemur bersýnilega í ljós að það hefur verið jafn og góður stígandi í aukningu gesta inn í Smáralind frá hruni. Ef við lesum í þróunina frá hruni má ætla að í ár komi að líkindum um 4,2 milljónir gesta í Smáralind sem er auðvitað ánægjuefni“. Sturla segir staðsetn- ingu Smáralindar gefa henni sérstaka stöðu á öllu höfuðborgarsvæðinu, en Smáralindarsvæðið sé miðdepill höf- uðborgarsvæðisins. „Staðan hjá okkur er sú að vissulega hafa orðið breytingar í verslunarflór- unni, margar verslanir hafa horfið á braut en aðrar komið í staðinn. Til- fellið er að það eru engin verslunar- eða veitingarými laus í húsinu um þessar mundir og eftispurn eftir lausum rýmum er mikil. En þegar og ef losnar þarf alltaf að fara gætilega og velja vel. Við gerum miklar kröfur, allra vegna ekki síst þegar horft er til viðskiptavin- anna“ segir Sturla. Opnunartími og vöruverð Nokkur umræða hefur verið um opn- unartíma verslana og tengsl þess við vöruverð. Sturla segir að opnunartím- inn helgist ekki síst af því hvenær fólk vilji versla. „Það er ekkert nema eðlilegt að menn velti þessu fyrir sér“ segir Sturla. Hann bendir þó á að markaðurinn ráði og menn verði að vera samkeppnisfærir annars gangi ekki vel. „Helgarnar hafa alltaf verið mjög sterkar í heimsóknum frá opnun Smáralindar og það liggur nærri að frá föstudegi til sunnudags komi um 60% af heildargestafjölda vik- unnar, sem er stærð sem skiptir máli. Og í þessu sambandi er nauðsynlegt að að halda því til haga að Smáralind veitir að jafnaði milli 5-600 manns vinnu og ef verslunarfólk þarf eða vill frí um helgar er það almennt ekki vandamál. Fjöldinn allur af frambærilegu ungu skólafólki sækist eftir að fá helgar- og kvöldvinnu og það léttir auðvitað á fastafólkinu“. Verslunarferðir til útlanda alltaf vinsælar og verða það áfram En lítandi á það að oft heyrir maður fréttir af fólki leita til útlanda í inn- kaupaferðir. Er verslun á Íslandi samkeppnisfær við útlönd eða hvað skýrir þessa sókn í verslunarferðir til annara landa? „Fyrir það fyrsta leggjum við áherslu á að menn versli í heimabyggð. Allt annað grefur undan versluninni hér heima. Verslunarferðir til útlanda hafa á hinn bóginn reyndar alltaf verið mjög vinsælar hjá Íslendingum og þá sérstaklega á haustin. Fólk verður að átta sig á því að það er ólíku saman að jafna í verðlagningu á fatnaði bæði í tollum og virðisaukaskatti ekki síst ef við berum okkur saman við t. d Banda- ríkin og við það ráðum við ekki og þannig er það einfaldlega og ég vona að fólk átti sig á þeim staðreyndum“ segir Sturla. Verslanir á Laugavegi vilja í Smáralind En er það tilfinning Sturla að Ís- lendingar sækist í vaxandi mæli eftir að versla í stórum verslunarkjörnum frekar en t. d. á Laugaveginum? Eða eru e. t. v. þessir stóru verslunarkjarnar hrein viðbót við verslunina í landinu? „Það hefur sýnt sig og ég hef fundið fyrir því að það hefur verið vaxandi áhugi á að versla í Smáralind. Okkur berast reglulega óskir frá rekstaraðilum að fá leigt verslunarpláss í Smáralind og oft á tíðum eru það verslanir á Laugar- vegi eða af jaðarverslunarsvæðum höf- uðborgarsvæðisins. Þetta segir e. t. v einhverja sögu um hvernig verslun er að breytast smátt og smátt. Í Smáralind geta menn gert öll sín innkaup á einum stað. Hún er miðlæg, veður skiptir minna máli og bílastæði eru rúmgóð og ávallt næg sem menn greiða ekki sérstaklega fyrir. Allt eru þetta þættir sem án efa skipta máli þegar horft er til þess hvar menn vilja versla“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar að lokum. Kópavogur 4. TBL. 1. ÁrgaNgur 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@vedurehf.is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: sigurdur@vedurehf. is, Ljósmyndari: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049 og Þórður Ingi Bjarnason, sími 822 0068. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Veffang: fotspor.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 11.000 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 11.000 e intökum í allar íbúðir í kópavogi Ný ríkisstjórn tók við völdum á fimmtudag. Nýir forystumenn þjóðar-innar boða nýja tíma og nýjar aðferðir. Þorri almennings er þeirrar skoðunar að vinnubrögð þau sem stunduð hafa verið á Alþingi séu ekki boðleg, auka þurfi skilvirkni og samvinnu í stað andófs og átaka. Það sýna skoðanakannanir berlega. Það hlýtur að leiða til betri árangurs að vinna að lausnum saman en menn séu ekki að plotta hver í sínu reykfyllta bakherbergi og vonandi verða þau kynslóðaskipti sem nú eru að verða í stjórnmálum til þess að þau vinnubrögð verði ofaná. Stjórnin nýja hefur ekki langan tíma til að sanna það fyrir þjóðinni að hún ætli sannarlega að vinna að hag almennings. Þeim nýju herrum hlýtur að vera ljóst að miklar væntingar eru til hennar gerðar, almenningi voru gefin loforð í aðdraganda kosninga sem verður að efna hvað sem tautar og raular. Þau loforð eru ástæðan fyrir því að Bjarni og Sigmundur standa í þessum sporum í dag. Eftir allt talið um skjaldborgina sem brást og brostnar vonir landsmanna um aðstoð frá stjórnvöldum til að rétta samfélagið úr kútnum á ný þá er gríðarleg óþreyja eftir því að nú verði staðið við stóru orðin. Því er það óskandi að gripið verði til aðgerða strax á sumarþingi í næsta mánuði og tíminn nýttur vel til að koma nauðsynlegum bráðaaðgerðum í gang. Þeir hafa 100 daga til að sanna sig og gangi þeim sem best að vinna að markmiðum sínum. Bæjarblaðið Kópavogur hefur hafið samstarf við Sögufélag Kópavogs um birtingu á sögutengdum fróðleik um Kópavog. Þeir sem telja að svo ungt sveitarfélag eigi sér enga eða ómerkilega sögu hafa heldur betur rangt fyrir sér. Sagan er allt í kringum okkur en það þarf kraft og áhuga til að halda henni á lofti og ekki síst að miðla henni til almennings. Þetta ætlum við að gera á næstu vikum og mánuðum og byrjum á því að kynna félagið, starfsemi þess og segjum einnig frá fyrsta skólanum í Kópavogi, Svarta skóla. Lifið heil Hólmfríður Þórisdóttir. Þeir hafa 100 daga Leiðari Húðlæknastöðin með nýtt lasertæki Húðlæknastöðin hefur tekið í notkun nýjan laser, „Vectus™ Laser“. Þetta lasertæki er viðbót við þau sex lasertæki sem þegar eru fyrir hjá Húðlæknastöðinni. Þau tæki eru notuð við meðferð á ýmsum húð- sjúkdómum, svo sem rósroða, örum, óeðlilegum æðum í húð, æðaæxlum, psoriasis, slæmu exemi, við skurð- aðgerðir auk þess að vera nýtt til að fjarlægja óæskileg líkamshár. Nýja lasertækið er sérhannað til þess að fjarlægja óæskileg líkamshár. Kostir tækisins eru margir sé tækið borið saman við eldri tæki. Árangur er betri en þekktist með eldri tækjum. Einnig er tækið mun hraðvirkara og er t. d. hægt að meðhöndla bak hjá stórum karlmanni í á nokkrum mínútum. Tækið byggir á nýrri tækni þar sem húðgerð einstaklingsins er mæld með sérstöku tæki sem síðan sendir þráð- laust allar stillingar beint í lasertækið. Með þessu er tryggt að bestu stillingar sem henta húð hvers einstaklings sem hefur í för með sér hámarksárangur auk þess sem öryggi er meira. Hvað veistu um bæinn þinn eru laufléttar spurningar um Kópavog og sögu hans. Ein spurning birtist í hverju blaði og er svarið að finna á blaðsíðu 12 í blaðinu. Spurningin í þessu blaði er: Af hverju er bæjarheitið Kópavogur dregið? Hvað veiStu um bæinn þinn? alltaf er vinsælt að slaka aðeins á og fá sér kaffitár í verslunarferðum. Framkvæmdastjóri Smáralindar segir að opnunatíminn helgist af því hvenær fólk vill gera innkaup sín.

x

Kópavogur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.