Kópavogur - 24.05.2013, Blaðsíða 14

Kópavogur - 24.05.2013, Blaðsíða 14
14 24. maí 2013 Sögufélag Kópavogs „Ekkert er einskis virði“ - molar úr sögu Kópavogs Sögufélag Kópavogs og Bæjarblaðið KÓPAVOGUR hefja samstarf Þó sagan sé oft á tíðum beint fyrir framan okkur gerist það alltof oft að menn hafa ekki hugmynd um það“ sagði vitur maður eitt sinn. Það er því ánægjulegt greina frá því, að á dögunum áttu ritstjórar Bæjarblaðsins KÓPAVOGS fund með stjórnarmönnum úr Sögufélagi Kópa- vogs. Tilgangurinn var tvíþættur. Að koma til móts við þann gríðarmikla áhuga sem er í dag á sögulegri þekk- ingu fólks á nærumhverfi sínu. Og hins vegar að efla söguþekkingu bæjarbúa og annarra áhugamanna. Því er þetta samstarf sérlega ánægju- legt og Kópavogi til sóma að eiga sögu- félag sem aflar og gætir sögulegra gagna í samstarfi Héraðskjalasafn bæj- arins. Sögufélagið verður með pistla í hverju blaði þar sem ljósi er brugðið á sögu Kópavogs í máli og myndum. Þórður St. Guðmundsson formaður Sögufélags Kópavogs segir áhuga bæj- arbúa á sögu bæjarins vera mikinn og á fræðslufundum félagsins hafi aðsóknin verið góð: „Já því er ekki að neita að við höfum fengið á fundi um og yfir 200 manns sem er afar ánægjulegt en sýnir um leið áhugann á sögu bæjarins“ segir Þórður. „Það er því ánægjulegt að Sögufélag Kópavogs fái að vera með reglulega pistla um ýmislegt sem tengist sögu bæjarfélagsins og félagið hefur þegið þetta boð með þökkum“ segir Þórður. Stofnun og starfsemi Sögufélagsins „Á Kópavogsdögum fyrir rúmum tveimur árum, á 56 ára afmælisdegi Kópavogskaupstaðar, var haldið mál- þing um örnefni og sagnir er tengj- ast bæjarfélaginu. Í umræðum í lok málþingsins kom fram sú hugmynd að nú væri rétti tíminn til að stofna félag sem hefði þann tilgang að safna saman og halda utanum sagnir og fróðleik er tengist sögu bæjarfélagsins ásamt því að stuðla að varðveislu minja í bæjar- landinu“ segir Þórður. Hann bætir við að boðað hafi verið til stofnfundar 17. nóvember 2011 með dreifbréfi til um 180 valinkunnra einstaklinga sem lengi höfðu búið í Kópavogi en þeir voru jafnframt beðnir að bera út boðskapinn og taka með sér gesti. „Fundurinn var síðan haldin í Safnaðarheimili Kópavogskirkju og mættu 85 manns. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir félagið og valinn undirbúningshópur sem starfa skyldi fram að aðalfundi sem halda skyldi fljótlega á árinu 2012“. Fyrsti aðalfundurinn var síðan haldinn 8. mars 2012 í fundarsal Menntaskólans í Kópavogi. Fundar- sókn var mjög góð, ekki síðri en á undirbúningsfundinum. Á aðalfund- inum var undirbúningshópurinn kjörin í fyrstu stjórn félagsins. Stjórnin skipti með sér verkum og ákveðið var að Þórður St. Guðmundsson yrði eins konar verkstjóri stjórnar eða formaður, Arndís Björnsdóttir ritari, Ólína Sveinsdóttir gjaldkeri og Frímann Ingi Helgason og Gunnar Svavarsson meðstjórnendur. Þessi stjórn var svo endurkjörin þann 2. febrúar s.l. Héraðskjalasafnið er öflugur bakhjarl Þórður segir að frá upphafi hafi Hér- aðskjalasafn Kópavogs verið félaginu öflugur bakhjarl og veitt því margvís- lega aðstoð. Bæjaryfirvöld hafa einnig starfað með félaginu og stutt það á margvíslegan hátt. „Það hefur verið líflegt og umfram allt skemmtilegt fé- lagsstarf það rúma ár sem félagið hefur starfað. Helstu viðfangsefni hafa verið spjallfundir með myndasýningum og fróðlegum fyrirlestrum m.a um Kópa- vogsjörðina, byggingu Félagsheimil- isins, hernámsárin og fleira er tengist bæjarbragnum á frumbýlisárunum. Fróðlegar sögugöngur hafa verið farnar um land Digranesbæjar, Víghólasvæðið og í Leirdalinn“ segir Þórður. Hann bætir við að það sé gaman að segja frá því að félagið, ásamt starfsmönnum Héraðsskjalasafnsins, hafi staðið fyrir hátíðarhöldum s.l. sumar þegar minnst var 350 ára af- mælis Kópavogsfundarins. Á Kópa- vogsdögunum nú í maí var gengið um miðbæjarsvæðið frá Kópavogs- skóla að Hamraborg og Hálsatorgi og aftur austur. Félagið stendur að útgáfu smárita í samvinnu við Héraðsskjalasafnið. Komið er út ritið Minningar af Kárs- nesi og nú er verið að leggja lokahönd á rit sem fjallar um hernámsárin í Kópavogi. Ritið er tekið saman af Friðþóri Eydal og er það fróðleg lesn- ing með fjölmörgum myndum. Öflugt fræðslustarf fyrir skóla og félagasamtök í bænum er eitt af hlutverkum félagsins. „Segja má að nú hafi Kópavogsbúar áttað sig á því hvað saga þessa unga bæjarfélags er að mörgu leyti merkileg“ segir Þórður. Sögufélagið er með heimasíðuna www.vogur.is og þar hægt er að fá upp- lýsingar og skrá sig í félagið. Einnig er hægt að hafa samband við stjórn eða Héraðsskjalasafnið. Félagið er virkur þátttakandi á Facebook. Fjölmargar myndir og frásagnir eru að finna á þessum samskiptavefum. Félagið hefur einnig hafið virkt samstarf við þá prentmiðla sem þjóna bæjarfé- laginu. Þannig er hægt að ná til allra aldurshópa. Nú eru vel á þriðja hundrað manns skráð í félagið og hefur þátttaka í sögu- ferðum og mynda- og fræðslufundum verið með ágætum.Næsta formlega verkefni félagsins er söguferð um upp- sveitir Kópavogs, m.a um Lækjarbotna, Sandskeið og hluta Bláfjallasvæðis . Áformað er að sú ferð verði 20. júlí í sumar. east.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Stjórn Sögufélags Kópavogs talið frá vinstri, aftari röð: Frímann Ingi Helgason, Gunnar Svavarsson og Þórður St. Guðmundsson. Fremri röð: Ólína Sveinsdóttir og arndís Björnsdóttir. Mynd: Gunnar Marel. Mynd frá 1959. Tekin af skyggni Félagsheimilis Kópavogs á Sumardaginn fyrsta það ár. Á myndinni sjást hús við Neðstutröð og Digranesveg. Hátíðarhöldin fóru fram við vesturhlið félagsheimilisins sem þá var í byggingu og skyggnið notað sem leiksvið. Þá var Leikfélag Kópavogs tveggja ára og lagði til atriði á hátíðahöldunum. Ljósmyndari er óþekktur en ábendingar þar um eru vel þegnar. Senda má upplýsingar á kopa@vogur.is.

x

Kópavogur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.