Kópavogur - 24.05.2013, Blaðsíða 9

Kópavogur - 24.05.2013, Blaðsíða 9
924. maí 2013 Hvað veistu um bæinn þinn? Hafa skal það sem sannara reynist Í siðasta tölublaði KÓPAVOGS fjallaði gátan um skólamál og var spurningin á þessa leið: „Fyrsti grunnskólinn í Kópavogi tók til starfa 12. janúar 1949. Í upphafi var hann í daglegu tali kallaður “Svarti skóli” vegna þess að hann var klæddur með tjörupappa að utan. Hvað heitir (eða hét) þessi skóli réttu nafni? Svarið sem gefið var, var Kópavogsskóli við Digranesveg. Þórður Guðmundsson formaður Sögufélags Kópavogs hafði samband við ritstjórn blaðsins og benti góð- fúslega á að þarna gætti ákveðins misskilnings sem ritsjóra er bæði ljúft og skylt að leiðrétta. Eftir afar fróð- legt og skemmtilegt samtal við Þórð fór hann yfir þróunina í grunnskóla- málum Kópavogs frá því fyrsti skólinn tók til starfa sem þjónaði þessu svæði. „Misskilngurinn í upphafi spurn- ingarinnar síðast er í meginatriðum sá að „Svarti skóli“ og Kópavogs- skóli við Digranesveg voru ekki sami skólinn, þó skólahald hafi vissulega verið á sínum tíma í „Svarta skóla“ sem svo var nefndur“ segir Þórður. Hann bendir á að „Svarti skóli“ hafi verið starfræktur þegar Kópavogur var hluti af Seltjarnarneshreppi. Eftir kosn- ingarnar 1946 náðu Kópavogsbúar meirihluta í hreppstjórn Seltjarnarnes- hrepps sem þeim á Seltjarnarnesi þótti ekki gott. Það var því að þeirra ósk sem þeir fóru fram á að Kópavogur myndi kljúfa sig frá Seltjarnarneshreppi og stofna Kópavogshrepp. Það var síðan gert 1948. En varðandi skólamálin segir Þórður að skólastarf hafi hafist á Kópasvogssvæðinu í „Svarta skóla“. „Þetta var þannig að formlegt skólahald í Kópavogi hófst 1945 undir merkjum Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi eða sem eins konar útibú frá þeim skóla enda Kópavogur þá hluti af Seltjarnarneshreppi. Fyrst var skólinn til húsa á Hlíðarvegi 9 sem seinna var Hlíðarvegur 11. Þessi skóli gekk undir nafninu „Svarti skóli“ því húsið var klætt svörtum tjörupappa eins og fram hefur komið. Skólinn starfaði þarna skólaárið 1945 – 1946 en flutti þá í skólahúsnæði á Digra- nesvegi 2 og var þar skólaárið 1946 – 1947. Það var svo um haustið 1947 að skólinn flutti í nýbyggt verksmiðjuhús niður við Marbakka, þar sem Málning h/f var seinna til húsa“ segir Þórður og bendir á að þar hafi hann verið alveg fram til þess að nýr og glæsi- legur skóli var tekinn í notkun í janúar 1949. „Kópavogur verður sjálfstæður hreppur, Kópavogshreppur, árið 1948 og var grunnskólinn því við Marbakka við stofnun hreppsins. En eins og fyrr segir fluttist hann í ársbyrjun 1949 frá Marbakka í nýtt og glæsilegt skólahús við Digranesveg. Nefndist skólinn fyrst Barnaskóli Kópavogs, síðar Barna og -unglingaskóli Kópavogs, því næst Kópavogsskólinn og að endingu Kópvogsskóli eins og hann heitir enn í dag“ sagði Þórður að lokum í sam- talið við blaðið. Ritstjórn KÓPAVOGS þakkar Þórðir sérstaklega fyrir þennan fróðleik sem sýnir að sagan er ekki alltaf einföld. Að mörgu þarf að hugsa. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is fotspor.is Mótorhjólamessan í Digraneskirkju annan í hvítasunnu: Yfirfull kirkja og nær allir til altaris -Sr. Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur segir messuna hafa fest sig í sessi Ég er afskaplega sáttur og ánægður með hvernig til tókst og andinn í kirkjunni var af- slappaður og einlægur“ segir sr. Gunnar sem jafnframt er mikill mótor- hjólamaður. Hann hefur staðið fyrir þessum messum með góðra manna aðstoð í sjö ár og aðsóknin að þessum messum hefur verið langt yfir það sem kirkjan tekur í sæti sem er um 320 manns. „Það voru nú ríflega 350 manns í messunni og ég held ég megi segja að nær allir hafi gengið til altaris“ segir Gunnar. Hann segir margar ástæður vera fyrir því hversu vinsælar þessar messur eru. „Ég get nefnt sem dæmi að einn sem kom til altarisgöngu og sagði við mig: Get ég aðeins fengið brauðið – ég á í baráttu! Ég sagði að sjálfsögðu og bauð honum blessun að auki og þá var eins og áhyggjur úr andliti hans vikju fyrir þakklætissvip“ segir Gunnar. Hann segist ávallt verða að taka fram við upphaf messu að þessi guðþjónusta verði ekki með hefðbundnu sniði og þeir sem séu að leita að slíkri messu séu ekki á réttum stað þá stundina. „Ég tel bara rétt og eðlilegt að geta þessa við upphaf messunnar svo fólk viti að hverju það gengur til að forðast allan misskilning“ segir Gunnar. Hann nefnir til viðbótar að á þessum degi, degi mótorhjólames- sunnar, selji Grillhúsið hamborgara sem þeir kalla „kraftaklerk“ og allur ágóði af sölu borgarans rennur til endurhæfingar Grensásdeildar. Ennfremur eru seldar vöfflur að messu lokinni og ágóðinn af þeirri sölu rennur til Hjálparstarfs kirkj- unnar en að þessu sinni voru það mótorhjólamenn úr Hafnarfirði sem sáu um baksturinn. „Hér koma þvi saman mótorhjólamenn saman hver á sínum forsendum og láta gott af sér leiða“ sagði sr. Gunnar Sigurjónsson ánægður og stoltur hvernig til tókst. Sr. Gunnar Sigurjónsson í fullum vélhjólaskrúða við messu. Engin hempa í þetta sinn. Mynd: Þórður Ingi Þeir voru glæsilegir mótorfákarnir við Digraneskirkju á mánudaginn. Mynd: Þórður Ingi Þórður St. Guðmundsson form. Sögu- félags Kópavogs. Kópavogsskóli í dag. Mynd: Kópavogsskóli

x

Kópavogur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.