Selfoss - 18.10.2012, Side 4

Selfoss - 18.10.2012, Side 4
4 18. október 2012 Norðurljós í nýju ljósi Grímsstöðum á Fjöllum - njóta dansandi norðurljósa Ég man þegar ég var barn að alast upp í Ölfusinu hvað mig langaði að sjá þúfuna sem Einar Benendiktsson skáld átti að hafa selt. En sagan sem mér finnst ég hafa heyrt var á þann veg að Einar hafi selt manni þúfu í Ölf- usi, en í þeirri sveit er bærinn Þúfa sem stendur við Ölfusforirnar sem er eitt af stórbrotnustu votlendis- svæðum Íslandi. Einar Benediktsson seldi ekki bara þúfur Sagt var að kaupandann hafi lang- að að sjá þúfu þá sem hann keypti og riðu þeir Einar saman austur og þegar þeir komu niður Kambana stansaði Einar hestinn, steig af baki og kraup niður að myndarlegri þúfu og sagði „þetta er þúfan“. Þessa þúfu langaði mig alltaf að sjá en hún er víst ómerkt. Hins vegar vitum við sem þekkjum þessar slóðir hvað mik- il fegurð getur verið á einni þúfu sem kannski skartar lambagrasi, blóðbergi, sóleyjum, krækiberja – og bláberjalyngi, loðvíði og mörgum litbrigðum af mosa. Einar seldi ekki bara þúfur heldur sá hann möguleika í sölu á norðurljósunum. Það hefur löngum verið gert grín að sölumennsku Einars Ben og ekki hvað síst að hann vildi selja norður- ljósin. Hvernig var það hægt – eitt- hvað sem var fast á himni og enginn gat haft áhrif á? Einar var ekki bara frábært skáld heldur mikill hugsjónamaður og eld- hugi sem var langt á undan sinni sam- tíð. Í bókinn Seld norðurljós kallar Björn Th.Björnsson Einar „mikinn anda í breyzkum umbúðum". Einar lést 1940 í Herdísarvík í Selvogi (sem er næsta sveit við Ölfus- ið), en þar hafði hann búið um tíma heilsulítill og farinn að kröftum. Horfðu til himins með höfuðið hátt Íslendingar hafa lengi selt sum- arnóttina þegar ferðamaðurinn þarf ekki að sofa heldur getur vak- að og keypt þjónustuna allan sólar- hringinn – uppnuminn af fegurð himins og gróðri jarðar. Skammdegi hefur verið tími þar sem myrkur og þunglyndi fer saman og hefur ekki fram að þessu þótt eins sölulegt. Aðstæður sem mynd- ast oft í skammdeginu mætti líka kalla bölmóðssýki að hætti þeirra Ný dönsku í ljóðinu Horfðu til himins en í þessu skemmtilega ljóði hvetja þeir okkur til að horfa til himins m.a. á norðurljósin. Bölmóðssýki og brestir bera vott um styggð. Lymskufullir lestir útiloka dyggð. Myrkviðanna melur mögnuð geymir skaut. Dulúðlegur dvelur djúpt í innstu laut. Djúpt í hinstu laut. Dvelur djúpt í myrkviðanna laut. Heyrðu heimsins andi, harður er minn vandi. Hvað get ég gert? Horfðu til himins með höfuðið hátt. Horfðu til heimsins úr höfuðátt. Horfðu til himins með höfuðið hátt. Horfðu til heimsins úr höfuðátt ... Dansandi norðurljós á Grímsstöðum Nú eru aðrir tímar. Sala á norðurljós- um er staðreynd. Það ekki bara hægt að selja bjartar sumarnætur heldur myrkur skammdegis með dansandi norðurljósum. Kannski er framtíðin að horfa til himins úr höfuðátt á golf- vellinum á Grímsstöðum á Fjöllum - njóta dansandi norðurljósa og borga vel fyrir. Kannski er þar réttur staður fyrir styttu af Einari Benediktssyni? Nú getum við farið inn á vef Veð- urstofu Íslands http://www.vedur.is/ og kynnt okkur hvar á landinum eru mestar líkur á norðurljósum. Hér getum við séð skýjafar yfir landinu næsta laugardag þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórn- arskrána fer fram. Það verður gott að fara út í hita kosningasjónvarpsins meðan beðið er niðurstöðu. Horfa til himins með höfuðið hátt og njóta norðurljósa. Kristjana Sigmundsdóttir Hvað eru norðurljós? Á vef Lifandi vísinda http://www.visindi.is/grein/hva%C3%B0_ eru_nor%C3%B0urljos er fróðleikur um norðurljósin. Norðurljósin, eins og við þekkjum þau, er einnig að finna á suðurhveli jarðar en þar kallast þau raunar suðurljós. Latneska heitið er aur- ora, en það var einmitt nafn róm- versku dagrenningargyðjunnar, og myndir af henni minna mikið á litadýrðina sem við þekkjum af norðurljósunum. Norðurljósin myndast í kringum segulpólana þegar hlaðnar agnir frá sólu rekast á lofthjúp Jarðar. Norðurljós sjást aðallega á kraga kringum segulpólana, á milli 60. og 70. breiddargráðu, og suður- ljósin sjást svo á sambærilegum breiddargráðum suðurs. Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragarnir geta stækkað eða minnk- að og sjást þá ljósin á mismunandi breiddargráðum. Sem dæmi um þess konar breytingar má nefna að sólin sendir stöku sinnum frá sér gífurlegt magn af efni út í geim- inn, svokallaða sólstróka. Þegar þeir ná til jarðarinnar geta norður- og suðurljósakragarnir náð mjög langt í átt að miðbaug og dæmi eru um að orðið hafi vart við ljósaganginn á sjálfum miðbaugnum. Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind, en um er að ræða straum hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda. Seg- ulsvið jarðar hrindir flestum þess- um ögnum frá svo að þær streyma umhverfis hana eins og vatn um kjöl. Undantekning frá þessu er kringum segulpólana en það eru pólarnir sem segulnál vísar á, annar á norðurhveli og hinn á suðurhveli jarðar, gagnstætt við hinn. Á svæð- um kringum þessa póla sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðar. Svæðið þar sem flestar agn- irnar sleppa inn myndar kraga utan um segulpólana. Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á mikl- um hraða eftir gormlaga braut- um kringum segulsviðslínurnar milli segulskautanna. Rafeindir og róteindir streyma þannig í átt að segulpólunum og þegar nær dregur pólunum rekast eindirnar á lofthjúpinn, oftast í 100 til 250 km hæð. Orkan í rafeindunum og róteindunum örvar sameindir og frumeindir í lofthjúpnum en þær senda aftur á móti frá sér orkuna sem sýnilegt ljós sem við köllum norðurljós eða suðurljós, eftir því við hvorn pólinn þau sjást. Litirnir sem við sjáum oftast eru grænn og rauð-fjólublár, en þeir stafa frá örv- uðu súrefni annars vegar og örvuðu köfnunarefni eða nitri hins vegar. Norður- og suðurljós er ekki eingöngu að finna á Jörðinni. Allar plánetur með lofthjúp bregðast við eindum sólvinda með litabreyting- um en hins vegar þarf segulsvið til að fá fram álíka litbrigði og við sjáum á Jörðu. Satúrnus og Júpíter hafa segulsvið sem liggja samsíða snúningsöxli þeirra og fyrir vikið myndast þar ljóshringir kringum norður- og suðurskautin. Þegar segulsviðin eru ekki samsíða öxli plánetnanna, eins og þekkist t.d. á Úranus og Neptúnus, verða ljósin óreglulegri að sjá. Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 7.800 eintök. dreifing: Fríblaðinu er dreiFt í 7.800 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 13. TBL. 1. ÁRGANGUR 2012 Selfoss inn á hvert heimili! Norðurljósaspá fyrir laugardagskvöld Horft fram í Ölfus þar sem einar ben vildi selja þúfu.

x

Selfoss

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.