Selfoss - 18.10.2012, Qupperneq 10
10 18. október 2012
Skilaboð
Mér finnst þetta einhverjar mikilvægustu kosningar sem
haldnar hafa verið á lýðveldistím-
anum. Nú gefst okkur tækifæri til
að gefa skýr skilaboð um á hvaða
grunnstoðum við viljum byggja sam-
félag okkar. Þótt atkvæðagreiðslan
sé ráðgefandi er Alþingi ekki stætt
á öðru en að virða niðurstöðuna og
framfylgja vilja þjóðarinnar eins og
það hefur gert í öðrum ráðgefandi
þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldn-
ar hafa verið.
www.selfossblad.is
www.hafnar f jordurblad. is www.reykjavik blad. is
www.akureyr iv ikublad. is www.reykjanesblad. is
www.vestur landblad. is
Kjörfundur í Hveragerðisbæ
Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn
20. október 2012 hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 þann dag.
Kjörfundurinn verður í Grunnskólanum í Hveragerði,
gengið er inn um aðalinngang við íþróttahúsið.
Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi:
Kjósandi skal hafa persónuskilríki meðferðis og allur
áróður á og við kjörstað er óheimill.
Hveragerði 15. október 2012
Kjörstjórnin í Hveragerðisbæ.
Tækifæri
Já, svo sannarlega ætla ég að taka þátt. Það er einstakt tækifæri sem
ekki gefst öllum kynslóðum að taka
beinan og milliliðalausan þátt í því
að móta grunnlög samfélagsins.
Sjálfa stjórnarskrána.
Ferlið allt byggir á þátttöku al-
mennings í því. Nú fáum við að segja
hvort við t.d. viljum að auðlindir
landsins verði í þjóðareign. Þetta er
afar mikilvæg spurning sem snert-
ir alla nýtingu auðlinda um langa
framtíð.
Annað sem snýr að lýðræðinu
skiptir líka miklu máli. Til að mynda
held ég að aukið persónukjör yrði
til bóta og kæmi í stað prófkjöra og
uppstillinga. Eykur beint lýðræði í
landinu til muna.
Mestu skiptir að taka þátt. Láta
ekki aðra kjósa fyrir sig með því að
sitja heima. Góð þátttaka er mikil-
vægt bakland breytinga á stjórnar-
skránni. Því er ástæða til að hvetja
til þátttöku í þessari einstæðu at-
kvæðagreiðslu.
Ekki grunnur
Ég ætla að mæta og segja nei við því að tillögur stjórnlagaráðs
verði notaðar sem grunnur að nýrri
stjórnarskrá.
Ég tel mjög mikilvægt að kjós-
endur taki þátt í þessari kosningu,
eins og öllum öðrum og nýti sinn
dýrmæta lýðræðislega rétt. Ég verð
vör við mikið áhugaleysi almennings
varðandi þessa kosningu og vil því
nota þetta tækifæri til þess að hvetja
fólk til þess að kynna sér málið og
taka þátt.
Engin rök
Að sjálfsögðu ætla ég að kjósa. Stjórnarskráin skiptir mig
miklu máli. Ég tel engin rök standa
til þess að umbylta þeirri stjórnarskrá
sem við eigum. Auðvitað eru nokkur
atriði í henni sem þarft er að taka
til endurskoðunar en ekkert kallar
á það að henni verði umbylt með
þeim hætti sem tillögur stjórnlaga-
ráðs fela í sér.
Óljóst er hvað spurningarnar á
atkvæðaseðlunum þýða. Ef kjós-
andinn svarar fyrstu spurningunni,
grundvallarspurningunni, játandi
verður þá litið svo á að kjósandinn
sé þar með að leggja það til að hinar
115 tillögur stjórnlagaráðs verði ný
stjórnarskrá? Ljóst er af umræðunni
að nokkrir aðilar sem sátu í stjórn-
lagaráði líta svo á. Óljósara er með
skoðun stjórnarþingmanna á þessu
álitaefni. Þó ýmislegt áhugavert sé
að finna í tillögum stjórnlagaráðs er
ég ekki sammála þeim öllum. Þess
vegna mun ég segja nei við þessari
spurningu.
Það skiptir máli að þátttaka í
þjóðaratkvæðagreiðslunni verði
góð. Við sem búum á landsbyggð-
inni hljótum t.d. að hafa skoðun á
þeirri tillögu stjórnlagaráðs að at-
kvæðavægi verði jafnað með þeim
augljósu afleiðingum að þingmönn-
um af landsbyggðinni mun fækka.
Ekki
ákveðið
Ég hef ekki ákveðið mig. Marg-víslegar ástæður liggja að baki.
Hvers vegna að kjósa 20. október?
Þessir þingmenn Suðurkjördæmis svöruðu kalli blaðsins um að svara þeirri spurningu.
Atli Gíslason.
björgvin G. Sigurðsson
Unnur brá konráðsdóttir
Margrét tryggvadóttir
ragnheiður elín Árnadóttir
Afdrifarík
Þjóðaratkvæðagreiðslan hefur mikið vægi og verður afdrifarík
því farið verður eftir niðurstöðum
hennar við vinnslu frumvarpsins
um nýja stjórnarskrá. Ef niður-
staðan verður sú að leggja tillögur
stjórnlagaráðs til grundvallar þá
liggja efnisatriði nýrrar stjórnar-
skrár fyrir. Hinar spurningarnar
fjórar eru einnig allar mikilvægar.
Þær varða stóra hagsmuni þjóðar-
innar um eignarhald á auðlind-
um, hvort ákvæði eigi að vera um
þjóðkirkju, persónukjör og jafnt
vægi atkvæða. Allt málefni sem
nauðsynlegt er að fólkið í landinu
skeri úr um. Ég hvet því alla til
að fara á kjörstað og taka þátt í
þessari mikilvægu og á margan
hátt merkilegu tímamóta þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
oddný Harðardóttir