Selfoss - 23.08.2012, Blaðsíða 9

Selfoss - 23.08.2012, Blaðsíða 9
923. ágúst 2012 Horft í átt að Kaldbaki sem gnæfir yfir í sjö hundruð metra hæð. Kíkt ofan af Húsheiði; Hörgsland (efri og neðri bær) nær og Hörgslandskot austar. Einar Jóns son frá Þór is holti kast­ aði fram þess ari stöku. Á Kald bak, kon ungi fjalla kysi ég helst mér gröf. Að sjá yfir Síð una alla Og suður í reg in höf (Jón Jóns son, 1983. Bls. 129) Ég hvet alla sem treysta sér til að ganga á Kald bak. Það er nokk uð löng ganga en vel þess virði . 55 kíló metr ar af hrauni Að sitja og maula nest ið sitt upp á Sel felli og horfa yfir hina ótrú legu víð áttu Skaft ár elda hrauns gefur til­ efni til ým issa bolla legg inga um til­ urð þess og af leið ing ar. Hraun ið rann lengst 55 km leið ofan af há lendinu og átti ekki langt til sjáv ar þegar það stöðvaðist. Það er um 14 rúmkílómetr ar og Skaftár­ eld ar því eitt allra mesta hraun gos á jörðinni síðustu árþúsund ásamt Eldgjár­gosinu 932–4. Líklega hefur kvikuhlaup til suðvesturs úr kvikuhólfi Grímsvatna vald ið sprungu gosinu í Laka gíg­ um. Aðrar kenningar eru þó til, þ.e. að gosefnin hafi komið því sem næst beint úr möttli í mikilli rekgliðnunarhrinu á svæðinu. Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins og sprungu gos utan jökuls tvímælalaust þau hættulegustu frá eldstöðinni en til allr ar hamingju eru þau sjald gæf. http://www.eld gos.is/stor gos­ eftir­landn am/skaft ar eld ar­1783 Hér er allt mann kyn ið sam an kom ið Og Skaft ár elda hraun ið býr yfir mik illi dulúð og við förum að spá hvað hraun ið færi á ef kæmi sterk ur fjár fest ir eða auð mað ur frá út lönd­ um og vildi kaupa nokkra fer kíló­ metra af mosa vöxnu hrauni. Sú um ræða að selja ís lenska nátt úru er ekki ný af nál inni. Við rifj um upp skemmti lega sögu sem Sig urð ur Þór ar ins son jarð fræð ing ur rifj ar upp um ferð í gegn um Skaft ár elda hraun í Árbók Ferða fé lags Ís lands 1983. Þ. 14. Júní 1938 fór ég með rútu frá Reykja vík til Kirkju bæj ar klaust­ urs, á leið aust ur á Horna fjörð til jökla rann sókna. Bjart og fag urt veður var þenn an dag. Við hlið mér í rút unni, úti við glugga vinstra megin, sat gam all kaup mað ur aust an af Fjörð um og hafði aldr­ ei í Vest ur Skafta fells sýslu komið, geð ug ur karl og skraf hreyf inn, en gekk með ýmsar furðu leg ar grill ur í koll in um. Ein þeirra kom fram er við vorum að nálg ast Skíða skál ann í Hvera döl um. Af þá ver andi að al­ vegi, sem lá fram hjá Kol við ar hóli, blas ir þarna við á einum stað í mó­ bergs hamri vanga mynd af Matt­ hí asi skáldi Joc hums syni með sitt mynd ar lega nef. Gamli mað ur inn benti mér á mynd ina og trúði mér jafn framt fyrir stór kost legri hug­ mynd, sem hann taldi að hrinda ætti í fram kvæmd. Á Ís landi væri mik ill fjöldi högg mynda, eink um manna mynda, sem væru, eins og mynd in af séra Matt hí asi, hrein nátt úru smíð og marg ar þeirra hin ágæt ustu lista verk. Þess um mynd­ um ætti að koma í verð til að bæta bágan fjár hag lands ins. Flytja þær út í stór um stíl og selja þær er lend­ um auð mönn um og lista verka söl­ um, sem gefa myndu of fjár fyrir sumar þeirra. Ekki gat sessu naut ur minn sýnt mér aðra mynd fyrr en kom aust ur fyrir Eyja fjöll, en þá tók held ur betur að lifna yfir kalli: “Sko, þarna er víst Jó hann es skír­ ari.” Nokkru síðar: “Sjáðu, sjáðu, þarna eru víst þrír. Við selj um þá sem heil aga þrenn ingu.” Og enn, all miklu aust ar: “Þarna eru víst allir spá menn irn ir með tölu.” Liðið var á kvöld er við komum aust ur að Skaft ár elda hrauni, sól lágt á himni og drætti land lags ins, smáir sem stór ir, skýr ir og skarp­ ir í heið ríkj unni. Er kom nokk uð aust ur á hraun ið, þar sem það fer að verða hol ótt, var stað næmst og far þeg ar fóru út að lit ast um. Ég sé hann fyrir mér, gamla kaup mann­ inn, kom inn upp á einn hól inn, og heyri rödd hans er hann lítur í kring um sig, baðar út örmum og hróp ar upp yfir sig: “Drott inn minn dýri. Hér er allt mann kyn ið sam an kom ið.” Já, það er vissu lega stórt hraun, Skaft ár elda hraun. (Sig urð ur Þór ar­ ins son, 1983, bls. 168­169). gamla bænhúsið á Hörgslandi

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.