Selfoss - 24.01.2013, Side 4
4 24. janúar 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut
54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri:
Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur
Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi.
SELFOSS
2. TBL. 2. ÁRGANGUR 2013
Selfoss inn á hvert heimili!
www.selfossblad.is
www.hafnar f jordurblad. is www.reykjavik blad. is
www.akureyr iv ikublad. is www.reykjanesblad. is
www.vestur landblad. is
Sóknaráætlanir landshluta - Ábyrgð og völd til landshluta
Markmiðið með sókn-aráætlanum landshluta er að færa aukin völd
og aukna ábyrgð til landshlutanna
við forgangsröðun og skiptingu
almannafjár til verkefna á sviði
byggða- og samfélagsþróunar. Til-
gangurinn er að ná fram betri nýt-
ingu fjármuna og færa ákvarðana-
töku nær heimamönnum sem þekkja
best til aðstæðna. Landshlutarnir
átta skila allir sóknaráætlunum um
miðjan febrúar. Stofnað hefur verið
til samráðsvettvangs á hverju svæði
þar sem saman koma fulltrúar sveit-
arstjórna og hagsmunaaðila, undir
forystu stjórnar landshlutasamtaka
sveitarfélaga. Þarna er vettvangur
til að móta framtíðarsýn og stefnu
og forgangsraða markmiðum og
verkefnum.
Í fyrstu verða verkefni á víðu
sviði atvinnumála og nýsköpunar,
markaðsmála og mennta- og menn-
ingarmála fjármögnuð í gegnum
sóknaráætlun. Í kjölfarið er gert ráð
fyrir að aðrir þættir byggðamála s.s.
velferðarmál og þróun innviða, falli
undir sama verklag.
Sóknaráætlanir landshluta er sam-
eiginlegt þróunarverkefni ráðuneyta
og sveitarfélaga og byggir á sam-
vinnu. Ráðuneytin skipa öll fulltrúa
í hóp sem myndar stýrinet af hálfu
Stjórnarráðsins. Samband íslenskra
sveitarfélaga á aðild að stýrinetinu.
Á milli þess og landshlutasamtaka
sveitarfélaga er samskiptaás sem
sóknaráætlirnar og samskiptin
fylgja. Með þessum hætti er tryggð
góð samvinna stjórnsýslustiganna
tveggja. Þetta verklag er nýsköp-
un í íslenskri stjórnsýslu og vinnur
Stjórnarráðið sem ein heild með
einn málaflokk, byggðamál.
Ný aðferð við skiptingu fjár
Í dag renna um 5,7 milljarðar króna
milli ríkis og sveitarfélaga samkvæmt
192 samningum. Að mestu er þetta
fé í formi styrkja og samninga til
einstakra verkefna.
Það er skýr vilji stjórnvalda að
reyna nýtt verklag til þess að einfalda
þessi samskipti og í því skyni hefur
ríkisstjórnin samþykkt að setja 400
milljónir króna í sóknaráætlanaver-
kefni árið 2013 sem skiptast á milli
landshlutanna átta eftir gagnsæjum
viðmiðum. Hugmyndin er svo að
færa hluta þess fjár sem bundið er
samningunum 192 í þennan nýja
farveg.
Árið 2013 er reynsluár þar sem
hverjum landshluta er falið að
ákveða, á grundvelli sóknaráætlana,
hvernig 400 milljónum króna verður
varið. Því er það formið sjálft frekar
en fjármagnið sem þarf að standast
prófið þetta árið. Fjárupphæðin er
þó engu að síður mikilvæg, en með
því gefst gott tækifæri til að reyna
verklagið.
Til lengri tíma litið er markmiðið
að fjármunir sem Alþingi ráðstafar af
fjárlögum til verkefna í einstökum
landshlutum á sviði atvinnumála
og byggða- og samfélagsþróunar
byggi á svæðisbundnum áherslum
og markmiðum sem koma fram í
sóknaráætlunum landshlutans. Þá
er framtíðarsýnin sú að sóknaráætl-
anir verði hafðar til hliðsjónar þegar
kemur að stefnumótun og áætlana-
gerð ríkisins og hafi gagnvirk áhrif
á fjárlagagerð.
Ögrandi viðfangsefni
Til að ná settu markmiði, að færa
aukin völd og aukna ábyrgð til
heimamanna í hverjum landshluta,
þarf að koma til breytt verklag
stefnumótunar og áætlanagerðar,
bæði í landshlutunum sjálfum og
innan Stjórnarráðsins. Við sjáum
nú þegar talsverðan árangur hvað
þetta varðar með skipan stýrinets
Stjórnarráðsins og samráðsvett-
vanga í hverjum landshluta. Við
sjáum einnig bætta og markvissari
nýtingu fjármuna með aukinni
aðkomu og bættu samráði heima-
manna.
Sóknaráætlanir landshluta fara
vel af stað en það er ljóst að verk-
efnið er ögrandi bæði fyrir ríki og
sveitarfélög og reynir á samvinnu
innan landshlutanna og milli þeirra
og ríkisins. Það er mín trú að ef vel
tekst til með sóknaráætlanir og þetta
nýja skipulag hafi verið stigið eitt
stærsta skref sem stigið hefur verið í
byggðamálum síðustu áratugi.
Jóhanna Sigurðardóttir,
forsætisráðherra
Sóknaráætlanir landshluta
fara vel af stað en það er
ljóst að verkefnið er ögrandi
bæði fyrir ríki og sveitarfé-
lög og reynir á samvinnu
innan landshlutanna og
milli þeirra og ríkisins. Það
er mín trú að ef vel tekst til
með sóknaráætlanir og þetta
nýja skipulag hafi verið
stigið eitt stærsta skref sem
stigið hefur verið í byggða-
málum síðustu áratugi.jóhanna Sigurðardóttir
Treystum grunninn með
öflugri grunnþjónustu
Suðurkjördæmi er eitt öflugasta kjördæmi landsins og hefur alla möguleika til að verða
enn öflugra. Saman getum við nýtt
þau tækifæri sem kjördæmið hefur
upp á að bjóða. Við byggjum fram-
tíð okkar á traustum grunni með
mikið af ónýttum tækifærum. Má
þar helst nefna þá fjölgun starfa sem
mun fylgja frekari fullvinnslu á sjáv-
arafurðum, frekari uppbyggingu í
ferðaþjónustunni, uppbyggingu í
tenglsum við orkunýtingu og ný-
sköpun í landbúnaði.
Í þessari uppbyggingu megum
við ekki gleyma grunninum að því
að þetta gangi upp, sjálfri grunn-
þjónustunni. Hana þurfum við að
efla um allt kjördæmið. Lögreglan
hefur verið fjársvelt og er svo kom-
ið fyrir henni nú að hún getur
ekki sinnt lögbundnu hlutverki
sínu sem erað tryggja öryggi íbú-
anna. Heilsugæslan er lömuð vegna
manneklu og einkennist af löngum
biðlistum. Margir íbúar kjördæm-
isins þurfa síðan að fara um langan
veg til að sækja heilsugæslu sem
kostar bæði tíma og peninga. Þess-
ar aðstæður auka svo álagið á þá fáu
starfsmenn sem eru eftir og um leið
eru laun þeirra skorin við nögl. Þetta
hefur þær afleiðingar að verkefnum
fjölgar allstaðar í heilbrigðis- og ör-
yggiskerfinu. Þjónustuskerðing á
sjúkahúsunum fjölgar sjúkraflutn-
ingum og einnig verkefnum lög-
reglu. Fækkun lögreglumanna leiðir
til aukins álag á björgunarsveitirnar.
Við getum ekki endalaust nýðst á
þreki og fórnfýsi björgunarsveitanna
sem nýta sín orlof í sjálfboðavinnu.
Undanfarið hefur verkefnum björg-
unarsveita verið að fjölga samhliða
því að fjármögnun þeirra hefur orðið
erfiðari.
Hvað gerum við þegar hjúkrunar-
fræðingar, læknar, lögreglumenn,
sjúkraflutninga- og slökkviliðs-
menn, björgunarsveitafólk og fleiri
láta undan álaginu? Þetta fólk á líka
heimili sem mörg hver eru í fjárhags-
vanda og maki jafnvel atvinnulaus.
Þetta fólk veit líka vel hversu alvarleg
staðan er innan þessara málaflokka
og vill því flytja sig um set.
Ég hef kynnst þessu af eigin raun
sem lögreglumaður í tæp 10 ár,
stjórnarmaður í landssambandi lög-
reglumanna í fjögur ár og sem verð-
andi faðir í tvígang s.l. 3 ár. Það var
búið að skerða fæðingaþjónustuna
til muna á Heilbrigðisstofnun
Suðurnejsa á milli þessarra tveggja
fæðinga. Við fundum hvað þessi
þjónustuskerðing olli okkur miklu
óöryggi og vitum að samgöngur hjá
okkur eru mun betri en víðast hvar í
kjördæminu. Ég tel að hliðra megi
til í embættismannakerfinu þannig
að breyta megi forgangsröðuninni.
Við þurfum að byrja á að efla grunn-
þjónustuna og draga frekar úr vægi
minna mikilvægari starfsemi ríkisins.
Ég hef mikinn áhuga á að fylgja
þessum málum eftir af krafti. Því
hef ég ákveðið að bjóða mig fram í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna
komandi alþingiskosninga. Sú nánd
sem við íbúar Suðurkjördæmis höf-
um við grunnatvinnuvegina, 10 ára
starfsreynsla sem lögreglumaður og
það að vera tveggja barna faðir með
verðtryggt íbúðarlán verður mik-
ilvægt veganesti í störfum mínum
sem þingmaður. Það er einlæg von
mín að þið viljið vinna að þessum
verkefnum með mér og styðja mig í
4. sæti í prófkjörinu þann 26. janúar
næstkomandi.
Vilhjálmur Árnason,
lögreglumaður
www.villiarna.is
Verðandi stjörnur
uppsveitanna?
Sunneva Sól Árnadóttir, Erla Ellertsdóttir, Ninna Ýr Sig-urðardóttir og systkinin Jó-
hanna Rut Gunnarsdóttir og Jón
Aron Lundberg komust áfram
í úrslit í seinni forkeppni Upp-
sveitastjörnunnar, hæfileikakeppni
Upplits, sem fram fór í Félagsheimil-
inu á Flúðum laugardaginn 19. jan-
úar. Níu atriði voru skráð til keppni;
sjö tónlistaratriði og tvö dansatriði
og þóttu allir standa sig með prýði.
Mynd: Sigmundur Sigurgeirsson
Vilhjálmur Árnason