Selfoss - 24.01.2013, Page 12

Selfoss - 24.01.2013, Page 12
12 24. janúar 2013 Kjördæmisráð Samfylkingar-innar í Suðurkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins í komandi alþingiskosn- ingum á kjördæmisþingi í Tryggva- skála í Árborg sl. laugardag. Oddný Harðardóttir leiðir listann en hún sækist eftir að verða varaformaður Samfylkingarinnar. 8 efstu sætin eru skipuð þessum: 1. Oddný G. Harðardóttir, alþingis- maður, Garði 2. Björgvin G. Sigurðsson, alþingis- maður, Árborg 3. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráð- gjafi og bæjarfulltrúi, Árborg 4. Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi, Höfn 5. Ólafur Þór Ólafsson, forstöðu- maður og bæjarfulltrúi, Sand- gerði 6. Bryndís Sigurðarsóttir, fram- kvæmdastjóri, Hveragerði 7. Bergvin Oddsson, nemi, Vest- mannaeyjum 8. Borghildur Kristinsdóttir, bóndi, Rangárþingi ytra Á þessum tíma árs eru margir uppteknir af hollum mat og hreyfingu. Dagblöðin eru með á hverri síðu myndir af ofurhraustu fólki á besta aldri sem lifir í hinu fullkomna jafnvægi milli hreyfingar og matar að viðbættum orkudrykkjum og orkupillum. Mað- ur verður ógnarsmár í þessum holl- ustuhamförum sem erfitt er að fóta sig og ákveða hvað er best. Þá finnst mér gott að hugsa til Stjána bláa sem var vinsæl teikni- myndapersóna þegar ég var ung. Ég man ekki í hvaða blaði hann var – kannski í Tímanum. Þegar hann þurfti mikla orku, skellti hann bara í sig spínati og vann öll slagsmál. Spínat er frábært grænmeti sem bæði má borða ferskt og einnig soðið eða steikt. Á morgnana bý ég til orkudrykk þar sem spínat og sítróna er grunnur- inn. Í morgun sett ég í blandarann lúku (handfylli) af spínati (þveg- ið vel í köldu vatni), safa úr einni sítrónu, hálft mangó – líka gott að hafa epli, slurk af trönuberjasafa og köldu vatni. Alveg frábært á undan hafragrautnum. Síðdegis fór ég í fiskbúðina og fékk nýjan þorsk. Ég kaupi alltaf þorskflak með roði því að bragðið liggur í roð- inu. Núna eru þeir svo flottir í fisk- búðinni að þeir beinhreinsa líka flök með roði. Ég skar flakið í stykki (munið að hreinsa roðið vel)og setti í poka með smá raspi og sítrónupipar og hristi saman. Steikti síðan á pönnu í smá repjuolíu. Síðan setti ég á pönnuna með fiskinum tvær lúkur (handfylli) af fersku spínati, pressaði hvítlauk yfir og aðeins salt. Aðalmálið er að elda fiskinn ekki of lengi. Ég fer ekki frá eldavélinni á meðan – þetta er spurning um mínútur. Það er ágætt að stinga pinna eða hnífsblaði í fisk- inn og ef hann rennur í gegn er hann tilbúinn og þá að taka hann strax af hitanum. Setti svo spínatið yfir fiskinn áður en hann var borinn fram með góðu salati eftir smekk. Einnig má hafa kartöflur, hrísgrjón eða það sem hver velur sér. Hollt og gott. Verði ykkur að góðu.Lítur vel út, hér er á ferðinni einhver besta varmadæla sem komið hefur fyrir stærra húsnæði og sundlaugar. Getur notað vatn, sjó, jörð og loft til orkuöunar. NIBE F1345 eyðir litlu og sparar mikið. Stærðir frá 24 til 540kW NIBE frá Svíþjóð Stærstir í Evrópu í 60 ár W NIBE™ F1345 | Jarðvarmadæla Ný kynslóð af varmadælum. Nýtt Er rafmagns reikningurinn á ári 1, 2, 5, 10, 20 milljónir eða meira? Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman? FFriorka www.friorka.is 571 4774 Að hætti hússins GOTT ER AÐ BORÐA SPÍNATIÐ Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is STRÍÐLUR Listi Framsóknar í heilu lagi. Listi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir al-þingiskosningarnar í vor var valinn á fjölmennu kjördæmisþingi 12. janúar á Selfossi. 8 efstu sætin verða skipuð þessum: 1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi 2. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ 3. Páll Jóhann Pálsson, Grindavík 4. Haraldur Einarsson, Flóahreppi 5. Fjóla Hrund Björnsdóttir, Rang- árv.sýsla 6. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, A- Skaft. 7. Sigrún Gísladóttir, Hveragerði 8. Jónatan Guðni Jónsson, Vest- mannaeyjar Ljósmyndir og ljóð í Gjánni - Halla Ósk Heiðmarsdótt- ir er áhugaljós- myndari frá Sel- fossi sem hefur opnað sýningu í Listagjánni í bókasafninu á Selfossi. Hver mynd styðst við vísu. Sýningin er sölusýning og stendur til febrúar- loka. „Lærdómsríkt að hitta sveitarstjórnarmenn á heimavelli þeirra“ - Ríkisstjórnarfundur verður haldinn á Selfossi á morgun, föstudag 25. Janúar. Rædd verða hefðbundin málefni en auk þess verkefni sem sérstaklega tengjast Suðurlandi. „Sú nýbreytni að halda ríkisstjórnarfundi utan Reykjavíkur hefur verið lær- dómsrík og dýrmæt. Það hefur verið ánægjulegt að hitta sveitarstjórnar- menn og aðra sem vinna að hag landshlutanna á heimavelli þeirra,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra. - Þá verður fundað með sveitar- stjórnarfólki á Suðurlandi og blaða- mannafundur í kjölfarið. Ráðherrar munu síðan heimsækja vinnustaði og stofnanir. Smáfréttir

x

Selfoss

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.