Selfoss - 11.04.2013, Qupperneq 12
11. apríl 201312
VORIÐ
ER
KOMIÐ
Laugavegur 58 S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is
ERNA
Skipholti 3 - Sími: 552 0775
www.erna. is
Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA
Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október
312 fyrir réttum 1700 árum, sá
Konstantín mikli teikn krossins
á himni og orðin “in hoc signo
vinces” “Undir þessu tákni muntu
sigra”. Árið 313 er Konstantín var
orðinn keisari veitti hann kristnum
mönnum trúfrelsi eftir langvarandi
ofsóknir.
Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd
Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,-
úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og
úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-).
IN HOC SIGNO VINCES
(Undir þessu tákni muntu sigra)
Þegar ég frétti að dóttir mín og tengdasonur í Hollandi höfðu haft páskamatinn með
líbönskum blæ fékk ég þau til að
senda mér uppskriftir og myndir.
Nú fer að styttast í að hægt verði
að grilla úti og þá er alveg tilvalið
að skoða mat frá þessum slóðum.
Líbanskur matur hefur verið mjög
vinsæll á vesturlöndum og margir
farið á frábæra líbanska matreiðslu-
staði í stórborgum erlendis. Þeir
spruttu víða upp eftir að líbanskir
matreiðslumenn urðu eins og aðr-
ir að flýja stríðsátök í landinu og
koma sér fyrir í öðrum löndum. Ég
læt Evu Maríu dóttur minni eftir að
segja frá:
Í staðinn fyrir hefðbundna ís-
lenska páskalambið með brúnuðum
kartöflum og sósu var ákveðið að
hafa páskamatinn undir áhrifum frá
Líbanon, enda er matargerðin þar
mun líkari matargerðinni á sögu-
slóðum biblíunnar en matargerð á
Íslandi. Maturinn samanstóð af grill-
uðum lambakótelettum, taboulleh,
heimatilbúnu hummus og brauði
(gott er að nota t.d. pítubrauð).
Kóteletturnar voru smurðar með
kryddmauki sem heitir Spicy Lemon
Tagine Paste frá Al’Fez fyrirtækinu
og síðan grillaðar á grillpönnu. Nú
er ekki víst að þetta tiltekna krydd-
mauk sé til á Selfossi en þá er hægt
að nota allskonar norður-afrísk eða
arabísk kryddmauk í stað þess eða
náttúrulega búa til sitt eigið. Best er
auðvitað að grilla kóteletturnar úti á
grilli en þegar veðrið býður ekki upp
á það er vel hægt að nota grillpönnu.
Herlegheitin voru borin fram á beði
af ferskum kryddjurtum og sítrónu.
Taboulleh er kryddjurtasalat sem
er mjög vinsælt í öllum Arabalönd-
um. Í þessari uppskrift er eftirfar-
andi:
2 stór búnt af flatlaufa steinselju
½ búnt af ferskri myntu
1 rauðlaukur
2 tómatar
Safi úr 2 sítrónum
1 bolli af soðnu couscous
Salt og pipar
Ólívuolía eftir smekk
Aðferð:
Grænmeti og kryddjurtir saxað
smátt. Það er hægt að nota mat-
vinnsluvél en þá þarf að passa að
hráefnið verði ekki að mauki.
Grænmeti, kryddjurtum, couscous,
sítrónusafa, salti og pipar blandað
saman og sett í skál. Að lokum er
ólívuolíu “drisslað” yfir eftir smekk.
Tekið skal fram að þetta er ansi stór
uppskrift og því má auðveldlega
helminga hana. Annars er mjög gott
í hádeginu daginn eftir að blanda af-
gangnum saman við meira couscous
og skella smá fetaosti yfir.
Hummus er líka klassískt meðlæti
á þessum slóðum og hægt er að nota
hvort sem er tilbúið eða heimagert.
Til eru ótal uppskriftir af hummus
en hér er ein góð:
1 dós kjúklingabaunir (400 gr.)
½ dl. Tahini
½ dl. sítrónusafi
2 msk. ólívuolía
1 pressað hvítlauksrif
1 tsk. salt
½ tsk. cummin
Aðferð:
Sigtið og skolið kjúklingabaunirnar.
Síðan er allt maukað saman í mat-
vinnsluvél og vatni bætt við þar til
fallegri áferð er náð. Þegar hummus-
ið er borið fram er fallegt að setja
það í skál, sáldra paprikudufti yfir
og góðum slatta af ólívuolíu.
Ég þakka þeim í Hollandi fyrir
skemmtilegt innlegg í eldhúsið mitt.
Verði ykkur að góðu.
Að hætti hússins
PÁSKAMATUR í Hollandi
Kristjana Sigmundsdóttir
kristjanasig@simnet.is
Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð amerísk heilsársdekk
- stærðir 31- 44 tommur
- slitsterk
- neglanleg
- má míkróskera
- frábært veggrip
Gott verð!
fyrir flestar stærðir jeppa og jepplinga
Við eigum dekkin undir bílinn þinn og bjóðum upp á alla dekkjaþjónustu.
Þú kemur þér notalega fyrir með kaffibolla meðan þú bíður.
Bjóðum einnig ástandsskoðanir, smurþjónustu og almenna viðgerðarþjónustu.
Skjót og góð þjónusta!
38x15,5R15
38 tommu dekk
sem er sérstaklega
hannað fyrir
íslenskar aðstæður.
- slitsterkt
- endingargott
- hljóðlátt
- míkróskorið
- neglanlegt
Dekkja-
verkstæði
á staðnum.
Bjóðum alla
almenna
dekkja-
þjónustu.
SELFOSS-SUÐURLAND
Auglýsingasími: 578 1190