Selfoss - 29.08.2013, Blaðsíða 1

Selfoss - 29.08.2013, Blaðsíða 1
Ný kynslóð sólarkrema Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18 Sími 565 0500 • 897-1923 Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í k 29. ágúst 2013 16. tölublað 2. árgangur S U Ð U R L A N D 14 Valla er það viskuráð8–9 Haustið kemur með börnunum4 Ferðamennirnir til bjargar - eða séraðgerðir UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUN Á árunum 2009 til 2012 voru tekjur af fráveitugjöldum í Árborg níu sinnum hærri en nam fjárfestingum Tekjur Sveitarfélagsins Árborgar af fráveitugjöldum námu 914 milljónum króna á árunum 2009 til og með ársins 2012. En það var bara framkvæmt fyrir 107 milljónir á sama tíma. Uppsafnað námu tekjur umfram fjárfestingu 798 millj. kr. Lög mæla svo fyr- ir að ákvörðunin um nýtingu tekjustofna sé á valdi sveitarstjónar. Fráveitugjaldið hefur orðið drjúgur tekjustofn en tekjurnar geta ekki farið í annan málaflokk. Árið 2002 námu tekjur af fráveitugjaldinu 40 milljónum króna en í fyrra var það komið upp í rúmar 236 milljónir samtals. Forsvarsmenn sveitarfélagsin hafa kvart- að undan því að það kosti mikið að koma skikki á fráveitumál í samræmi við reglu- gerð. Árborg hefur sótt um undanþágu til innanríkisráðuneytis. Vilja setja upp einfaldari og ódýrari hreinsibúnað en þann sem reglugerðin kveður á um við sömu aðstæður og eru í Árborg. Ráðuneyti hefur engvu svarað. Þegar nú kemur Í ljós að tekjurnar af málaflokknum eru mörg hundruðum milljónum hærri en sem varið er til mála- flokksins er spurt hvar þessir peningar liggja. Hafa milljónirnar kannski farið í aðra málaflokka eða til að greiða niður skuldir. Sveitarfélagið getur hugsanlega safnað umframtekjunum fyrir ef um væntanlega stórframkvæmd er að ræða í náinni framtíð. Með öðrum orðum frestað framkvæmdinni og lagt fyrir á meðan. 800 milljónirnar ættu að liggja á bók þar sem þeim má ekki ráðstafa til annarra þátta en fráveituframkvæmda. Og það hefur ekki gerst. Engin samþykkt um framtíða ráðstöfun uppsafnaðra pen- inga liggur fyrir skv. heimildum blaðsins. Fjallað er nánar um fráveitumálin í fréttaskýringu á síðu 2. ÞHH Líklegust er byggð verði sameiginleg hreinsistöð við gráhellu á Eyrarbakka og veitt þaðan til sjávar. Myndin er frá Eyrarbakka.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.