Selfoss - 29.08.2013, Blaðsíða 8

Selfoss - 29.08.2013, Blaðsíða 8
8 29. ágúst 2013 Haustið kemur með börnunum Haustið kemur þegar börnin sjást feta skólastíginn. Á opnunni í blaðinu er bankað upp á í grunnskólum á Suðurlandi. Við erum aðeins í gættinni og kynnumst starfinu betur í vetur. Það er svo margt að gerast. Skólarnir eru lang stærstu vinnustaðir landsins – og þar er meðalaldurinn í lægri kantinum. Við fjöllum áfram um skólahald í næstu blöðum. ÞHH Teymisvinna bæði nemenda og starfsmanna „Á miðstigi er farin sú leið að tveir umsjónarkennarar eru í hverjum árgangi en þriðji kennarinn tekur þátt í íslensku og stærðfræðikennslu auk þess sem árgöngum er skipt enn frekar í list og verkgreinum með smiðjufyr- irkomulagi,“ segir Birgir Edwald skólastjóri Sunnulækjarskóla. Áfram verður lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám og teym- isvinnu bæði starfsmanna og nem- enda við skólann. Spennandi teymisvinna Til að koma til móts við mikinn fjölda nemenda eru farnar ýmsar leiðir og mikil fjölbreytni er í hópa- skiptingum innan skólans. Í fyrsta bekk eru rúmlega 60 nemendur sem fjórir umsjónakennarar sinna í tveimur hópum. Á elsta stigi eru kennarar að móta teymisvinnu sína enn frekar en verið hefur á undan- förnum árum. Það er gert með því að þrír kennarar sinna árganginum, einn sér um stuttar innlagnir í litl- um hópi meðan aðrir sjá um verk- efnamiðaða vinnu í hópaskiptum nemendahópi á stærra svæði. Í haust var Sunnulækjarskóli settur í 10. sinn. Nemendur eru 521 og hafa aldrei verið fleiri. Starfsmenn við allar deildir, þ.e. skólann, Setrið – sérdeild Suður- lands og skólavistunina Hóla eru um 85. Í síðustu viku fyrir skólasetningu var foreldrum boðið á fyrirlestur um samskipti í anda Uppbyggingar- stefnunnar í Fjallasal skólans. Um 160 manns hlýddu á fyrirlesturinn og fengu súpu úr eldhúsi Sunnu- lækjarskóla að fyrirlestri loknum. Fyrirlesturinn var upphafið á vinnu vetrarins við innleiðingu Upp- byggingarstefnunnar í starf skólans. Birgir Edwald skólastjóri áhersla á einstaklingsmiðað nám og teymisvinnu bæði starfsmanna og nemenda við skólann. Hópur nemenda bæði í Reykholti og á Laugarvatni á sameiginlegum degi. Vinnustund á yngsta stigi í Reykholti. Gleði, virðing og sam- vinna einkenna starfið „Í Þjórsárskóla leggjum við áherslu á umhverfið og höf-um það að yfirmarkmiði að skila landinu til komandi kynslóða í betra ástandi en við tókum við því,“ segir Bolette Høeg Koch, skólastjóri Þjórsárskóla. Skólinn byggir á heildstæðri kennslu með útikennslu, kennslu í þjóðskógin- um og nýsköpun. Gleði virðing og samvinna einkenna starfið og við leggjum áherslu á að öllum líði vel, öðlist sterka samkennd, siðvitund og fái notið sín í námi við hæfi. Við viljum hafa það að leiðarljósi að hver nemandi geti þroskað getu sína og hæfileika út frá sínum forsendum og stefnum að því að námið verði einstaklingsmiðaðra þannig að nem- endur læri að setja sér markmið beri ábyrgð á námi sínu og sýni sjálfstæði í vinnubrögðum. Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.- 7. bekk. Í upphafi skólaársins 2013- 2014 eru 40 nemendur í skólanum, sem er kennt í þremum kennsluhóp- um þar sem 1.-2. bekkur er saman, 3.-4. bekkur og 5.-6. og 7. saman. Skólinn er staðsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Árnesi. Bolette Høeg Koch, skólastjóri. Skemmtilegur vetur í góðu skólasamfélagi Unnið er að stefnumótun fyrir skólann og eins og aðrir er mikil áhersla á innleiðingu Aðalnámskrár. Framundan er skemmtilegur vetur í góðu skólasamfélagi, segir Hrund Harðardóttir skólastjóri Í Bláskógaskóla verða um 150 nemendur í leik- og grunnskóla- deild. Starfsmenn eru um 30.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.