Selfoss - 29.08.2013, Side 6

Selfoss - 29.08.2013, Side 6
Okkar vinsæli heimilismatur í hádegi alla virka daga kl. 12:00 - 13:30. Súpa, aðalréttur, kaffi, biti, kaka eða ávöxtur. Allt þetta á aðeins 1.490,- kr. Breiðumörk 2b, Hveragerði Pizzur, smáréttir, veislur, bar. Gæði - Þjónusta - Lipurð - Stöðugleiki 29. ágúst 20136 Jólagjafirnar komnar í hús í Herjólfshúsinu í Þorlákshöfn - Handverksdögum sumarsins lýkur með kaffi og harmonikkuspili á laugardaginn. Já, það er ekki seinna vænna. Handverksfólk í Herjólfshús-inu sem sér líka um rekstur hússins vekur athygli á að það er sérstakur afsláttur á handverki þessa vikuna. Börnin í þorpinu hafa ver- ið sérlega dugleg að koma í heim- sókn og fá lánaðar veiðistangir og björgunarvesti og húsið hefur verið vel sótt af ferðamönnum. „Þó er það svo að þeir erlendu hafa verið miklu meira áberandi en íslenskir, öfugt við það sem var í fyrrasumar og sennilega leikur veðrið þar stórt hlutverk,“ segir Barbara Guðnadótt- ir, menningarfulltrúi sveitarfélagsins. Handverksfélag Ölfuss hefur í sumar tekið þátt í rekstri Herjólfs- hússins í Þorlákshöfn. Gestum og gangandi hefur boðist að kaupa kaffi og handverk auk þess sem ferðamenn hafa fengið upplýsingar um sveitarfélagið, nágrenni þess og um spennandi gönguleiðir. Þetta er annað sumarið sem Herjólfshúsið er nýtt á þennan hátt og hefur það sett skemmtilegan svip á bæjarlífið í Þorlákshöfn. Nú líður að sumarlokum og þar með lokum starfsemi handverks- félagsins í Herjólfshúsinu. Síðasta vikan sem húsið verður opið er 26. til 31. ágúst. Þá er hægt að gera góð kaup enda afsláttur af ýmsum vörum og handverki. Laugardaginn 31. ágúst verður svo hægt að hitta handverksfólk, fá sér kökubita og hlýða á ljúfa harmonikkutóna á milli kl. 14 og 17. Herjólfshúsið er opið alla daga frá kl. 10 til 17. Gestir og gangandi eru hvattir til að líta inn, fá lánaða stöng eða drekka góðan kaffi- bolla og jafnvel gera jólagjafainn- kaupin tímanlega. Sjómannadagshelgin er okkar bæjarhátíð! „Heilmikið hefur verið um að vera í Þorlákshöfn og Ölfus-inu í þessum mánuði þó ekki hafi verið haldin nein bæjarhá- tíð,“ segir Barbara Guðnadóttir í Þorlákshöfn. Sumir sakna þess þó að ekki séu lengur Hafnardagar í ágúst. Dagsetningu hátíðarinn- ar var breytt eftir að niðurstaða könnunar leiddi í ljós að meirihluti þeirra sem þátt tóku taldi hátíðina betur komna um sjómannadags- helgina. En það hefur ekki verið nein ládeiða í mánuðinum þrátt fyrir þetta. Ferðamálafélagið er búið að vera duglegt að standa fyrir fjölbreytt- um gönguferðum, en í þessari viku var farið í hellaskoðunarferð í Búra. Þá hafa rekstraraðilar Herjólfs- hússins efnt til bryggjustemningar á svonefndum bryggjudögum. Á bókasafninu hefur staðið yfir sýning Byggðasafns Ölfuss sem nefnist „Störfin heima fyrir“. Þar gefur að líta ýmislegt sem nýtt var í handverk og til heimilisstarfa. Sýningin stendur fram í byrjun september og eru áhugasamir sem ekki hafa skoðað sýninguna hvattir til að koma og skoða, en sýningin er opin á opnunartíma safnsins. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar eldri borgarar úr Reykjavík komu að skoða sýninguna í síðustu viku. gestum og gangandi hefur boðist að kaupa kaffi og handverk í Herjólfshúsi Börnin í þorpinu hafa verið sérlega dugleg að koma í heimsókn og fá lán- aðar veiðistangir og björgunarvesti Vampírur og fjallahlaupafólk í Þorlákshöfn Fólki í Þorlákshöfn fjölgaði allverulega þegar yfir 300 manns gistu í íþróttahús- inu fyrir hálfum mánuði eftir að hafa hlaupið um 60 km leið. Hafði hlaupahópurinn lagt undir sig fjöll og óbyggðir – í nokkrum lotum - á 250 kílómetra leið milli Kerlingar- fjalla og Bláa lónsins. Hlaupinu lauk ekki í Þorlákshöfn en næst síðasti áfangi var þá í höfn. Kepp- endur koma víða að úr heiminum. Kenna þau sig við eyðimerkur þar sem hlaupið er á hverju ári. Einu sinni á ári er bætt við einu hlaupi á áhugaverðum stað í heiminum og í ár varð Ísland fyrir valinu. Kepp- endur þurfa að bera allan útbúnað og mat sjálfir. Til stóð að slá upp tjaldbúðum sunnan við Hlíðarvatn eftir þetta lengsta hlaup ferðarinnar, en það hófst við Skarðsmýrarfjall og endaði í Herdísarvík. Vegna veðurs fékk hópurinn þó inni í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn og gisti þar í tvær nætur áður en lagt var af stað í síðasta hluta hlaups- ins. Hlaupararnir voru hraktir og þreyttir og mjög ánægðir að fá þak yfir höfuðið. Að ári er stefnan sett á eyjuna Madagasgar fyrir ströndum Afríku í Indlandshafi. Þegar hafa 250 skráð sig í hlaupið. Víða að – en þó enginn Íslendingur ennþá. Á sama tíma og hlaupagikkirnir komu til byggða í Þorlákshöfn í næst síðasta mark óhemjuhlaups- ins stóðu yfir tökur á norskri vampírumynd í Höfninni. Af því tilefni var verslunarhúsi sem staðið hefur autt um nokkra hríð, breytt í norska lögreglustöð. Mátti sjá rækilega merkta lögreglubíla á staðnum og verið var að undirbúa frekari tökur. Bíómyndin verður tekin upp á fleiri stöðum á Íslandi og er um norsk – íslenskt samstarf að ræða. Hlaupagarparnir kunna að meta gestrisnina og þáðu gistingu í íþróttahúsinu eftir 60 km. sprett.

x

Selfoss

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.