Selfoss - 26.09.2013, Page 2
2 26. september 2013
Ný kynslóð
sólarkrema
Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18
Sími 565 0500 • 897-1923
Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í k
Viðsnúningur í rekstri
– ekki sjálfsagt mál
Í síðasta blaði var grein eftir Þor-lák Helgason ritstjóra blaðsins um fjármál Sveitarfélagsins
Árborgar. Þorlákur hefur lengi
sýnt bæjarmálum áhuga og meðal
annars verið formaður Samfylk-
ingarinnar í Árborg og situr sem
fulltrúi hennar í íþrótta- og menn-
ingarnefnd. Það er út af fyrir sig
fagnaðarefni að rætt sé um fjármál
sveitarfélagsins og ljóst af grein
Þorláks að ekki er ágreiningur um
stórbætta fjárhagsstöðu Árborgar.
Eins og flestir vita var sveitarfé-
lagið undir eftirliti Eftirlitsnefnd-
ar með fjármálum sveitarfélaga þar
til á síðasta ári, enda taldi nefndin
sveitarfélagið hvorki standast
viðmið um sjálfbæran rekstur né
þolanlegt skuldahlutfall. Árangur
í fjármálum Árborgar er því ekki
eingöngu sýnilegur í ársreikning-
um sveitarfélagsins heldur þótti eft-
irlitsnefndinni ástæða til eftir árið
2009 að setja sveitarfélagið undir
sérstakt eftirlit. Skuldir sveitarfé-
lagsins höfðu þá hækkað hlutfalls-
lega öll árin frá stofnun þess og farið
úr um 50% skuldahlutfalli í 206%
miðað við tekjur. Slíkt er ósjálfbær
skuldastaða. Nú eru skuldir um
150% af tekjum, sem er enn mik-
ið, en byrðunum hefur verið létt
það mikið að eftirlitsnefndin telur
skuldastöðuna sjálfbæra í dag.
Hitt viðmiðið er afgangur af
rekstri en sú tala þarf að duga fyrir
fjárfestingum, vöxtum og afborg-
unum skulda. Á síðasta kjörtímabili
var rekstrarafgangur af reglulegum
rekstri sveitafélagsins að meðaltali
620 milljónir króna en hefur verið
á þessu kjörtímabili 1.067 milljón-
ir að meðaltali sem er 172% betri
rekstrarafkoma. Þorláki verður
tíðrætt um auknar tekjur sveitar-
félagsins en ekki má gleyma því að
verkefnum hefur fjölgað og launa-
vísitala hækkað um 18% síðustu
þrjú árin. Staðreyndin er einfaldlega
sú að árin 2006-2009 var eytt mun
meira en aflað var og þegar nettó
fjárfestingar og fjármagnsgjöld eru
dregin frá rekstrarafkomunni kem-
ur í ljós að sveitarfélagið vantaði
5.139 milljónir til að ná endum
saman. Gerir þetta 3,5 milljónir
á dag! Til samanburðar er afgang-
ur upp á tugi milljóna þegar sami
mælikvarði er lagður á árin 2010-
2012. Það er því ánægjulegt að fá
tækifæri til að ræða bætta stöðu
sveitarfélagsins Árborgar á þessum
vettvangi.
Í "fréttaskýringu" Þorláks Helga-
sonar er að því látið liggja að engu
máli skipti hverjir stjórni og bætt
fjárhagsstaða gerist af sjálfu sér. Fátt
er fjær sanni. Á sama tíma og Sveita-
félagið Árborg hefur náð að lækka
skuldahlutfall sitt verulega hefur
það hækkað hjá öðrum. Á sama
tímabili og Árborg hefur skilað af-
gangi af rekstri í þrjú ár í röð þegar
tekið er tillit til allra útgjalda hefur
eingöngu eitt af átta stærstu sveitar-
félögunum á landinu náð sama ár-
angri. Það sveitarfélag er Garðabær.
Það er því ljóst að ekki vill eitt yfir
alla ganga og veldur hver á heldur.
Bæjarfulltrúar allra flokka hafa á
þessu kjörtímabili sýnt ráðdeild og
ábyrgð í fjármálum. Komið með
fjölda gagnlegra ábendinga, tekið
á sig skerðingar og náð góðri sam-
stöðu með starfsfólki sveitarfélags-
ins til að ná þessum góða árangri.
Það ber að þakka.
Skautað framhjá
raunveruleikanum
Í grein Þorláks er skautað fram
hjá ýmsum staðreyndum sem of
langt mál er að telja, en rétt er að
benda á að í útreikningum hans
varðandi holræsamál gleymast út-
gjöld eins og rekstur lagnakerfisins,
fjármagnskostnaður og viðhald. Af-
borganir lána einar og sér eru þrjú
hundruð og tuttugu miljónir á
tímabilinu. Munar um minna. Ekki
vitum við hvernig Þorlákur sér fyrir
sér að hægt sé að skauta fram hjá
afborgunum skulda fráveitunnar.
Í raunveruleikanum þarf að borga
af lánunum, reka kerfið og sinna
viðhaldi. Þetta þekkja allir sem reka
heimili og fyrirtæki. Eitthvað hef-
ur þetta gleymst í útreikningum
Þorláks og er því einboðið að þetta
verði leiðrétt í blaðinu. Eitt af því
sem fjárfesta þarf í er hreinsistöð við
Ölfusá og er gert ráð fyrir að ráð-
ast í þá fjárfestingu fyrr en seinna.
Afgangur af rekstri holræsakerfa
nýtist þá vel í þá dýru framkvæmd
sem framundan er. Verra væri ef
ekki hefði verið rekstrarafgang-
ur; þá væri rétt að hafa áhyggjur.
Framkvæmda- og veitustjórn hef-
ur unnið að undirbúningi þessa
löngu tímabæra umhverfisátaks
sem margir bíða eftir. Rétt er að
horfa saman fram á við og vinna
saman að enn frekari uppbyggingu
sveitarfélagsins; öllum til heilla.
Ásta Stefánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sveitarfélagsins
Árborgar, Eyþór Arnalds,
formaður bæjarráðs
Fjallkonan er frumkvöðull ársins
Bæjarstjórn Árborgar hefur valið Fjallkonuna á Selfossi
sem frumkvöðul ársins. Frum-
kvöðlaviðurkenningunni fylgir
ekki önnur vegtylla en að það er
litið upp til þeirra sem til hennar
stofnuðu. Búðin sjálf er falleg og
leikur sín hlutverk af lífi og sál:
matur beint frá býli, afbragðs
grænmeti og innfluttir ostar. Allt
í bland og miklu meira. Til ham-
ingju!
Fjallkonan tekur vel á móti manni. minnir á krambúð af bestu sort.
Skammhlaup milli tveggja heima
og gullöld abstraktmálverksins.
Tvær sýningar opna í Listasafni Árnesinga laugardaginn 28. september kl. 15
Skammhlaup milli tveggja heima, kallar Ólafur Gíslason sýningu Rósu Gísladóttur.
Hin sýningin leiðir okkur inn í
heim abstraktlistarinnar á Íslandi
1945-1969.
Verk Rósu „fela í sér sprengikraft
í kyrrstöðu sinni vegna þess að þau
mynda skammhlaup á milli tveggja
heima“ svo vitnað sé í texta Ólafs
Gíslasonar listfræðings í sýningar-
skránni. Verk Rósu eru sett upp
sem tvær kyrralífsmyndir sem vísa í
klassíska hefð. Sú stærri nýtir stærsta
sal listasafnsins og samanstendur af
verkum sem Rósa vann fyrir sýn-
ingu í rústum Keisaratorganna í
Róm sumarið 2012 en sú minni
er frá árinu 1999 og endurspeglar
klassísk kyrralífsmálverk.
Hin sýningin ber heitið Sam-
stíga og opnar sýn inn í þróun
abstraktlistar á árunum 1945-
1969 í víðu samhengi. Þá náðu
íslenskir myndlistarmenn athygli
erlendis og voru samstíga öðrum
listamönnum í Evrópu. Þetta er
önnur sýningin í þriggja sýninga
samstarfsverkefni Listasafns Árnes-
inga, Listasafns Hornafjarðar og
Listasafns Íslands. Eyborg Guð-
mundsdóttir, Guðmunda Andrés-
dóttir, Guðmundur Benediktsson,
Hörður Ágústsson, Karl Kvaran,
Nína Tryggvadóttir, Svavar Guðna-
son, Valtýr Pétursson og Þorvaldur
Skúlason eru höfundar verka sem
koma úr safneign Listasafns Íslands
en verk eftir Gerði Helgadóttur eru
fengin að láni hjá Listasafni Kópa-
vogs - Gerðarsafni.
Samstíga er þriðja sýning ársins
sem tileinkuð er 50 ára listaverka-
gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og
sona hennar til Árnesinga. Í anda
hugsjóna Bjarnveigar hefur lítilli
listasmiðju verið komið fyrir í safn-
inu þar sem börnum og fullorðnum
er boðið upp á leik og fræðslu með
verkefnum til þess að glíma við og
hafa gaman af.
ÞHH
Karl Kvaran var einn af abstrakt-
málurunum. myndin er máluð 1954.
Óljóst um fjármagn til
endurnýjunar gamla
hluta Sjúkrahúss Suðurlands
Það mátti ekki minna vera: þrír fyrrverandi ráðherr-ar fóru með fylgdarliði
um hérað í vikunni. Heimsóttu
vinnustaði og fræddust um stöðu
mála. Magnús Skúlason fram-
kvæmdastjóri Heilsustofnunar
Suðurlands kynnti stöðu mála.
Samnefnarinn er niðurskurður en
bjartsýni um betri tíð framundan.
Halli var um 4% á rekstri fyrstu 7
mánuði þessa árs. Er ljóst að enn
verður að skera niður.
22-23% af þeim sem koma á
bráðamóttökuna er fólk sem hefur
lögheimili utan umdæmisins. Mik-
ilvægt verkefni er endurnýjun eldri
hluta sjúkrahússins og hafa fengist
um 370 milljónir til verksins. Er
heldur óljóst hvort þeir peningar
haldist þar sem boðaður er niður-
skurður víða. ÞHH
Þrír fyrrverandi ráðherrar með föruneyti hittu sl. þriðjudag magnús, Óskar
og Önnu maríu, forstöðumenn Heilsustofnunar suðurlands.