Selfoss - 26.09.2013, Qupperneq 8
8 26. september 2013
Spennandi hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið:
Blesi, Sísjóðandi, Óþerrishola og
Konungshver leika veigamikil
hlutverk í samkeppni um Geysi
Blesi hæfði „forhertum kjaftakerlingum“ en Geysir hresstist við jarðskjálftana 1896. Hann „stundi eins og giktveikur karl“ fyrir skjálfta.
Bláskólabyggð blæs til hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið
Spennandi hlutir eru að ger-ast. Boðuð er samkeppni um Geysissvæðið og er markmiðið
að fá fram hugmyndir um skipulag
og uppbyggingu þess. Um er að ræða
tugi hektara svæði þar sem náttúra
og land eru einstök.
„Vonandi fáum við mjög
spennandi og áhugaverðar hug-
myndir um skipulag og hönnun
svæðisins,“ segir Drífa Kristjánds-
dóttir, oddviti Bláskógabyggðar.
Hver kann nöfnin öll?
Fata, Óþerrishola, Þykkuhverir, Sí-
sjóðandi, Smiður, Litli Geysir, Litli
Strokkur, Sóði, Móri, Blesi, Kon-
ungshver .
Kristján níundi kom að Geysi
1874. „Fyrir því hugkvæmdist okkur
að skíra hver þennan Konungshver.“
Timburhjallurinn reyndist
konungshús!
Sænski rithöfundurinn Albert
Engström kom að Geysi fyrir öld
(árið 1911) og skrifar miklar lýs-
ingar á aðstæðum og atburðum.
Hann gisti í því sem reyndist „svo-
lítill timburhjallur með fimm her-
bergjum. Á íslenskan mælikvarða
er það nú samt reglulega gott ... En
við þessu er ekkert að gera. Í staðinn
er okkur sagt, að það sé ekki sjálft
gistihúsið, sem við höfum lent í ...
Það er konungshúsið, sem við höf-
um lagt undir okkur. Hús sem byggt
var alveg sérstaklega konunginum,
þegar hann kom hingað til landsins,
fyrir nokkrum árum síðan (1907).“
Timburhjallurinn reyndist þó ekki
verri en svo að Engström og félagar
sofnuðu eftir tíu mínútur „eins og
rotaðir selir.“
Blesi hæfði forhertum
kjaftakerlingum
Engström var gengið út á dyrapalll-
inn og heyrir hvin mikinn eins og
hvalablástur. Þetta er Óþerrishola,
sagði fylgdarmaðurinn. Smám saman
kynntist Engström fleiri hverum og
laugum. Veltir hann fyrir sér hvort
einsetumennirnir sem komu til Ís-
lands á undan Norðmönnum (pap-
arnir) hafi framið helgar athafnir í
návist jarðarandanna. Og áfram lét
hann hugann reika: Hvað á að hafa til
morgunverðar? „Eigum við að sjóða
uxatungur frá Argentínu í Blesa, eða
eigum við að binda spotta í þýzka
pylsu og sökkva henni í Geysi, allt
niður að miðpunkti jarðar?“
Heitar uppspretturnar í kring-
um Geysi telur Engström vera um
hundrað en aðeins þrjár sem gjósa:
Geysi, Óþerrisholu og eina enn sem
ekki hafi sérstakt nafn. Blesi er feg-
urst uppstrettanna, segir Engström.
„Vatnið kyrrt, tært, blágrænt næstum
því eins og í bláa hellinum á Capri.“
Hvelfingar sé að finna í Blesa og gætu
vatnadísir búið þar. „Þá eru það
vatnadísir sem þola 92 gráðu hita!“
Engström efast og bætir við: „Lík-
lega hæfði Blesi samt forhertum
kjaftakerlingum.“ Aðrar laugar og
Engström telur meðal þeirra merk-
ustu heita Stjarna, Fata, Konungs-
hver, Ástarauga, Strokkur (sem sé
hættur að gjósa), Gunnhildarhver
og Sísjóðandi.
(Stuðst við tímaritið Dvöl, 10.
júní 1934)
Geysir stundi eins
og giktveikur karl!
Þess má geta að það var við jarð-
skjálftana á Suðurlandi árið 1896 eða
15 árum áður en Albert Engström
sótti Ísland heim sem Geysir hress-
ist. „Eitt hafa þeir (jarðskjálftarnir)
gert til bóta: þeir hafa bætt Geysi til
muna. ... Áður boðaði hann stórgos-
in með miklum dunum og dynkjum
niðri í jörðinni; hann stundi eins og
giktveikur karl ... Ennfremur hafa
landskjálftarnir skapað 10-12 nýja
hveri og hvera-augu þar á söndun-
um umhverfis.“ Stærstur þeirra er
Konungshver, segir höfundur frétt-
arinnar sem birtist í Ísafold 24. ágúst
1897.
Spennandi hugmynda-
samkeppni
Nú spretta þau fram Sísjóðandi,
Óþerrishola og Konungshver og
verða að forskrift í athyglisverðri
samkeppni sem boðuð er um
skipulag á Geysissvæðinu. Bent er á
að gera megi Geysi og Strokk hærra
undir höfði.
Markmið samkeppninnar sé að
fá fram hugmyndir um skipulag og
uppbyggingu svæðisins. Áhersla sé
lögð á raunhæfar og spennandi til-
lögur sem m.a. taki mið af helstu
sérkennum svæðisins. Ekki kæmi á
óvart þó að þátttakendur leituðu í
smiðju Engströms gamla!
„Vonandi fáum við mjög
spennandi og áhugaverðar hug-
„Vatnið í blesa er kyrrt, tært, blágrænt
næstum því eins og í bláa hellinum á
Capri,“ sagði sænski rithöfundurinn
Albert engström sem gisti í konungs-
húsi að Geysi árið 1911.
„Vonandi fáum við mjög spennandi og áhugaverðar hugmyndir um skipulag
og hönnun svæðisins,“ segir Drífa Kristjándsdóttir, oddviti bláskógabyggðar.