Selfoss - 26.09.2013, Síða 10
10 26. september 2013
Þetta mátti lesa á forsíðu
Alþýðublaðsins fyrir 70 árum:
Til Danske i
Reykjavik og
Omegn
I Anledning af Hans Majestæt Kong-
ens Födselsdag Söndag den 26. Sept-
ember 1943 indbyder den danske
Minister og Det Danske Selskab i
Reykjavik alle herboende Danske
med Familie etil en Sammenkomst
i Gamla Bio kl 1.30 Em. Præcis.
Á dagskrá var m.a. Oplæsning
af Herr Skulespiller Lárus Pálsson,
Herr Minister, Fr. De Fontenay
taler for Kongen og Forevisning
af Filmen: H.M. Kongens 70 Aars
Födseldag.
Kóngurinn sem í hlut átti var
Kristján tíundi, að skírnarnafni:
Christian Carl Frederik Albert Al-
exander Vilhelm Glücksburg. Hann
átti varla heimangengt eftir að hafa
fallið af hestbaki 1942 og slasast.
Hann andaðist 1947.
-----------
„Ölvuðum
mönnum
bannaður að-
gangur.“
Sunnudaginn 26. september 1943
er haldin mikil hlutavelta íþrótta-
félagsins Ármanns í ÍR húsinu í
Reykjavík þar sem hægt er að eignast
afpassað fataefni, rykfrakka, kol og
saltfisk, og fjóra 500 króna vinninga.
Ekket núll.
„Þetta verður ábyggilega stórfeng-
legasta og happadrýgsta hlutavelta
ársins.“
SKT auglýsir dansleik í Góð-
templarahúsinu klukkan 10 eftir
hádegi sunnudag 26. september
1943. Þar verða m.a. nýir dansar
en aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30
(líka e.h.). Það er ákveðnari tónn í
auglýsingunni um dansleik þennan
sunnudag sem á að verða í Alþýðu-
húsinu kl. 10 s.d. (síðdegis). „Ölvuð-
um mönnum bannaður aðgangur,“
stendur undir auglýsingunni.
-----------
Fé skorið í
Árnessýslu
Blaðið Heimskringla á Íslendinga-
slóðum í Vesturheimi fagnar 65 ára
afmæli 26. september 1951. Mik-
ið er um afmælisóskir í blaðinu.
Meðal annars ósk um að blaðið
deyi ekki (seinna voru Lögberg og
Heimskringla sameinuð). Fréttir eru
frá Íslandi: Fé verður skorið niður í
þremur sýslum á svæðinu frá Hval-
firði og austur að Þjórsá. „Áður
en fjárpestirnar byrjuðu að herja á
fjárstofn landsmanna var Árnessýsla
ein hin fjárríkasta sýsla landsins. Í
mesta fjárrekstrarsvæðunum, svo
sem í Biskupstungum og Hrepp-
unum voru á nokkrum bæjum sett
á vetur 500-1000 fjár.“ Talið sé að
um 60000-80000 fjár verði skorin
niður að hausti.
-----------
Árið 1951:
Búa til „Hnött“
og ætla til
tunglsins!
Heimskringla greinir frá því 26.
september 1951 að vísindamenn frá
12 þjóðum séu að vinna að því að
búa til „hnött“ sem muni hringsóla
um jörðina líkt og máninn. Þannig
yrði hægt að verða sér úti um frek-
ari þakkingu. Hnötturinn sem ætti
að verða tilbúinn eftir tuttugu ár
er hluti af miklum áformum: Vís-
indamennirnir hafi stofnað með sér
alþjóðlegan félagsskap sem vona að
hægt verði að komast til tunglsins og
reikistjarnanna. (Árið 1961 varð Júrí
Gagarín fyrsti maðurinn til að kom-
ast út í geiminn og fyrsta lending á
tunglinu varð 1969)
ÞHH
26. september:
Með greinarstúfum sem hér birtast bregðum við á leik. Framvegis mun
verða leitað fanga í gömlum blöðum og tímaritum. Útgangspunkturinn
verður dagsetning viðkomandi blaðs. Að þessu sinni er útgáfudagur-
inn 26. september. Efnið sem hér birtist felur í sér dagsetninguna 26.
september. Atburðir eru látnir ráðast af því að þessi dagsetning finnst í
textanum. Þeir geta verið mis forvitnilegir, en við látum dagsetninguna
stjórna ferðinni. Vona að þetta geti verið skemmtilegt.
Kristján konungur tíundi á hestbaki
í Kaupmannahöfn 1940.
OG HAUSTA FER
TILBOÐ VIÐ HÖFUM Í SEPTEMBER
ER SUMRI HALLAR
KOMDU MEÐ MÁLIN
og við hönnum,
teiknum og gerum
þér hagstætt tilboð
FAGMENNSKA Í
FyRIRRúMI
Þú nýtur þekkingar
og reynslu og fyrsta
flokks þjónustu.
VIÐ KOMUM HEIM
TIL þÍN, tökum mál
og ráðleggjum um
val innréttingar.
þú VELUR að
kaupa innrétt-
inguna í ósam-
settum einingum,
samsetta eða
uppsetta.
HREINT OG KLÁRT
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500
Mán. - föst. kl. 9 -18
Laugardaga kl. 11-15
Fataskápar
Baðherbergi Skóhillur
Helluborð Ofnar Háfar Kæliskápar
RAFTÆKI
FYRIR ELDHÚSIÐ
TILBOÐ
AFSLÁTTUR
25%
AF ÖLLUM
INNRÉTTING
UM
Í SEPTEMBER
Mjúklokun Búrskúffur Þvottahúsinnréttingar
ÁByRGÐ - þJÓNUSTA
5 ár á innréttingum,
2 ár á raftækjum.
VÖNDUÐ RAFTÆKI
Á VÆGU VERÐI
friform.is
Skúffuinnvols
Fjárpestir herjuðu allt frá Hvalfirði
og austur að Þjórsá. myndin er úr
Flóanum.
Rakel Sif sýnir í Lista-
gjánni út september
Rakel Sif Ragnarsdóttir sýnir í Listagjánni.. Hún hefur lokið listnámi frá
Háskóla Íslands, er starfsmaður
bóksafnsins. Handverk hennar
má m.a. sjá í Torbjörn Egner
klippimyndunum sem nú prýða
barnadeild safnsins. Sýningin
stendur út september og er jafn-
framt sölusýning.
Upplýsingamiðstöðin lokar
Sumri hallar en þó er enn fólk á
ferðinni og við leitumst að sjálf-
sögðu við að aðstoða alla þá sem
inn koma ef við mögulega getum,
segir Heiðrún Dóra, forstöðumað-
ur safnsins. Margir ferðamenn
lögðu leið sína til okkar í sumar.
Skábraut
Gestir Bókasafns Árborgar hafa
getað gengið á skábraut inn í
safnið. Nú er loskins hægt að
bjóða upp á almennilegt aðgengi
fyrir alla um aðaldyrnar.
Það stóðst, menn komust á tunglið
í tæka tíð.
rakel sif við eitt verka sinna í Listagjánni.