Selfoss - 26.09.2013, Blaðsíða 12

Selfoss - 26.09.2013, Blaðsíða 12
Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Skeiða- og Gnúpverjahreppur leitar að áhugasömum og metnaðarfullum aðila til að taka að sér rekstur og upp- byggingu ferðaþjónustu í Árnesi sumarið 2014. Um er að ræða rekstur félagsheimilisins í Árnesi, tjaldsvæðis og Þjórsárstofu. Í félagsheimilinu Árnesi eru salarkynni sem henta vel fyrir ýmis konar veitingarekstur samhliða gestastofunni. Fallegt tjaldsvæði er við Árnes, það hefur nýlega verið rafvætt. Þjórsárstofa er gestastofa fyrir ferðamenn sem er opin yfir sumartímann. Þar er að finna margmiðlunarsýningu um Þjórsá og Þjórsárdal, sögu, náttúrufar og mannlíf í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Spennandi tækifæri fyrir réttan aðila. Áhugasamir aðilar setji sig í samband við sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps á skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi, 801 Selfoss eigi síðar en 30. september næstkomandi. Sími 486-6100 og 861-7150 netfang kristofer@skeidgnup.is Í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru um 540 íbúar aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Auk þess er ferðaþjónusta og iðnaður stundaður í nokkrum mæli. Þéttbýliskjarnar eru við Árnes og Brautarholt. Grunnskóli, Leikskóli, sundlaugar, verslun og bókasafn er í sveitar- félaginu. Náttúruperlur og sögustaðir eru margir í sveitarfélaginu. Nefna má Þjórsárdal og Áshildarmýri. Veitingarekstur- ferðaþjónusta í Árnesi- rekstraraðili óskast 26. september 2013 Mörgun finnst erfitt að ákveða kvöldmatinn einn daginn enn. Hvað á nú að hafa í matinn? Oft verður eitthvað gamalkunn- ugt fyrir valinu sem eðlilegt er, en einnig er gaman að breyta til. Fiskur er á borðum á mínu heimili 3 – 4 kvöld í viku. Það krefst þess að stundum þarf að hugsa um einhverja tilbreytingu í fiskrétti. Fiskur hefur þann eiginleika að möguleikarnir eru margir til að krydda hann og veita tilbreytingu í hvunndaginn. Á mánudaginn keypti ég karfa en auðvitað má nota hvaða fisk sem er. Karfinn var skorinn í bita og þeim raðað í eldfast form, síðan kreisti ég safa úr hálfri sítrónu yfir hann. Stappaði svo saman fetaosti úr hálfri krukku og hálfri krukku af sól- þurrkuðum tómötum (smátt brytj- aðir). Smurði blöndunni yfir fiskinn og yfir það fóru Cashew hnetur, einnig má hafa t.d sólblómafræ eða önnur fræ eða hnetur. Óþarfi er að hafa salt og pipar vegna þess að osturinn er saltur. Sjálfsagt er samt að bera það með á borðið. Bakað í 200°C heitum ofni í 20 mínútur. Með þessu er haft salat úr öllu þessu yndislega haustgrænmeti. Karföflur eða/og aðra rótarávexti. Núna stendur sláturtíðin sem hæst og er mikilvægt að minna foreldra á innmatinn, lifur, hjörtu og nýru. Þetta er mjög ódýr matur og holl- ur. Innmat má nota í allar tegundir af hinum ýmsu pottréttum. Hann passar mjög vel við grænmeti hausts- ins. Einnig spennandi í alls konar framandi kryddrétti enda mikil hefð fyrir að borða innmat í mörgum menningarsamfélögum. Ég rakst á nýstárlega en gamla uppskrift af Skjaldbökubróður (Forloren Skilpadde) í Matreiðslu- bók fyrir fátæka og ríka eftir Jó- hönnu Sigurðardóttur frá Drafla- stöðum sem gefin var út á Akureyri 1916. Uppskriftin fylgir hér með í upprunalegu útgáfunni. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kv, KS Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is GÓÐ TILBREYTING 12 Það væsti ekki um þau í langsíðri kerrunni í blíðviðr- inu á Selfossi sl. þriðjudag. Er ekki hægt að tala um að fimmmenna í einu? Þau voru sallaróleg enda finnst þeim þetta allra besti ferða- mátinn. Sum voru þegar sofnuð. Önnur létu ekki myndasmið trufla.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.