Vesturland - 31.01.2013, Blaðsíða 6

Vesturland - 31.01.2013, Blaðsíða 6
6 31. janúar 2013 Fullt nafn: Ásbjörn Óttarsson Fæðingardagur og ár: 16. nóvember 1962 Fæðingarstaður: Reykjavík Hvar býrð þú? Rifi Hvar ertu alinn upp ? Á Hellissandi Foreldrar: Guðlaug Íris Tryggvadóttir og Óttar Sveinbjörnsson Fjölskylda: Eiginkonan mín er Margrét G. Schev- ing. Við eigum 3 drengi, Friðbjörn, Gylfa og Óttar. Friðbjörn er giftur Soffíu Elínu Egilsdóttur og eigu þau 2 börn,Ásbjörn og Særúnu. Starf og menntun: Alþingismaður. Útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum árið 1983. Áhugamál: Laxveiði í góðum félagsskap. Gæludýr: Engin Uppáhaldsmatur: Saltkjöt og skata Uppáhaldsdrykkur: Mjólk er samt að reyna að vera dug- legur í vatninu Uppáhaldstónlist? Eagles og íslenskt jólatónlist. Helstu kostir: Stundvísi og ákveðinn. En gallar: Konan mín segir að ég hafi nokkra galla,sá stærsti að hennar mati í dag er sá að ég tek í nefið. Ertu rómantískur? Ótrúlegt en satt þá ég er mjög róm- antískur. Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við makann? Að koma henni á óvart. Hvenær/hvernig líður þér best? Þegar fjölskyldan mín er öll saman. Hvað gerir þú þegar þú ert argur eða ekki í góðu skapi? Horfi á myndina af barnabörnunum mínum, þá fer ég alltaf í gott skap. Með hvaða liði heldur þú í íþróttum (íslenskt og erlent lið)? ÍA og Manchester United Hvaða bók/bækur ertu að lesa þessa dagana? Hver er besta bók sem þú hefur lesið? Lokafjárlög og skýrslur Ríkisendur- skoðunar. Bækur Steinars J. Lúðvíks- sonar Þrautgóðir á raunarstund. Hefurðu farið í leikhús á árinu eða tónleika? Nei Hefurðu farið til útlanda á árinu: Nei Uppáhaldsstaður á landinu: Arnarstapi Hvaða staður í útlöndum er í mestu uppáhaldi hjá þér? Hversvegna. Vagur – Suðurey og í reynd allar eyjarnar í Færeyjum. Hvaða verkefni eru brýnust í NV- kjördæmi að þínu mati? Norðvesturkjördæmi er bæði marg- breytilegt og stórt og þarfirnar þess vegna misjafnar. En hins vegar standa ákveðin mál upp úr sem íbúarnir eiga sameiginleg. Þar ber hæst öflugt at- vinnulíf og að tryggt sé að grunnstoð- irnar séu til staðar. Hvað atvinnulífið varðar þá þarf að hyggja að öllum þáttum þess og skapa sem best skil- yrði, jafnframt því að skapa vissu um rekstrarumhverfið. Við höfum fengið bitra reynslu af því þegar það gagnstæða er gert, eins og til dæmis í sjávarútvegi, stóriðju og nú síðast ferðaþjónustu. Grunnstoð- irnar þurfum við að verja og efla. Það á ekki síst við í heilbrigðis- og mennta- málum, en að þessum þáttum hefur verið harkalega sótt upp á síðkastið, eins og við vitum. Í samgöngumálum blasa við okkur stór og risavaxin verk- efni, þó þau séu auðvitað mismunandi á milli svæða. Lang stærstu verkefnin framundan verða á sunnanverðum Vestfjörðum. Það sem mestu máli skiptir er auðvitað að gera kjördæmið okkar samkeppn- isfært, þannig að það verði eftirsótt til búsetu. Við þurfum að horfa til þess að gera það aðlaðandi fyrir ungt fólk til búsetu, í unga fólkinu liggur jú framtíðin. Ertu fylgjandi ESB aðild Íslendinga? Nei. Eru Íslendingar á leið uppúr krepp- unni? Já, en það gengur allt of hægt vegna þess að við erum ekki að nýta þau tækifæri og skapa það umhverfi sem við þufum til fjárfestingar og atvinnu- uppbyggingar. Hver eru stóru málin fyrir næstu kosningar? Við þurfum gjörbreytta stjórnarstefnu. Ekki stefnu sem heldur aftur af tæki- færum, heldur stefnu sem skapar tæki- færin. Við höfum gríðarlega mikla möguleika. Á undanförnum áratugum höfum við byggt upp mikla innviði í okkar landi, á sviði, samgangna, fjar- skipta, heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála. Við höfum þess vegna góðan grunn til að byggja á. Við eigum líka öfluga atvinnuvegi, sem geta staðið undir góðum lífskjörum, ef rétt skilyrði eru sköpuð. Á það hefur hins vegar skort mjög sáran og því þurfum við að breyta. Rík- isfjármálin verðum við að taka föstum tökum og hverfa frá þeirri blekkingar- iðju sem hefur verið í kring um fjár- lagagerðina síðustu árin. Þannig getum við greitt niður skuldir ríkisins, dregið úr vaxtakostnaði sem hefur numið gríðarlegum upphæðum og tekið til sín fjármuni úr ríkissjóði. Þetta tekst hins vegar ekki nema að við komum atvinnulífinu á alvöru hreyfingu og stækkað það sem er til skiptanna, í stað þess að rífast alltaf um skiptingu á alltof fáum krónum. Á að afnema verðtryggingu af lánum og ef já hvernig sérðu fyrir þér að það verði gert? Það er alls ekki rétt eða raunhæft að afnema verðtrygginguna, en við þurfum að draga úr vægi hennar og gefa fólki val á að fara úr veðrtryggðum lánum í óverðtryggð ef það kýs svo. Afnám verðtryggingar getur nefnilega aldrei gilt bara um skuldirnar, heldur líka þá á lífeyri svo dæmi sé tekið. Þá þarf að tryggja að þeir sem leggja í líf- eyrissjóði á almennum markaði geti treyst því að fá eðlilega ávöxtun á sitt fé. Annars þyrfti að koma til mikilla skerðinga á lífeyri á almennum mark- aði. Þeir sem fá hins vegar lífeyri úr rík- istryggðum lífeyrissjóðum geta treyst á ábyrgð ríkisins, sem hefur skapað mikið óréttlæti á þessum sviðum og er í raun og veru hálfgerð tímasprengja. Á hinn bóginn þarf að draga úr vægi verðtryggingarinnar, með því að auð- velda fólki sem kýs að taka frekar óverðtryggð lán en verðtryggð að gera það. Það eru í dag alls konar þröskuldar í veginum fyrir því að fólk geti þetta og það þarf að ryðja þeim úr vegi. Mér finnst líka koma til greina að banna verðtryggingu á lengstu lánunum, enda er það ljóst að til dæmis 40 ára verð- tryggðu lánin gera það að verkum að fólk færa enga eignamyndun áratugum saman. En það geta líka verið hættur fyrir lántakendur sem taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Í verðbólgu rjúka slíkir vextir upp og í verðbólgu- skoti eins og því sem varð í kjölfar bankakreppunnar haustið 2008 hefði slíkt haft hrikalegar afleiðingar í för með sér fyrir bæði almenning og at- vinnulífið. Stóra málið er þess vegna að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun, hvort sem um er að ræða verðtryggða eða óverðtryggða vexti. Ef þú yrðir kjörinn forsætisráðherra, hver yrðu þín fyrstu verk? Núna er mikilvægast af öllu að fylkja mönnum saman og taka saman á þeim miklu verkefnum sem bíða okkar. Það hefur því miður ekki verið gert síð- ustu árin, heldur efnt til ófriðar um öll möguleg mál, stór og smá. Það er líka mjög þýðingarmikið að einbeita sér að fáum, mikilvægum málum og dreifa ekki kröftunum. Stærsta verkefnið er að hleypa lífi í efnahagsstarfsemina, ekki með einhverjum skammtíma verkefnum, eða bólum, heldur með raunverulegum aðgerðum. Það þarf að afnema óvissuna í kring um sjávarútveginn, aflétta þeirri póli- tísku óvissu um efnahagsumhverfið sem er að koma í veg fyrir að menn leggi í fjárfestingar. Það gengur ekki að fjárfestingar hér á landi séu þær fjórðu minnstu í Evrópu. Það mun valda því að störfunum mun fjölga, fólk fá vinnu og bættar tekjur. Það er auðvitað lang samlega áhrifaríkasta leiðin til þess að bæta kjör fólks og fyrirtækja. Það bætir líka stöðu ríkissjóðs og skapar tiltrú í landinu. Við erum núna stödd í eins konar víta- hring. Af því að efnahagslífið er í doða, þá minnka tekjurnar í landinu í heild og ríkissjóður nær ekki endum saman, sem aftur kallar á aðgerðir sem draga úr umsvifum. Á sama tíma er verið að efna til óþarfa deilna um stjórnar- skrána, ESB, og fleiri slík mál. Þessu þarf að linna strax og einbeita sér að því sem allir eru að kalla eftir og við höfum allar forsendur til að gera, sem er hleypa krafti í atvinnulífið. Þá kemur svo margt annað af sjálfu sér. Yfirheyrslan, Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Það gengur ekki að fjárfestingar hér á landi séu þær fjórðu minnstu í Evrópu“ TRÉSMIÐJAN AKUR EHF. Trésmiðjan Akur ehf. • Smiðjuvöllum 9 • 300 Akranesi Sími 430 6600 • akur@akur.is • www.akur.is Stærð alls 145,4 m2. Þrjú svefnherbergi, innbyggð bílgeymsla, upptekið loft í stofu og eldhúsi. Húsið afhendist klætt að innan með uppsettum milliveggjum (tilbúið til innréttinga). Allar lagnir þ.e. raflagnir, gólfhita- og neysluvatnslagnir eru fullfrágegnar. Allar nánari upplýsingar gefur Halldór Stefánsson hst@akur.is Til sölu Sóltún 17 Hvanneyri S K E S S U H O R N 2 01 3 Uppáhaldsuppskrift: Bananatertan frá tengdamömmu minni 200 gr. sykur 4 egg 100 gr. hveiti Egg og sykur þeytt vel saman síðan er hveitinu bætt við. Látið í tvö smurð tertuform og bakað í 180 ° í ca.10-15.mín. Á milli botnanna er settur 1 peli af rjóma sem er búið að blanda við stöppuðum 2-3 bön- unum við. Ofan á er látið glassúr þ.e.a.s. blanda saman kakó,flórsykri og vatni. Auglýsingasíminn er 578-1190 www.fotspor. is

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.