Vesturland - 31.01.2013, Blaðsíða 14

Vesturland - 31.01.2013, Blaðsíða 14
14 31. janúar 2013 Þekk ir Þú fólk ið? Elkem Ísland l Grundartanga l 301 Akranes l elkem@elkem.is l elkem.is Kísiljárnverksmiðja Elkem Ísland á Grundartanga kappkostar að bjóða starfsfólki sínu fjölbreytt verkefni og spennandi vinnuumhverfi. Um þessar mundir er leitað að öflugu fólki til afleysinga við framleiðslustörf í sumar. ÆSKILEG IR E IG INLE IKAR Hæfni til að skilja og setja tæknilega þætti í samhengi Jákvæðni og sveigjanleiki Áhugi á að vinna við sérhæfða framleiðslu Sterk öryggis- og gæðavitund Styrkur til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi Vinnusemi og vilji til að læra Flest störfin eru í vaktavinnu á þrískiptum vöktum (dag-, kvöld- og næturvaktir). Það eru unnar 6 vaktir á 5 dögum og í kjölfarið kemur fimm daga frí. Nokkur störf eru á vöktum þar sem á hverjum 14 dögum er að jafnaði unnið 7 daga á vöktum 7:30 til 18:00 og síðan kemur frí í aðra sjö daga. Við vekjum athygli á því að Elkem Ísland ehf. er vímuefnalaus vinnustaður og að nýir starfsmenn þurfa fyrir ráðningu að gangast undir vímuefnapróf. Umsækjendur þurfa að vera a.m.k. 18 ára gamlir, hafa gott vald á tölvum og geta átt greið samskipti á íslenskri tungu. Þeir eru beðnir um að sækja um starfið á vefsetri Elkem Ísland ehf., www.elkem.is. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2013. UM ELKEM Elkem Ísland ehf. leggur metnað sinn í framleiðslu á hágæða málmblendi og kappkostar að mæta ýtrustu kröfum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að valda sem minnstri röskun á náttúrunni og skapa öruggt og gott vinnuumhverfi fyrir starfsfólk sitt. ELKEM ÍSLAND LE ITAR AÐ S U MAR STAR FS M Ö N N U M ze br a Myndir úr ljósMyndasafni safnahúss Borgarfjarðar Myndir úr safni ljósMyndasafns akraness Ef þú berð kennsl á fólkið á mynd-unum eða þekkir staðinn sem myndin er af, vinsamlegast hafðu sam- band við safnahús Borgarfjarðar í síma 430-7200 eða í netfangið skjalasafn@ safnahus.is Ef þú þekkir nöfnin á fólkinu þá eru nokkrar leiðir til að koma þeim áleiðis. Hægt er að senda bréf með ut- anáskriftinni Ljósmyndasafn Akraness, Dalbraut 1, 300 Akranes. Hringja í síma 499-1203 Senda tölvupóst á netfangið: ljos- myndasafn@akranes.is Eða skrá upplýsingar sjálfur á vefsíðu safnsins, http://ljosmyndasafn.akra- nes.is/ og skrá inn númer myndarinnar sem kemur fram með textanum með viðkomandi mynd hér að ofan. Þessi mynd af ellefu prúðbúnum konum er úr myndasafni Elísabetar Guð- mundsdóttur, Skiphyl í Hraunhreppi. Vitað er að Sigríður Zoëga, ljósmyndari í reykjavík tók myndina númer myndarinnar er 6274c Veistu hvaða staður þetta er? Ekki er vitað hvaða kirkjustaður þetta er á myndinni. Hún er úr skjalasafni jóns Sig- urðssonar frá Skíðsholtum. Þessi mynd af mæðginum er tekin af Bjarna Árnasyni. nöfn þeirra eru ekki þekkt. númer myndarinnar á vef Ljósmyndasafnsins er 24967 Myndin af þessum konum í kaffisamsæti er tekin af Helga Daníelssyni og tengist hún kvenfélagi akraness. númer myndarinnar á vef Ljósmynda- safnsins er 17204

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.