Vesturland - 27.06.2013, Blaðsíða 1

Vesturland - 27.06.2013, Blaðsíða 1
Veltusundi 1 • Sími 564 3248 www.gull.is Gullsmiðja Óla 20 ára Í tilefni 20 ára afmælis Gullsmiðju Óla verður veittur 20% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar frá 19. – 30. júní 2013. Þar að auki fær fólk sem verslar tækifæri á að auka afsláttinn enn frekar með því að kasta tening og getur þá fengið auka afslátt af afsláttarverði. 1-2= 10% af afsláttarverði 3-4= 20% af afsláttarverði 5-6= 30% af afsláttarverði Þannig að afslátturinn getur orðið allt að 44%. Nú verður gullteningnum kastað. Veiðivörur í úrvali Spúnar Kaststangir Veiðihjól Fluguhjól Flugur Vöðlur Flugustangir Spúnabox Veiðitöskur Gervibeita Silunganet Opið á laugardögum 10-16 27. júní 2013 6. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Víðtæk þekking fæst á sumarnámskeiðum á Hvanneyri Nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands eru nú sumarnámskeiðum á Hvanneyri. Þeirra á meðal eru Skagamennina Magnús Ingimarsson og Sara Björk Þorsteinsdóttur sem hér eru á námskeiði í plöntugreiningu. Magnús og Sara Björk eru að hefja sitt annað námsár í búvísindum í haust. Mikil breyting hefur orðið á þeim skóla sem upphaflega var stofnaður 1899 og hét Búnaðarskólinn á Hvanneyri, yfir í það að verða Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri. Sú breyting á þó kannski fyrst og fremst rætur að rekja til þess að skóla- yfirvöld á hverjum tíma, atvinnuvegurinn sjálfur hafa fylgst með allri þróun og verið meðvitaðir um að taka upp ný vinnubrögð, innleiða nýja tækni og fræða nemendur um það besta sem uppi er, atvinnuveginum til hagsbóta. Í grunninn er hugmyndafræði hin sama og áður, að mennta bændur þessa lands til að stunda með bestu þekkingu íslenskan landbúnað. Íslenskur landbún- aður verður að hafa það tryggt að til staðar verði á hverjum tíma öflug skólastofnun til að miðla til íslenskra bænda þekkingu og fræða þá um það besta sem völ er á hverju sinni atvinnuveginum til hagsbóta. Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur bæði miklu hlutverki að gegna og er með víðtæka starfsemi. Hlutverk hans í íslensku skóla- kerfi og í íslensku samfélagi er mikilvægt. Skagamennirnir Magnús Ingimarsson og Sara Björk Þorsteinsdóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.