Vesturland - 27.06.2013, Blaðsíða 10

Vesturland - 27.06.2013, Blaðsíða 10
10 27. júní 2013 Skallagrímsstrákar tóku á móti BÍ/Bolungarvík í 5. flokki karla Skallagrímur tók á móti BÍ/Bolungarvík í 5. flokki karla í fótbolta í byrjun mánaðarins. Þrátt fyrir heldur kuldalegt veður var spilaður þokkalegur fótbolti, strákarnir hvattir áfram að nokkrum áhorfum, líklega flestir þjálfarar eða foreldrar. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is Hátíðleg útskrift nemenda Grunnskóla Borgarness Grunnskólinn í Borgarnesi útskrifaði 6. júní sl. 34 nem-endur við hátíðlega athöfn í í Hótel Borgarnesi. Margir nemendur hlutu verðlaun fyrir námsárangur en bestum árangri náði Ester Alda Hrafn- hildardóttir og fékk hún jafnframt flestar viðurkenningarnar. Eftirtaldir aðilar gáfu verðlaun; Arionbanki - LímtréVírnet hf. - Omnis hf. - Loftorka hf, - Eðalfiskur hf, Lög- fræðistofa Inga Tryggvasonar, Danska sendiráðið, Lionsklúbburinn Agla, Lionsklúbbur Borgarness, Rotary- klúbbur Borgarness og Kvenfélag Borg- arness. Að lokinni útskriftarathöfn buðu foreldrar svo til útskriftarveislu. Marel fagnar 30 ára afmæli Marel hefur vaxið ótrúlega frá stofnun fyrirtækisins árið 1983 en fyrstu skrefin voru tekin árið 1977. Upphafið má rekja til rannsóknarverkefnis við Há- skóla Íslands, þar sem kannaðir voru möguleikar á að nýta rafeindatækni við vigtun og skráningu í sjávarútvegi. Í upphafi voru aðeins örfáir starfsmenn sem lögðu krafta sína í að gera þessa hugmynd að veruleika en í dag eru starfsmenn Marel ríflega 4.000 um heim allan. Marel er stærsta almenningshluta- félag landsins og það félag sem lengst hefur verið á íslenska hlutabréfamark- aðnum. Marel er í dag markaðsleiðtogi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Tekjur félagsins árið 1983 voru rúmar 6 millj- ónir króna en á síðasta ári ríflega 112 milljarðar króna. Þar af myndast 99% af veltu utan Íslands. Vel heppnað lokahóf yngri flokka Skallagríms Lokahóf yngri f lokka körfuknattleiksdeildar Skalla- gríms var haldið í félagsmið- stöðinni Óðal fimmtudaginn 30 maí sl. Mikið fjör einkenndi hófið og mættu rúmlega 100 krakkar á það ásamt for- eldrum sínum. Það var enginn annar en landsliðsmaðurinn Pavel Ermol- inskij, leikmaður Norrköping Dolp- hins í Svíþjóð, sem mætti til leiks á hófið til að veita krökkunum verðlaun fyrir flottan árangur í vetur en Pavel hóf einmitt sína körfuboltaiðkun hjá Skallagrími. Að verðlaunaafhendingu lokinni var slegin upp heljarinnar pylsupartý í boði N1. Allir iðkendur 5-11 ára fengu verðlaunapening á lokahófinu fyrir frábæran árangur og miklar framfarir. Veitt voru verðlaun í öllum flokkum fyrir bestu mætinguna, mestu framfarirnar og valinn leik- maður ársins. Ester Alda Hrafnhildardóttir með verðlaunin sem hún hlaut. Við hlið hennar situr stolt systir hennar, Valborg Elva Bragadóttir. Þessi gutti var ákveðinn í að vinna leikinn og láta Vestfirðingana ekki fara vestur aftur með stiginn sem voru í boði nokkrir leikmenn Skallagríms í yngri flokkumfá sínar viðurkenningar. Háþróaðar fiskvinnsluvélar er víða að finna í frystihúsum hérlendis, þó framleiðslan sé að mestu seld er- lendis. En auðvitað kemur manns- höndin stundum nærri. fotspor.is

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.